Tíminn - 10.12.1980, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 1«. desember 1980.
Fischer Price
Skólar - Bensinstöðvar
Brúðuhús - Bóndabær
Bilar ofl. ofl.
MatchBox
ilabrautir
Leikfangahúsiö
Skólavörðustig 10,
Simi 14806
Póstsendum
Frá happdrætti
Framsóknarflokksins
Dregið verður í happdrættinu
á Þorláksmessu
Drætti ekki frestað
Þeir sem íengið hafa heimsenda miða og
eiga eftir að gera skil eru vinsamlega
beðnir að gera það við fyrsta tækifæri.
Samkvæmt giróseðlum má greiða miðana
i hvaða peningastofnun eða pósthúsi sem
næst er, eða koma greiðslu til skrifstofu
happdrættisins að Rauðarárstig 18,
Reykjavik.
Bóka- & rítfangaverz/un
Háaleitisbraut 68
Sími 8-42-40
Tryggvi Pálsson á Akureyri:
VAXTADÆMIÐ
GENGUR EKKI
LENGUR UPP
Búið að bregða fæti fyrir húsbyggjendur með núverandi
vaxtastefnu og fólk upp til hópa að springa á öllu saman
HEI —„Ég álit það alls ekki rétt,
að ibúðamarkaðurinn hérá Akur-
eyri sé fullmettur. Þvert á móti er
greinileg vöntun, þvi mikið er
spurt eftir húsnæði”, svaraði
Tryggvi Pálsson, framkvæmda-
stjóri Smára á Akureyri. Hann
var spurður vegna þess aö fram-
ámenn i byggingariðnaði hér
sunnanlands höfðu haldið þessu
fram i samtali við Timann og lát-
ið fylgja með, að um 100 ibúðir
stæðu nú tómar á Akureyri, þar af
margar i byggingu.eða nýbyggð-
ar sem ekki seldust.
Tryggvi taldi það einnig al-
rangt að ibúðir standi þar tómar,
nema þá ibúðir að hruni komnar
sem eigi að rifa af heilsuspillandi
orsökum. Hinsvegar væru ibúðir i
byggingu sem ekki hafi selst enn-
þá.
3,4 um hverja ibúð á Ak-
ureyri en2,7 i Reykjavik
Tryggvi sagði þó vitað, að 3,4
einstaklingar væru núna á hverja
ibúð á Akureyri, en til saman-
burðar munu það ekki vera nema
um 2,7 einstaklingar á hverja
ibúð i Reykjavik.
„Málið er bara það ', sagði
hann, „að þegar fólk fer að leggja
niður fyrir sér greiðslurnar af
ibúðunum, þá gengur dæmið ein-
faldlega ekki upp. Það er hrein-
lega búið að bregða fæti fyrir hús-
byggendur með núverandi vaxta-
stefnu. Fólk ræöurekki lengur við
að greiða af þeim lánum sem það
verður að taka til viðbótar hús-
næðisstjórnar- og lifeyrissjóðs-
lánunum þegar vextirnir hafa
hækkað um helming á stuttum
tima. Það þarf orðið svo miklar
tekjur til þess að ráða við að
skulda eitthvað að ráði. Og frá-
leitt sé að álita, að fólk þurfi ekki
almennt að skulda svona 50-60%
af kaupverðinu til aö byrja með
a.m.k.”
Lengri lánstimi á verð-
tryggðu lánin nauðsyn-
legur
Tryggvi sagði ástandiö svipað
hjá einstaklingum, sem alltaf hafi
byggt mikið af einbýlishúsum á
Akureyri, en réðu nú ekki við það
lengur. Úthlutaðar lóðir stæðu
margar auöar. Sumir hafi fariö af
stað og séu nú með grunn eða
jafnvel fokhelt. Þetta væri nú til
sölu meira og minna, þvi fólk
væri upp til hópa að springa á öllu
saman. Það væri þvi mjög brýnt
að breyta núverandi lánakerfi.
Tryggvi var þó ekki alfarið á
móti verðtryggingunni. Það væri
einfaldlega fáránlegt að verð-
tryggð lán séu aðeins til 4-6 ára.
Þau þurfi að vera til 10-15 ára til
þess að fólk ráði við að borga þau,
en siðan þyrfti að lækka vextina á
styttri lánunum. Hver maður á að
geta séð i hendi sér, að fjölskylda
með kannski um 8 milljóna árs-
laun gæti ekki velt á undan sér
margra milljóna vaxtaaukaláni.
Þeir sem stjórna miða
allt við sjálfa sig
„Vandinn er bara sá’’ sagði
Tryggvi, „að þeir aðilar sem
stjórna þessu, halda aö meirihluti
þjóðarinnar sé með tekjur á bil-
inu 10-15 milljónir á ári. Þeir
miða allt við sjálfa sig og halda aö
það sé ekkert afbrigðilegt. Þeir
gera sér þvi ekki grein fyrir, og
vilja ekki lesa skýrslur, sem sýna
að meðaltekjur t.d. i ákveðnum
iðngreinum, þar sem fjölmenn-
ustu starfshóparnir eru, eru bara
ekki hærri en 6-8 milljónir á ári”.
Það kom fram hjá Tryggva, að
á s.l. ári voru 5 byggingaverktak-
ar sem byggðu fjölbýlishús á Ak-
ureyri og siðan fleiri sem byggðu
rað- og einbýlishús.
Þessir fimm aöilar hafi selt um
og yfir 100 ibúðir árlega að und-
anförnu. í ár hafi aftur á móti að-
eins 3 af þessum 5 hafið byggingu
samtals 46 ibúða og um mánaða-
mótin okt./nóv. hafi aðeins verið
búið að selja 32 af þeim. Miðað við
ibúafjölgunina á Akureyri láti
hinsvegar nærri að bæta þurfi við
um 100-130 ibúðum á ári.
Byggingarmenn sjá
fram á stórkostlegt at-
vinnuleysi
Tryggvi sagði ljóst af framan-
sögðu, að atvinnuútlitið sé mjög
dökkt hjá byggingamönnum á
Akureyri, þar sem ibúðabygging-
ar hafi til þessa verið um 60—70%
af byggingariðnaðinum. Sum
fyrirtækin hafi þegar sagt upp
allri eftirvinnu og ekkert virtist
framundan þegar lokið væri þeim
verkefnum sem nú eru i gangi.
„Byggingamenn a.m.k. sæju
þvi fram á stórkostlegt atvinnu-
leysi. Og þegar það fólk, sem búið
er að spenna bogann hátt missir
þó ekki sé nema eftirvinnu, eða
getur ekki lengur gengiö i tvö
verk, þótt ekki sé nú talað um aö
það missti alveg vinnuna, þá
gengi dæmiö bara ekki upp leng-
ur”, sagði Tryggvi.
Tónverk Skúla Halldórssonar:
Komin út á plötu í Finnlandi
KL — Komin er út i Finnlandi
hljómplata með 20 lögum Skúla
Halldórssonar, sem hann leikur
sjálfur á pianó. Er þetta i fyrsta
skipti, sem plata með islenskum
verkum er gefin út i Finnlandi.
Aðdragandi að þessari sér-
stæðu plötuútgáfu er sá, að
finnska tónskáldið Raxuna Leht-
inen (höfundur lagsins Jenka) og
kona hans Anja kynntust Skúla og
tónlist hans fyrr á þessu ári og
sýndu þegar mikinn áhuga á þvi,
að hljómp 1 ötuútgáfufyrirtæki i
eigu þeirra fengi kost á að gefa út
plötu i Finnlandi með lögum
Skúla. Skúli hófst þegar handa
með aö útsetja 20 sönglög, sem
hann þegar hafði samið, fyrir
pianó. Hefur finnska útgáfufyrir-
tækið með samningi fengið öll
réttindi á þessum verkum Skúla
hvar sem er i heiminum, nema
tslandi. Annað finnskt fyrirtæki
mun i vor gefa út nótnahefti með
þessum 20 lögum og fylgja text-
arnir með á 3 tungumálum.
Platan kom siðan út i Finnlandi
27. nóv. sl. og var fylgt úr hlaöi
með mikilli móttöku fyrir út-
varps- og sjónvarpsfólk, blaða-
menn, listamenn og gagnrýnend-
ur, Skúli Halldórsson og kona
hans Steinunn voru viðstödd og
var platan kynnt þar við góðar
viðtökur.
Fálkinn hefur tekið að sér sölu
á plötunni hér á landi en á is-
lensku ber hún heitið „ Sögueyj-
an, hljómar frá Islandi”.
Skúli Halldórsson tónskáld heldur hér á nýju plötunni sinni, sem komin
er út i Finnlandi. Simon Þórðarson, hinn ættgöfugi heimilisköttur, litur
stoltur I kringum sig og viröist álita, aöhann sjálfur eigi ekki litinn hlut
i þessari nýju plötu.
( Timamynd GE)