Tíminn - 28.11.1980, Page 6

Tíminn - 28.11.1980, Page 6
6 Föstudagur 28. nóvember 1980. 1:9 <$> PMHM Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Friörik Indriöason, Frfða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guö- mundsson, Jónas Guömundsson (Alþing), Kristfn Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einars- son, Guðjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Verð í lausasölu : kr. 280. Askriftar- gjald á mánuði: kr. 5500.— Prentun: Blaðaprent hf. Því var sleppt Varla liður nú svo dagur að ekki berist nýjar fréttir af átökum frjálsra verkalýðsfélaga og stjórnarvalda i Póllandi. Eins og við mátti búast heldur reiptogið áfram þar i landi milli yfirstjórn- ar kommúnista og þeirrar alþýðuhreyfingar sem risin er i landinu og vefengir ,,alræði öreiganna” með afdráttarlausari hætti en lengi hefur gerst. Og það er ástæðulaus bjartsýni að gera ráð fyrir þvi að þessari togstreitu linni enn um sinn. Úthald stjórnarvaldanna og sá stuðningur sem þau finna að baki sér frá nágrannarikjunum er meiri en svo að þau láti undan réttmætum kröfum fólksins fyrr en þá i fulla hnefana. Eins og margir gerðu ráð fyrir hafa þau treyst á að smátt og smátt drægi úr styrk og ákafa alþýðuhreyfingarinnar, eftir að komið hefði verið til móts við grundvallarkröfur. Stjórnarvöldin hafa þannig verið að biða færis til að draga eitthvað aftur til sin, en afl hreyfingar- innar hefur engan veginn þorrið svo að tækifæri gæfist til að eyða árangrinum — enn sem komið er. Það er auðvitað ekki vafamál að stjórnarvöldin biða og munu nýta sér fyrsta tækifæri sem býðst, og eru sliks dæmin fyrr og siðar úr sögu kommún- ismans, en þrýstingurinn frá öðrum rikisstjórnum austurþarvex með hverri vikunni sem líður, enda telja þau kröfum fólksins einnig stefnt gegn sér svo sem eðlilegt er. Það væri glannaleg bjartsýni að halda þvi fram að pólska þjóðin hefði sigrað i þvi þjóðfrelsisstriði sem háð er um þessar mundir. Yfirvöldunum ligg- ur ekki svo mjög á að bregðast til varnar, en meira er i húfi en svo að þau gefist upp með öllu og þvi siður munu sovésk stjórnvöld sitja hjá aðgerða- laus ef þeim þykir horfa i ,,enn meira óefni” en þegar er orðið. Með visan til þeirrar reynslu sem varð hlutskipti Tékka er enn allt of snemmt að óska Pólverjum til hamingju eða telja að Rússar séu hættir tyftunar- aðgerðum i Austur-Evrópu. Nú er það ljóst að atburðirnir i Póllandi hafa vakið ákaflega mikla athygli um viða veröld. Ef marka má blaðaskrif hafa sósialistar viða um lönd fylgst með framvindunni i Póllandi og margir hverjir af miklum áhuga. En varla verður sagt að þetta eigi við islenska sósialista ef dæma skal eftir stjórnmálaályktun landsfundar Alþýðubandalags- ins sem haldinn var fyrir nokkru. Lengsti og ýtar- legasti kafli ályktunarinnar fjallar um eitthvað sem kallast „sjálfstæðismál” og „friðarmál” á tungu islenskra sósialista, og eftir þvi sem sagt hefur verið frá landsfundinum hélt Ólafur Ragnar Grimsson mikla framsöguræðu um þessi efni yfir fulltrúum á fundinum. í þessari ályktun vantar ekki venjulegar skammir um heimsvaldasinna, og þá auðvitað Bandarikjamenn. En þar er ekki minnst á Pól- land, stöðu mannréttinda i heiminum, hvað þá Af- ganistan. Slikt fellur sennilega ekki að „alþjóða- hyggju öreiganna” i Alþýðubandalaginu. JS 7f/y Balvanoi. ialerno' ■ ■ l ■■ | liiwa 9mmim ÍOOkm franhrkí - HAver iliANON ALdÉRlET Lieyew Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Afríka og Evrópa að færast saman Það var orsök jarðskjálftanna á ítalíu JARÐSKJÁLFTARNIR miklu á Suður-ttaliu á sunnu- dagskvöldiö var þykja styöja þá kenningu jaröfræöingsins Al- freds Wegener, aö Evrópa og Afríka séu aö færast saman, sem svarar 1-5 sentimetrum ár- lega. Þessi samþjöppun viröist ger- ast á belti, sem liggur frá Marokkó um Alsir og Túnis, þaöan yfir Sikiley til ttaliu, upp alla ttaliu aö Alpafjöllum, en þaöan noröan Adriahafs um Júgóslaviu til Grikklands. Áþessu belti hafa oröið mikiir jaröskjálftar á þessari öld. Þaö má til áréttingar nefna staöi eins og Agadir i Marokkó, El- Asnam i Alsir, Messina á Sikii- ey, Friula á Noröur-ttaliu og Skopje i Júgóslaviu. Samkvæmt kenningum Wegener er jörðin samansett af eins konar plötum, ef oröa mætti það þannig. Afrikuplatan sækirtil noröurs og ýtir sér und- ir Evrópuplötuna alla leiö til Alpafjalla og veldur þannig hækkun þeirra. Ekki er hraöinn talinn meiri en 1 - 5 sentimetr- ar á ári. Viö þetta skriö mynd- ast þrýstingur, sem veldur jarö- skjálftum. Svipað fyrirbæri á sér staö austan Miöjaröarhafs. bar sæk- irplatan, sem Li'banon hvilir á, til noröurs og ýtir þeirri tyrk- nesku til vesturs. Þaö er orsök jarðskjálftanna þar. ENN ER ekki endanlega ljóst, hversu mikiö manntjón hefur hlotizt af jaröskjálftunum á sunnudagskvöld. Þegar hefur talan 5000 veriö nefnd. Jarð- skjálftamir ollu miklu tjóni á óvenjulega stóru svæöi, þar sem eru mörg þorp og smábæir. Auk þess náöu þeir til borg- anna Napóli og Salerno, en urðu ekki sterkastir þar. Þó hrundu hús i Napóli, sem áttu að vera vönduö, m.a. niu hæöa sam- býlishús og fórust þar átta fjöl- skyldur. Það var lengi vel ekki ljóst, hversu mikiö manntjóniö var og er raunar ekki enn. Astæöan er sú, aö björgunarstarfiö hefur gengiö seint og veriö illa skipu- lagt. Taliö er, að það geti oröið rikisstjórninni aö falli, en innanri'kisráðherrann hefur þegar sagt af sér. Þaö er ekki nýtt, aö jarðskjálftar á ttaliu hafi pólitiskar afleiöingar sök- um sleifarlags hjá stjórnarvöld- um. Tiltölulega mest og eftir- minnilegast varð tjóniö i smá- bænum Balvano. Þar stóð yfir Uppdráttur, sem sýnir jarðskjálftasvæöiö, en jaröskjálftarnir uröu mestir í Campania og Basilicate. messugerö, þegar skjálftarnir uröu mestir, og hrundi mestöll kirkjan, nema turninn. A.m.k. sjötiu manns, aðallega konur og börn, fórust i kirkjunni. Þessir jaröskjálftar eru taldir aörir hinir mestu, sem oröiö hafa á Italiu á þessari öld. Þeirra varö vart um mestalla Evrópu, m.a. i Sviþjóö. Mestu jaröskjálftar á ttaliu á þessari öld urðu 1908, þegar borgin Messina á Sikiley fór i rúst. Ólýsanlegt hörmungarástand rikir nú á jarðskjálftasvæðinu, sem nær aö mestu til héraðanna Campania og Basilicate (sjá meöfylgjandi landabréf). Tugir þúsunda manna hafa slasazt meira og minna. Fjöldi þorpa er aö mestu leyti I rúst. Vafasamt er aö þau byggist öll áftur. Fréttamenn, sem hafa ferðazt um þetta svæöi, segja aö viöa sé þar aö sjá merki fyrri jarö- skjálfta. Þorp, sem hafa hrunið áöur fyrr, hafa ekki verið byggö upp aftur. Eftir standa þvi rústirnar einar. Mikill ótti rikir enn á jarö- skjálftasvæðinu. Napóli er sögð óþekkjanleg borg. Allt léttlyndi er horfiö, umferö er lítil á göt- um, og fólk reynir aö halda sig sem mest á þeim stöðum, sem taldir eru öruggastir. MESTU jarðskjálftar allra tima eru taldir jaröskjálftarnir i Shenzi iKina 1556. Gizkað hefur veriö á, að þá hafi farizt rúm- lega 800 þúsund manns. Mestu jaröskjálftar á þessari öld, eru taldir þessir: Kansu i Kina 1920. Manntjón 180 þúsund. Tókýó I Japan 1923. Manntjón 143 þúsund. Messina á Sikiley 1908. Mann- tjón 75 þúsund. Kansu i Kina 1932. Manntjón 70 þúsund. Quetta i Indlandi 1939. Mann- tjón 60 þúsund. Chillan i Chile 1939. Manntjön 30 þúsund. Agadir i Marokkó 1960. Mann- tjón 12.000. Árið 1976 varð mikiö mann- tjónvegna jaröskjálfta ITientsin i Kina, en opinberar tölur um manntjón hafa ekki veriö birtar. Tölur um manntjón hafa veriö nefndar allt frá hálfri milljón til einnar milljónar. Fyrr á þessu ári uröu miklir jaröskjálftar i El-Asnam I Alsir og fórust a.m.k. 3000 manns. TvRKier ZOO KM Hringirnir sýna þá staöi, þar sem jaröskjálftar hafa oröiö mestir viö Miöjaröarhaf slöustu árin. Jarö- skjálftabeltiö nær frá Marokkó, um Alstr, Sikiley og ttaliu til Alpafjalla, en þaöan til Júgósiaviu og Grikklands.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.