Tíminn - 15.11.1980, Page 9

Tíminn - 15.11.1980, Page 9
Laugardagur 15. nóvember 1980. 13 Allt að fjórum sinnum hættulegra fyrir íslendinga að reykja, en t.d. Japana: BSt— „Það er allt aö þvi f jórum sinnum hættulegra fyrir fs- lendinga á miðjum aldri að reykja en t.d. Japana eða Spán- verja, þar sem blóðfita mið- aldra Islendinga er með þvi hærra sem þekkist i heimin- um.” Þetta sagði Snorri Páll Snorrason, sérfræðingur i hjartasjúkdómum, er blaða- maður Timans kom til hans i Háþrýstideild Landspitalans, sem er að Lágmúla 9 til að for- vitnast um hvað hann sem sér- fræðingur segði um samband reykinga og hjartasjúkdóma. Snorri Páll sagði, að rann- sóknir Hjartaverndar sýndu, að blóðfita hjá islenskum miðaldra karlmönnum væri með þvi hæsta sem fyrirfinnst i heimin- um. Þegar talað er um áhættu- þætti i sambandi við hjartasjúk- dóma er blóðfita mjög stór þátt- ur. Reykingar eru einnig mjög stór þáttur i útreikningum áhættuþátta. Þegar reykingar og of mikil blóðfita eru til staðar hjá einum og sama manni, þá eykst hættan um allan helming. Aftur á móti hjá Suðurlanda- þjóðum, þar sem blóðfita er svo miklu minni en hér á landi, má segja að reykingar séu ekki nærri þvi eins hættulegar. Auð- vitað eru eiturefnin, svo sem nikótin, tjara o.fl. jafnhættuleg fyrir lungu þeirra, en þeim er ekki eins hætt við kransæða- sjúkdómum og okkur Islending- um. Reykingar auka tiðni krans- æðasjúkdóma, þar á meðal bráðrar kransæðastiflu og skyndidauða. Einnig reykst hættan á æðakölkun i öðrum slagæðum likamans, svo sem meginslagæð (ósæð) og slagæðum fóta. Ahættan virðist fara eftir innihaldi af nikótini, kolsýrlingi og tjöruefnum i reyknum. Þessi efni valda sjúklegum breyting- um i veggjum slagæðanna, einkum innsta lagi æðaveggj- anna, þar sem skemmdir verða i æðaveggjunum, flytjast efni úr blóðinusvo sem kolesteról inn i vefi æöaveggjanna og sýkja þá enn meir, að lokum sest kalk i æðaveggina, æðin þrengist og blóðrás til viðkomandi liffæris Snorri Páll Snorrason læknir. minnkar eða stöðvast með al- varlegum afleiðingum. Blóðrásarskortur i hjarta veldur stundum drepi i hjarta- vöðva en getur einnig truflað Timamynd: G.E. rafstrauma þá i hjartanu sem eru undanfari samdráttar hjartahólfanna. Hjartsláttur stöðvast þannig er talið að skyndidauða beri að höndum i langflestum tilfellum. Hættan við reykingar eykst stórlega ef blóðfita (kólstéról) er aukið og hjá þeim sem hafa háan blóðþrýsting. Er Snorri P. Snorrason var spuröur að þvi hvort hann hvetti ekki undantekningalaust sjúk- linga sem til hans koma, til að hætta að reykja, þá sagöi hann að það væri svolitið misjafnt. Fólk þyrfti helst sjálft aö gera þaö upp við sig, hvort það vildi hætta, — en þaö eru vissir sjúk- lingar sem læknar segja ákveðið að þeir verði að hætta reykingum, t.d. kransæðasjúk- lingar. Enda finna þeir það fljótt sjálfir hvað liðan þeirra verður skárri þegar þeir hætta. Þeir kransæöasjúklingar, sem hafa hjartaverki, þurfa ef til vill ekki nema eina sigarettu til þess að fá verk fyrir brjóstið. Það er vegna þess, að við nikó- tinið versnar blóðrásin strax og æðar dragast saman. Yfirleitt má segja að ekki nokkur reykjandi maður sjáist á fundum lækna sagði Snorri Páll, Framhald á bls 19 Haraldur Þorsteinsson segir: -Núerég alveg gallharður, ég er hættur að reykja .... BSt— „Það vitlausasta sem þú gætir gert nú er að byrja að reykja aftur sögðu þrir læknar við mig úti i London er ég var nýlega i hjartauppskurði, — þá er okkar vinna unnin fyrir gýg sögðu þeir”. Þetta voru orð Haraldar Þorsteinssonar, mið- aldra Reykvikings sem fyrir um það bil mánuði gekkst undir uppskurð þar sem tekin var æð úr fæti hans og gert með henni við ónýtar æðar i hjartanu. Haraldur sagði að þessi að- gerð hefði tekist vel og nú von- aðist hann eftir betri heilsu, — og ég er alveg gallharður núna, — ég er hættur að reykja fyrir fullt og allt! — Byrjaðir þú ungur? — Það má segja það, ég byrjaði svona 13 ára en auðvitað var þetta bara fikt fyrst framan af en jókst með árunum og ég var orðinn stór-reykingamaður eiginlega áður en ég áttaði mig á þvi. Jafnvel þegar kransæða- stiflan kom tii sögunnar fyrir eins og 20 árum og ég þurfti að fara að nota pillur, svokallaðar „sprengipillur”, þá fannst mér ekki að ég gæti hætt að reykja. Ég reyndi það þó þá og stóðst bindindið i 10 daga en gleymdi mér þá i afmæli og kveikti i sigarettu og þar með var bind- indinu lokið. Og svo fór allt i sama farið og ég var farinn að reykja 4-5 sigarettur með morgunkaffinu fyrir kl. 8 á morgnana. — Svo varð maður að taka pillur þegar verkurinn sagði til sin... — Við hjónin höfum bæði reykt sagði Haraldur en nú er ég hættur, hvað sem konan gerir. Það gleðilega er að ekkert okk- ar 7 barna reykir og þau hafa meira að segja fest upp miða á herbergisdyr sinar „Við reykj- um ekki hér” og fleiri slik plag- göt. — Þegar ég kom á sjúkrahús- iði London var ég strax spurður um hvort ég hefði reykt mikiö og siðan var mér gert það ljóst' að þarna væri algjört skilyrði að ég reykti ekki. „Þú reykir ekki héren svo ert þú auðvitað sjálf- ráður hvað þú gerir siðar meir, — en það vitlausasta sem þú gærir gert, er að byrja aftur aö reykja”, sagði læknirinn minn — segir Haraldur og brosir — en ég var þrjóskur og bar þetta undir tvo aðra lækna og þeir sögðu nákvæmlega það sama og jafnvel með sterkari orðum. Ég kveikti mér samt nokkrum sinnum i sigarettum úti fyrir uppskurðinn en hef ekki gert það siðan ég kom hingað á Landspitalann en hér á ég að vera svolitinn tima að jafna mig eftir skurðinn. — Mér finnst sjálfum að það væri hjálp fyrir sjúkling eins og mig ef læknarnir væru bara harðir á þvi að banna okkur al- gjörlega að reykja, ég held jafn- vel að þaö myndi riða bagga- muninn hjá sjúklingnum. Það er eins og ekki sé nóg að tala bara um fyrir manni, þegar þetta er svona rikur vani. Haraldur Þorsteinsson hefur unnið við vinnuvélar, útgerð þeirra og sölu. Hann segir að nú verði hann að læra hvernig best sé fyrir sig að lifa lifinu, — eng- an æsing eða læti, hvorki við vinnu eöa annaö en með gát ætti þetta að geta orðið gott lií. — Númer eitt hjá mér að halda reykbindindið og siðan að taka lifinu með ró og vera skapgóður, sagði Haraldur. Haraldur Þorsteinsson Timamynd G.E. ASPAR - SÝNING á Akranesi —jggvo-v cjso Við sýnum hin viðurkenndu ASPAR-einingahús laugardaginn 15. nóvember kl. 13-18 að Jörundarholti 158. Kynnist vandaðri einingahúsa- framleiðslu og byggingartækni sem í senn er einföld, ódýr og örugg. HF. ■“Stykkishólmi Simar: 93-8225 og 93-8307

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.