Tíminn - 10.12.1980, Side 11

Tíminn - 10.12.1980, Side 11
Miðvikudagur 10. desember 1980. Miðvikudagur 10. desember 1980. .11 Bítillinn John Lennon myrtur: SKEIÐ Á ENDA RUNNIÐ Juhn Lennon, tónlistarmaður- inn kunni, einn hinna frægu Bitla, var myrtur fyrir utan heimili sitt i New York i fyrra- dag. Atburður þessi mun hafa átt sér staö um kl. 22 að staðar- tima.Lennon var að koma heim úr upptökustúdiói, ásamt konu sinni Yoko Ono, þegar maður á þritugsaldri vatt sér að þeim og skaut sjö skotum og munu a.m.k. tvö þeirra hafa hæft Lennon. Hann var i skyndingu fluttur á Roosvelt-sjúkrahúsið i New York, en honum varð ekki bjargað. Morðinginn hefur verið hand- tekinn og er sagt að hann hafi verið leiddur á braut meö bros á vör. Talið er að hann sé ekki heill á geðsmunum og að sögn lögreglunnar i New York er þetta ræfill, sem mun hafa haft i hótunum við Lennon undan- farna daga. Engin ástæöa hefur verið gefin fyrir þessari fólskulegu árás. Fréttin hefur vakið mikinn óhug I Bandarikj- unum og um allan heim, þvi John Lennon var mjög virtur og dáður tónlistarmaður. Nýlega orðinn fertugur þegar hann lést. John Lennon var fæddur 9. október 1940 og var þvi nýlega orðinn fertugur þegar hann lést. Hann var, sem kunnugt er, einn af stofnendum ,,The Beatles” ásamt Paul McCartney. betta varárið 1956 og segja má að það sem á eftir kom sé þáttur i ver- aldarsögunni. Þeir Lennon og McCartney mynduðu, án efa eitt besta lagasmiða-par sem nokkurn tima hefur starfað saman á þessu tónlistarsviði. Allt frá fyrstu vinsælu plötu þeirra félaga, „Love Me Do,” þar til þeirhættu samstarfi árið 1970 þá voru þeir sifellt að búa til hit-lög og er talið að „The Beatles” hafi átt i Bandarikjun- um einum saman um 30-40 vin- sælar plötur sem seldust i yfir milljónum eintaka (urðu gull- plötur). Áhrif Bitlanna voru ekki aðeins á tónlistarsviðinu, heldur höfðu þeir áhrif á allan lifsstil ungs fólks á þessum tima. Þeim er tileinkað siða hárið og margt annað sem kom upp á þessum tima. Þó eru áhrif þeirra á popptónlist án efa lang- mikilvægust og er vist óhætt að segja að engin önnur hljóm- sveit eða einstaklingur hefur haft jafnmikil áhrif og þeir höfðu. 1 fyrstu voru lög þeirra einföld og létt rokklög og inni- hald þeirra var ekki talið merkilegt hvað textagerð snerti. En smátt og smátt þróuðust þeir frá þessum „bop- bop-sha-do wop” stil . yfir i margar gerðir af fallegum ball- öðum, ástarsöngvum og siðast en .'kki sist texta sem fjölluðu um þjóðfélagsleg vandamál. Um leið og þetta átti sér staö þróaðist tónlist þeirra einnig og útsetningar urðu vandaðri og allur flutningur á efninu. Hápunkti sinum hafa þeirsenni- lega náð með plötunni „Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band” og hún hefur hvað mest- an þátt átt i' þvi að staðfesta þá sem listamenn. Yoko haföi gífurleg áhrif á John. Sem einn af stofnendum hljómsveitarinnar og aðaldrif- fjöður hennar bar ávallt mikið á John Lennon. Hann var af, það sem Bretar jafnan kalla „middle class” stétt. Hegðun hans og látbragð gaf i skyn mjög sjálfstæðan einstakling sem hafði skoðanir á öllu og var nok sama hvað aðrir héldu um hann. Mörg af tilsvörum hans voru hreinustu gullkorn og má sem dæmi nefna að eitt sinn er „The Beatles” voru að leika fyrir drottningu Bretlands i Royal Albert Hall, þá sagði Lennon: „biðsem sitjið í ódýrri sætunum, klappið höndunum,. Þið sem sitjið i þeim dýrari, hristið skartgripina”. Og af öðru tilefni „People think the Beatles know what’s going on. We don’t. We’re just doing it.” Hann var löngum þeirra óstýr- látastur og það átti vel við hann að fara i tónleikaferðalög. Þess vegnagerðisthannleiður þegar Bitlarnir hættu að fara i tón- leikaferðalög. Það hallaði raunar aldrei undan fæti hjá Bitlunum, þeir bara hættu að geta starfað saman. Sami „standard” hélst hjá þeim allt til hins siðasta og aldrei voru þeir uppiskroppa með hugmyndir sem sést best á þvi, að eitt af siðustu vinsælum lögum þeirra var „Something” eftir Georg Harrison, sem hafði ekki haft tækifæri til að njóta sin fram að þessu. Eftir að „The Beatles” voru lagðir niður héldu þeir hver i sina áttina. Á siðustu árum samstarfs þeirra Pauls og John bar á töluverðri streitu milli þeirra vegna þess að John hafði tekið saman við japanska konu að nafni Yoko Ono. Hún átti eftir að hafa gifurleg áhrif á John Lennon. Ekki aðeins sem eiginkona og vinur heldur einnig tónlistarlega séð. Þau tvö hrundu af stað friðarhreyfingu oglétuekkerttækifæriónotað til að hvetja fólk til að lifa saman i sátt og samlyndi. A þessum árum komu fram lög eins og „Give Peace a Chance” „We shall overcome” „Happ X-mas, War is over”. Til þess að leggja aukna áherslu á þetta baráttumál sitt stóöu þau fyrir alls konar uppákomum, t.d. lögðust þau i rúmið i heila viku. Þau voru óþreytandi við að berjast gegn óréttlætinu i heiminum og létu sig varða hin ólikustu vandamál. Kúgun kon- unnar „Woman is the Nigger of the World”, vandamálið i Norður-lrlandi „The Luck of the Irish” og fleira i þessum dúr. Baráttan um dvalarleyfiö i USA. John var afkastamikill fyrstu árin eftir skilnaðinn við Bitlana og gaf út þó nokkrar plötur sem sýndu það og sönnuðu að hann var listamaður af hæstu gráðu og að hann hafði auk þess sitt- hvað að segja heiminum. John stóð á sinum tima i miklu striði við yfirvöld i Bandarikjunum. Hann sótti um að fá dvalarleyfi, en þau vildu ekki veita honum það vegna þess að hann hafði einhvern timan verið tekinn með eiturlyf i fórum sinum. Loks eftir fjögurra ára baráttu tókst honum það og honum var veitt dvalarleyfi. Þetta var árið 1975 og þá lét hann sig svo að segja hverfa. Þau hjónin skiptu um hlutverk. Hann skyldi vera heima og sinna ungum syni þeirra, Sean, á meðan hún sæi um fjármál þeirra hjóna. Þannig gekk lifið sinn vanagang i fimm ár eða þar til þau ákváðu að gefa út plötu þá sem nú er nýkomin á markaðinn. Hún ber heitið „Double Fantasy” og hefur að geyma jafnmörg lög eftir hvort þeirra hjóna. Undirtitill plötunnar er „A heart play” og er það viðeig- andi þvi að á þessari plötu er að finna ástarjátningar þeirra hvors i annars garð og til sonar þeirra. Ekki fékk John að njóta ávaxta af þessu samstarfi þeirra hjóna nema i stuttan tima þvi örlögin gripu inn i. Tónlist Lennons mun ekki gleymast. Friðarsinninn John Lennon féll fyrir vopni. Alla sina ævi barðist hann gegn ofbeldi og ó- réttlæti. Sú lifsskoðun hans kom vel fram i þeim orðum sem hann lét hafa eftir sér er hann og hinir Bitlarnir fengu orðu hjá Bretadrottningu.: „Allt það fólk sem kvartaði yfir þvi að við hefðum fengið þessa orðu fékk sina orðu fyrir hugrekki i striði — fyrir að drepa fólk. Við feng- um okkar fyrir að skemmta öðru fólki. Ég held þvi fram að við áttum hana betur skilið, ertu ekki sammála?”. Framhald á bls. 19. Bitlarnir stiga sin fyrstú skrel Hollandi og öðrum Evrópulönd- am. „Frumstæðar” fisk- veiðar arðbærar? Það er ávallt mikiö skrifaö i erlend blöð um nýjungar og nýja véltækni I fiskiveiöum og fiskiðnaði. Minna er rætt um „frumstæðar” veiðiaðferðir, sem þó skipta verulegu máli i baráttunni gegn hungri i heim- inum. Fátækar þjóðir geta ekki keypt sjávarafurðir frá fiskiðn- rikjunum. Afurðirnar eru of dýrarog ekkier til aðstaða til að dreifa eða geyma niöurlagðar, eða frystar sjávarafuröir. Það verður þvi að leysa prótein- vandamálin með öðrum hætti. Nú eru menn farnir aö lita öðrum augum á „frumstæöar” veiðiaðferðir og freistast til þess að þróa þær og gera þær arðbærari. Kosturinn viö þessar veiðiaðferðir er m.a. sá að Hfrikið við strendurnar er ekki i þeim háska, sem háþróuð 'veiði- tæki geta valdið. Hin einföldu tæki vernda gegn rányrkju og röskun i lifrikinu. Vaxandi fólksfjölgun i þró- unarlöndunum kallar þó á aukna fæðuöflun úr hafinu, og margháttaöar hugmyndir eru i gangi um það hvernig leysa megi vandann. Það er mótsagnakennt t.d. I meira lagi, aö meðan útflutn- ingur á rækju frá Indlandi er mjög arðbær atvinnugrein, þá þjást milljónir manna þar af hungri, þvi efnahagurinn leyfir ekki fiskkaup frá fjármagns- frekum fiskiönaði Indlands. Rækjan fer þvi, ásamt öðrum fiski, á yfirhlaðið matborð iðn- rikjanna i Evrópu og Ameriku. Alþjóðastofnanir leita þvf stöðugt nýrra leiða til að nýta gæöi sjávarins með litlum til- kostnaði, þannig að unnt sé að seöja hungur milljóna manna, sem aldrei hefði ráð á að kaupa togarafisk, eöa flök fró frysti- húsum. JG. Hollend- Afrikubúi meðfrumstætt netsitt. Þótt ekki sé veiðitæki hans merkilegt á Islenska vlsu, er þessi fiskimaður þó öflugri liðsmaður I baráttunni gegn hungri en „sto’ru” fiskveiðiþjóðirnar, sem ráöa yfir nýtisku skipum og fiskiðjuverum. Hollenskur dragnótabátur heldur til veiöa. Þetta er einn af sex togbátum sem Hollendingar hafa breytt I dragnótabáta, til þess aöspara oliuvörur. ingar f ara aftur á dragnót Svo viröist sem þróun fisk- veiðimála, ef hafréttarmál eru undanskilin, beinist I þá átt að draga sem mest úr orkufrekum fiskveiðum. Togveiöar eru dýr- ar og þrengt hefur verið aö veið- um úthafstogara, og á þeim miðum er standa til boða í Evrópu, er naumast nægan afla að fá. Fiskimenn og útgerðarmenn gera félagslegar kröfur vilja fá ódýrara eldsneyti, eöa niður- greitt, en yfirvöld eru treg. Hætta togveiðum og fara á dragnót. Nýlega var frá þvi skýrt, aö hollenskir bátaútgerðarmenn væru að breyta togbátum i dragnótabáta og fengu þeir fjárstyrk frá yfirvöldum vegna þess arna. Alls munu sex bátar ný fara á dragnót, en þeir voru áður „siðutogarar.” Er þetta gert vegna oliu- kreppunnar, enmun minni olia fer til dragnótaveiða en tog- veiöa. Dragnótaveiðar eru þó ekki algjör nýjung I Hollandi, þvi hollenskir dragnótabátar voru til fyrir siðari heimstyrjöldina. Þessirbátarsem nú hefja drag- nótaveiöar eru mjög vel búnir, þannig að aðeins 3 manna áhöfn er á bátunum. Dragreipavindurnar eru smiöaðar I Danmörku, þar sem þessi veiðiaöferð er og hefur verið i fullu gildi, en auk þess eru önnur hjálpartæki, sem áð- ur voru óþekkt á dragnótaveið- um, svo sem vökvadrifinn krani og kraftblökk. Dragnótin er ekki sérlega vel liðiö veiðarfæri á tslandsmið- um, en fróölegt væri að vita, hvort þessi breyttu viðhorf, gætu ekki haft þýöingu hér viö land, þar eð útgerðin hér á ekki við minnioliuvanda að etja, en i Skortur á svfna- kjöti og eggj- um fyrir jól? AB — Eins og fram hefur koinið I fréttum siðustu daga þá blasir við að svinakjöt sc á þrotum á markaðnuin og Utlit er fyrir að ekki takist að fullnægja eftir- spurn fyrir jólahátiðina. Þá vofir einnig yi'ir skortur á eggjum og hefur verð þeirra að undanförnu stórhækkað m.a. vegna fóðurbætisskattsins. Þar spilar einnig inn i minnkað fram- boð á eggjum og þaö að margir virðast hamstra egg nú i jóla- mánuðinum. Þetta og margt fleira kom fram i kynnisferð sem Verslunarráð Is- lands bauð fréttamönnum til i gær. Heimsóti var svi'nabú Krist- ins Sveinssonar að Hamri i Mos- fellssveit, svo og aliíuglaslátur- hús Isfugls i Mosfellssveit og að lokum hænsnabúiö að Vallá, Kjalarnesi. Nánar verður greint frá ferð þessari i blaðinu á morgun. Flúormagn í heyi meira en talið hafði verið. „Ætti ekki að koma að sök” segir Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir „Mælingar á flúormagni i bein- um Ur sláturlömbum af öskufalls- svæðunum, sem tekin voru til rannsóknar i liaust, sýna að bein- in hafa tekið til sin verulegt flúor- magn á öskumenguðu landi. Bú- ast má við, að eitthvað muni bera á tannskemmdum i skepnum sem eru að taka Ut vöxt á þessum svæðu m. Áriðandi er að tryggja öllu búfé á öskufallssvæðinu næga stein- efnagjöf i vetur. Komið hefur i ljós, að verulegt öskumagn hefur borist i hlöður með öskumenguðu heyi. Flúor- magn i sliku heyi er svo hátt, að varastber aðgefa þaö ungviöi, og helst ætti ekki að fóðra annað bú- fé á þvi eingöngu.” Svosegir i fréttatilkynningu frá samstarfsnefnd rannsóknastofn- ana um ílúormælingar vegna Heklugoss i ágúst i sumar. Vegna þessarar fréttar sneri Timinn sér til Páls Agnars Páls- sonar yfirdýralæknis og spurði hann hvaða áhrif f lúormagn þetta i heyi gæti haft á sauðfénaðinn. „Það sem hefur gerst þarna á þessu svæði fyrir norðan er að miklu meira magn af ösku hefur fylgt heyinu inn i hlöðurnar en við bjuggumst við. Þvi gerist það að þegar heyin eru mæld núna þá koma út miklu hærri gildi en gerðist við mælingar i sumar og haust. En sem betur fer er það aðeins hluti heysins á þessum svæðum sem svona er ástatt um. A flestum stöðum verður hægt að Framhald á bls. 19. Islensk-ameriska félagið gefur út blað: GDSTDR” 1. tölublað 1. árg. gefið út i Los Angeles 22. nóv. s.l. BSt — Blað með Islenska nafninu „Gustur” var gefið Ut laugardag- inn 22. nóvember sl. i Los Ange- les. Undir fyrirsögninni segir að þetta sé eina isienska dagblaðið sem sé prentað I Bandarikjunum (þaðer reyndar prentað á ensku) siðan segir: lst Edition (1. Ut- gáfa) Number 1. (nr. 1) I blaðhausnum segir að Gust- ur komi út ársfjórðungslega og sé gefið út af lslensk-ameriska félaginu I Los Angeles i Kali- forniu. Ritst jóri blaðsins er Jakob Magnússon, gjaldkeri Sigurjón Sighvatsson og einnig standa að útgáfu blaðsins, þeir Valdimar Hrafnsson, Sveinn Thordarson og Vilhjálmur Egilson. Ýmsar fréttir i stuttu máli frá íslandi eru i blaðinu og sagt er frá félagslifi i Islensk-ameriska félaginu og frá hátiðum á vegum þess. Nokkrar myndir eru i blaðinu, þar á meðal mynd frá keppninni um „Ungfrú Holly- wood” i Reykjavik og mynd frá 17. júni-hátiðarhöldum i Kali- forniu. «!»m* mtsnuí*tm kntfkmtiíe öf<S€>hic Motnw Cc~Art aoitetty ním Wt-u íb LJL >*** ■#*> ■» *)» : »f »» *. iS»f. ix&S^Msííí'. íXSUc'.CWKx'jgw >*■■• y/. * ■&. : : ( rl* X<x-:S(.v5 Á forsíðu er mynd sem tekin er á Austurvelli I Reykjavik. ,,Jólin koma". Myndina tók Anna Björnsdóttir og sést þar fólk sem dansar i kring um jólatréð á Austurvelli klukkan 3 um nótt eftir að hafa ver- iðaðskemmta sér á Hótel Borg,sem séstibaksýn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.