Tíminn - 28.11.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.11.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. nóvember 1980. 5 Brýnustu verkefni kaupfélaganna: „Uppfærsla á vörubirgðum og álagning landbúnaðarvara” Segir Halldór S. Magnússon kaupfélagsstjóri AB — Kaupfélagsstjórar af öllu landinu funduðu um málefni og stöðu kaupfélaganna I siðastlið- inni viku. Um margt var rætt og sýndist kaupfélagsstjórunum að framtið verslunar i landinu, og þá sérstaklega verslunar úti á landi væri ekki björt. Halldór S. Magnússon kaupfélagsstjóri i Stykkishólmi tjáði Timanum að brýn verk- efni eins og „uppfærsla á vöru- birgðum” og endurskoðuð álagningar á landbúnaðarvörur væru þau mál sem mestrar at- hygli þyrftu að njóta á næstunni og mests forgangs, Halldór sagði: „Langstærstu málin i sam- bandi við landsbyggðarverslun- ina eru uppfærsia vörubirgða, þ.e. að fá að hækka upp vörur á lager eftir þvi sem verðlag hækkar. Sem dæmi má nefna að ef verslun kaupir vörur i dag og selur þær eftir hálft ár þó kostar varan i innkaupi 1300.000. En samkvæmt lögum i dag er það skylda að selja vöruna á Sama verði og hún var keypt á, með álagningunni að sjálfsögðu. Undir slikur risa verslanirnar úti á landi ekki. Alagning á landbúnaðarvörur Halldór S. Magnússon. er hitt stórmálið. Hún er langt fyrir neðan allt velsæmi. Sem dæmi má nefna að það var gerð úttekt hjá tveimur kaupfélögum á þessu ári um það hver dreif- ingarkostnaður á landbúnaðar- vörum væri, og hverjar tekjur- nar væru. Niðurstaða þessarar könnunar var sú að tekjurnar, eða álagningin fyrir sölu af kjöti standa undir u.þ.b. einum fjdrða af dreifingarkostnaðin- um, en álagningin á mjólk og mjólkurvörum stendur undir tæpum helming dreifingar- kostnaðarins. Aftur hinar vörurnar sem litið þarf aö hafa fyrir.eðamikluminna, þ.e. þær vörur sem ekki þurfa kælingu eða sérstaka afgreiðsíu, t.d. dósa- og pakkavörur, þær bæta þetta talsvert upp, þó að þær jafni náttúrlega engan veginn þennan mun. Þetta er mál sem við höfum lengi hamrað á og reynt að fá leiðréttingu á. Það er nú loksins koin af staö könnun á vegum verðlags- stjóraembættisins, þar sem rannsakað skal hver dreifingan kostnaður er. Við vonumst þvi til þess að þegar að þessari könnun verðurlokið þá fáum við leiðréttingu á þessu þýðingar- mikla máli.” „A síöustu árum hefur:” ai « íng bi ivara L læ k! kai ð ven ílega 99 ) Segir Arni Árnason hiá Verslunarráöi fslands AB — „Ég skil þetta áhyggjuefni kaupfélagsstjóranna mjög vel,” sagði Arni Arnason hjá Verzlunarráði tsiands I viðtali við Timann í gær, þegar hann var spuröur að þvi hvort áhyggjuefni kaupfélagsstjóranna af lágri álagningu landbúnaðarvara, væri einnig áhyggjuefni kaupmanna almennt. Arni sagöi jafnframt: „Alagn- ing á landbúnaðarvörur hefur jafnt og þétt siðustu árin farið lækkandi, þannig að i dag er hún einungis hluti af þvi sem hún var 1978. Þessi breyting á álagning- unni hefur sett þær verslanir sem byggja að miklu leyti á sölu þess- ara vara, t.d. verslanir úti á landi og eins hverfisverslanir hér á Stór-Reykjavikursvæðinu, i tals- vert mikinn vanda. Markaðirnir áður byggðust á þvi aö versla með vörur sem rýmri álagning var á, og hélt þá uppi land- búnaðarvörunum. En siöan gerð- ist það að eftir tilkomu hinna stærri verslana, þá sækir fólk þangað og verslar inn i tiltölulega stórum hollum, t.d. pakka- og dósavörur, en sækir svo daglegar nauðsynjar eins og mjólkurvörur I hverfisverslanirnar. Þessi lækk- un álagningar á búvörum siðustu árin hafa þvi sett hverfisverslan- irnar og verslanir úti á lands- byggöinnií talsveröan vanda. Þvi finnst mér það afskaplega vel skiljanlegt aö kaupfélagsstjórar séumeð áhyggjur af þeirri þróun. Það er hinn almenni kaupmaður einni|”. Arni sagði einnig að uppfærsla á vörubirgðum væri ekkert einka- vandamál kaupfélagsstjóranna. Aö fá ekki aö hækka upp vöru- birgðir eftir þvi sem verðlag hækkar væri vandamál allrar verslunar i landinu, og þetta kæmi haröast niður á sérverslun- um ýmis konar, þar sem veltu- hraöinn væri hægari en I venju- Arni Arnason. legum verslunum. Arni nefndi sem dæmi verslanir sem versla með varahluti. Skilyrði ttl haf- ismvnrinnar grtft Kortið sýnir hafisjarðarinn I tslandshafi allt norður til Jan Mayen samkvæmt iskönnun úr flugvélum 21. og 24. nóvember s.l. Útbrciðsla Issins er I meðallagi. Eins og nýlega var greint frá i fréttatilkynningu frá Hafrann- sóknastofnun (Svend Aage Malmberg) er yfirborð sjávar fremur kalt norður af tslandi, a.m.k. vestan til og eru þær niðurstöður reyndar i samræmi við veðurtunglamyndir af tslandi og hafssvæðunum umhverfis. Skilyrði til hafismyndunar eru þvi tiltölulega góð að þessu leyti. Hins vegar fer hafís við strendur tslands einnig mjög eftir rikjandi vindátum, sem ógerlegt er að spá fyrir um að marki langt fram i timann. (Hafisrannsóknadeild). Salóme vill að Alþingiskosningarnar verði á laugardögum: STÓRMARKAÐSVERÐ VERÐUR K0SIÐ MEÐ VELTISTIMPLUM JSG — i frumvarpi til breytinga á kosningalög- um sem nú liggur fyrir Alþingi er lagt til að Alþingiskosningar fari eftirleiðis fram á laugar- dögum, en ekki sunnu- dögum eins og tíðkast hefur. Flutningsmaður, Salóme Þorkelsdóttir, vill gera þessa breytingu vegna þess að „vaxandi fjöldi landsmanna vakir nóttina sem atkvæði eru talin." Þvi sé æskilegt að dagurinn eftir talningu sé frídagur. í sama frumvarpi er lagt til að þeir sem greiða atkvæði utan kjörfundar, eigi kost á að gera það með stimpli, nánar tiltek- ið veltistimpli með upp- hleyptum listabókstaf. Þetta gæti hentað þeim sem lítinn mátt hafa í höndum, og einnig þeim sem sjóndaprir eru. Enn eitt atriðið í þessu frumvarpi er að kæru* frestur vegna kjörskrár verði styttur úr þremur vikum í tiu daga. Þá verði námsmenn sem eru við nám á Norðurlöndum, og aðrir sem dvelja um stundarsakir erlendis, færðir á kjörskrá, þar sem þeir áttu siðast heimili. Gerið verðsamanburð Epli kr. 1.160 Strásykur 2 kg. kr. 1.790 Eldhúsp kr. 925 Rúsínur 1 kg. kr. 1.585 Kakó ...1/2 kg. ,kr. 1.595 Klementínur kr. 1.390 Drengjaskyrtur kr. 4.330 Barnapeysur kr. 4.400 Herr>skyrtur kr. 6.800 Rúmfatnaður tilboð ... kr. 10.635 Opiðtil kl.22 föstudaga ogtil hádegis laugardaga STÓRMARKADURINN Skemmuvegi 4 A, Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.