Tíminn - 10.12.1980, Síða 5

Tíminn - 10.12.1980, Síða 5
Miðvikudagur 10. desember 1980. 5 150 ára afmæli Landspítalans! minnst á margvislegan hátt BSt — Landspítalinn á 50 ára afmæli 20. desember n.k., en þá er liðin hálf öld frá þvi fyrsti sjúklingur- inn var lagður inn á 0 spítalann. Afmælisins i verður minnst á margvís- legan hátt, m.a. gefið út I frimerki með mynd af I Landspitalanum teiknað | af Þresti Magnússyni. £ í fyrstu voru aðeins 3 deildir við spítalann: röntgendeild, lyf- lækningadeild og hand- lækningadeild en hluti hennar var einnig ætlaður sængurkonum. Nú eru • deildirnar 12 og sjúkra- rúmum hefur fjölgað úr 92 i rúmlega 530. Einnig hafa fjölmargar þjón- ustudeildir tekið til starfa, þ.á.m. göngu- • deildir. Bætt tækni betri lyf og ný viðhorf í lækningum hafa stytt meðallegutíma sjúklinga þannig að sifellt fleiri I geta notið þjónustu Land- # spítalans. Föstudaginn 12. desember verður haldin ráðstefna i Há- skólabiói um efnið Landspital- inn til aldamóta. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 og stendur til kl. 15.15. Eftir ráðstefnuna verður # móttaka i matsal Landspitalans ■ fyrir ráðstefnugesti og starfs- fólk spitalans, og laugardags- kvöldið 13. des. gengst starfs- mannaráð Landspitalans fyrir kvöldskemmtun að Hótel Sögu. í byrjun næsta árs kemur út 0 Landspitalabókin sem lýsir _ sögu og þróun Landspitalans undanfarin 50 ár. Gunnar M. Magnúss rithöfundur hefur tek- ið saman efnið en fjölmargir aðilar hafa lagt hönd á plóginn við gerð bókarinnar. 1 tilefni afmælisins er jafn- framt áformað að bjóða þeirr. einstaklingum sem áhuga hafa að heimsækja og skoða spital- ann dagana 27 og 28 desember á milli kl. 14 og 16. Þeir sem hafa áhuga á að skoða spitalann vin- samlega tilkynni þátttöku til hjúkrunarforstjóra i sima 29000. Læknaráð Landspítalans. Sifellt bætast við byggingar á Landspitalalóðinni. HERERBOKIN! SVRPA II úr handritum Gísla Konráðssonar cr safn skemmtilegra sagnaþátta. Fyrra bindi Syrpu, þjóðsögurnar, sem út kom í fyrra, hlaut hinar beztu móttökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda, og var það að vonum. Sagnaþættir Gísla eru ekki síður merkir eða skemmtilegir. FRÁ YSTU NESJUM cftir Gils Guðmundsson ÆVIÞÆTTIR AUSTFIRÐINGS eftir Eirík Sigurðsson SKUGGSJA er ekki ævisaga í venjulegri merkingu þess orðs, en stiklað er á veigamestu atburðum í ævi hins merka skólamanns og bindindisfrömuðar og sagt frá fjölda manna, sem margir hverjir höfðu sterk áhrif á lífsviðhorf hans og lífsstefnu. Hlýhugur og hrifning á æskustöðvunum og samúð og virðing fyrir samferðamönnum mótar alla frásögn. BÓKABÚD OUVERS STEINS SE er safn vinsælla vestfirzkra þátta og kennir þar margra grasa. Sagt er frá Hans Ellefsen og hvalveiðistöðinni á Sólbakka, þættir eru af afreksmönnum og atkvæðamönnum, sérkennilegu fólki og fornu í lund og víða er slegið á léttari strengi óg gamansöm atvik færð í letur, en í öðrum þáttum greinir frá örlagaríkum og válegum tíðindum. Lengsti þáttur bókarinnar er um Holt í Önundarfirði og Holtspresta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.