Tíminn - 28.11.1980, Page 1
Föstudagur 28. nóv. 1980
266. tölublað 64. árgangur
Eflum
Tímann
Siðumúla 15 ■ Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsimar 86387 & 86392
Kratar töpuðu bæði forseta- og varaforsetakosningu:
Ásmundur kosinn forseti og
Björn Þórhallsson varaforseti
— með miklum yfirburðum
HEI— Asmundur Stefánsson
sigraöi með glæsibrag i kosn-
ingu til embættis forseta ASÍ á
þinginu i gærkvöldi. Hlaut hann
samtals 35.825 atkvæði eða
63,9%. Karvel Pálmason hlaut
17.025 atkvæði eða 30,4% og
Guðmundúr Sæmundsson hlaut
2.275 atkvæði eða 4,06%. Auð
voru 875 atkvæði.
1 þakkarorðum sagðist As-
mundur telja úrslitin sýna, að
fólk vænti þess af sér að hann
reyndi að sameina hina óliku
hópa inman samtakanna.
Við forsetakjörið varð kjör-
nefndin ekki sammála i afstöðu
sinni. Meirihluti nefndarinnar
— 5 menn — gerðu tillögu um
Asmund, 2 um Karvel og sjálf-
stæðismennirnir sátu hjá. Þá
var röðin komin að kosningu
varaforseta sem ekki var beðið
með minni eftirvæntingu.
Þing 'ö haföi fyrr um daginn fellt
— með mjög litlum mun — til-
lögu um að kosnir yrðu tveir
varaforsetar. Kjörnefndin
skiptist einnig um þessa tillögu.
Fimm manna meirihluti gerði
tillögu um Björn Þórhallsson, 3
gerðu tillögu um Jón Helgason
— Hákon Hákonarson gekk til
liðs við hann — og Sigfinnur
Karlsson sat hjá. Björn sigraði i
þessari kosningu með enn meiri
yfirburðum en Asmundur.
Hlaut Björn 36.450 atkvæði eða
65,1%, Jón Helgason hlaut 18.625
atkvæði eða 33,3% en auð og
ógild voru um 900.
Ljóst var að alþýöuflokks-
menn voru ákaflega slegnir yfir
úrslitunum, en hvort það dregur
einhvern dilk á eftir sér i þeim
kosningum sem eftir voru var
ekki ljóst um miðnættið þegar
þetta er skrifað.
Það var hinsvegar einnig
ljóst, að a.m.k. sumum VR
mönnum varö glatt i geði. Ekki
eru nemai5 ár siðan þeir komust
fyrst inn i AS1 og þá með félags-
dómi. Nú eru bæði forseti og
varaforseti ASÍ úr röðum VR.
Þing
BHM
hefst
í dag
AB — i dag hefst 4. þing Banda-
iags háskólamanna, aö Hótel
Loftleiðum, en þingið er haldið
annað h vert ár. Þingið stendur i
dag og á morgun.
Félagsmenn i BHM eru nú
4.640 i 20 félögum. Þar af eru um
2.000 ríkisstarfsmenn og tæp-
lega 500 sjálfstætt starfandi.
Aðrir félagsmenn starfa hjá
ýmsum einkaaðilum, sveitarf-
elögum og bönkum.
Þingið munu sitja um 140
fulltrúar. Þar verður fjallað um
skattamál, kjaramál og breyt-
ingar á samningsrétti BHM, en
bandalagið hefur sem kunnugt
er ekki verkfallsrétt. Þá verður
kjörin stjórn BHM til næstu
tveggja ára. Þinginu lýkur sið-
degis á morgun.
Atkvæði um
sáttatillöguna
taiin í kvöld:
Kjörsókn
flugmanna
mjög góð
FRl — Atkvæði I sáttatillögu
flugmanna verða talin fkvöld en
kosningunni lýkur kl. 6 í dag.
Kjörsókn fiugmanna mun vera
mjög góð og aðeins 4 eða 5 eiga
eftir að greiða tillögunni at-
kvæði sitt, með eða á móti, en
auk þess eru nokkrir flugmenn
starfandi erlendis og munu þvi
ekki geta tekið þátt i atkvæða-
greiðslunni.
Von er á að allir þeir sem geta
þvi við komið greiði atkvæði
enda er áhuginn mikill meðal
flugmanna eins og gefur að
skilja.
Asmundur Stefánsson, nýkjörinn forseti ASI, var afslappaður I gær áöur en kosningarnar fóru fram um embættið. Fyrirrennari hans
Jónsson, situr honum til vinstri handar. Timamvnc
„MADUR AÐ
MÍNU SKAPI”
Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins:
.HÁVAXTASTEFNAN
ER KOMIN Á
HEI — ,,Það hefur enginn beðið
mig að bjóða mig fram tii for-
seta ASt, en það hefur heldur
enginn beðið mig að gera það
ekki, og hér með geri ég það
sjálfur” sagði Guðmundur
Sæmundsson frá Akureyri sem
steig I pontu á ASt þinginu eftir
að kjörnefndarmenn höfðu mælt
með Asmundi og Karvel i gær-
dag.
Guðmundur sagðist hreykinn
af þvi að tilheyra þeim af
hópunum fimm, sem fulltrúum
á þinginu hefði verið skipt i bæði
af fjölmiðlum og öðrum (óháð-
ur). Hann hefði sloppið við
makkiðog flokksplottið sem þar
yfirgnæfði flest annað. Enginn
hefði verið að klappa sér á
axlirnar og hann hefði fengið að
neyta matar sins i friði án þess
að fá út á hann væna dembu af
„flokkssósu”.
Guðmundur sagði óskandi að
forystumenn verkalýðshreyf-
ingarinnar hefðu lagt sig eins
Framhald á bls 19
BLINDGÖTU”
— og virkar sem olia á veröbólgu*
báliö í staö þess aö vera stjórntæki-
til aö draga úr þvi