Tíminn - 23.12.1980, Qupperneq 3
Þriöjudagur 23. desember 1980
3
Leikfélag Reykjavíkur
Frumflytur
ÓTEMJDNA
eftir Shakespeare
BSt — Leikfélag Reykja-
víkur er um þessar mundir
að æfa gamanleikinn
ÓTEMJUNA (The Taming
of the Shrew) eftir Shake-
speare. Hér verður um að
ræða frumflutning á þessu
leikriti á íslensku leiksviði,
en það hefur verið með
vinsælli gamanleikjum
höfundar og sama gilti um
kvikmynd sem gerð var
eftir leikritinu, en þar léku
aðalhlutverkin Elizabeth
Taylorog Richard Burton.
Þórhildur Þorleifsdóttir
er leikstjóri, en leikmynd
um miðjan janúar
gerir Steinþór Sigurðsson.
Una Collins sér um bún-
inga.
í aðalhlutverkunum eru
Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir og Þorsteinn Gunn-
arsson. Þau leika Katrínu
og Petruccio, en sam-
búðarvandræði þeirra
hjóna er aðalefni leiksins,
og hvernig honum gengur
að temja eiginkonu sína til
hlýðni við sig, eins og hann
hélt að tilhlýðilegt væri.
Frumsýning á ÓTEMJ-
UNNI er fyrirhuguð um
miðjan janúar.
og kóngsdóttirin, en hiin er leikin af Sólveigu Halldórs-
dóttur.
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ
SÝNIR Á SUNNUDAG
„Kóngsdótturina sem kunni ekki
að tala” i 13. sinn
BST — Sunnudaginn 28.
des. kl. 15.00 sýnir Alþýðu-
leikhúsið i Lindarbæ
finnska barnaleikritið
„Kóngsdótturina sem
kunni ekki að tala". Þetta
er 13. sýning leikritsins, en
höfundur þess er Christina
Anderson og þýðandi og
leikstjóri er Þórunn
Sigurðardóttir. Leikmynd
og búninga gerði Guðrún
Auðunsdóttir. Aðsókn að
leikritinu hefur verið mjög
góð.
Frá æfingu á ÓTEMJUNNI. Fyrir miöju er Lilja Guörún I hlutverki Katrlnar og Jón Sigurbjörnsson,
' fjær sjást Hanna Maria Karlsdóttir og Lilja Þórisdóttir.
JÓLASÝNINGAR LR
Grettir — Rommí — Ofvitinn
BSt — Þriöja I jólum, laugardags-
kvöldiö 27. des. sýnir Leikfélag
Reykjavikur söngieikinn
GRETTI. Veröur þaö svokölluö
miönætursýning.
Höfundar þessa nýja söngleiks
eru þeir Egill ólafsson, Ólafur
Haukur Simonarson og Þórarinn
Eldjárn. Leikurinn hefur hlotiö
prýðisgóöar viðtökur. Kjartan
Ragnarsson fer með titilhlut-
verkið. Foreldra hans leika Jón
Sigurbjörnsson og Sigurveig
Jónsdóttir. Margir fleiri leikarar
koma fram og fjöldi söngvara og
dansara, og hljóðfæraleikur er i
höndum Þursaflokksins.
Höfundur dansa er Þórhildur
Þorleifsdóttir og leikstjóri er
Stefán Baldursson.
ROMMI eftir D. Coburn hefur
náð miklum vinsældum i haust.
Höfundurinn hlaut Pulitzer-verð-
launin 1978fyrir þetta verk og það
var valið besta nýja leikritið það
ár.
Gisli Halldörsson og Sigriður
Hagalin fara á kostum i hlut-
verkum sinum, en þau leika þar
tvær aldraöar manneskjur á elli-
heimili og gengur á ýmsu i þeirra
samskiptum, og áhorfendur
fylgjast meö af áhuga og virðast
skemmta sér hið besta.
Rommi verður sýnt I Iðnó
laugardagskvöldið 27. des. kl.
20.30.
OFVITINN eftir Þórberg i leik-
gerö Kjartans Ragnarssonar
veröur sýndur I 125. skipti aö
kvöldi annars dags jóla i Iðnó.
Verkiö hefur nú verið sýnt á
annað leikár og ekkert lát virðist
á vinsældum þess.
Kjartan hefur hlotiö mikið lof
fyrir leikgerð sina og hann er
einnig leikstjóri.
Jón Hjartarson leikur meist-
arann Þdrberg, en Emil Gunnar
Guðmundsson leikur hann á unga
aldri. Atli Heimir Sveinsson hefur
samið tónlist viö verkið.
Kvenréttindafélag tslands
minnir Alþýöusamband tslands á
þaö, aö nú er hálfnaöur kvenna-
áratugur Sameinuöu þjóöanna,
sem ætlaö er aö vinna aö
réttindamálum og auknum áhrif-
um kvenna um heim allan.
Innan Alþýðusambands tslands
eru konur tæplega helmingur
félagsmanna. A nýafstöönu ASÍ-
þingi geröist það hins vegar, að
konum i miðstjórn Alþýðusam-
bandsins fækkaöi um þriöjung.
Stjörn Kvenréttindafélagsins
lýsir undrun sinni og vanþóknun á
þessu. Það er yfirlýst markmið
stjdrnvalda á Islandi að vinna að
jafnrétti kynjanna i reynd. Al-
þýðusambandi íslands sem
stærstu launþegahreyfingu I
landinu ber skylda til aö viröa
þessi markmið og framfylgja
þeim I hvivetna.
Hallgrimur Sigurösson
Samvinnutrygginga*
félögin:
Galleri Suðurgata 7
sýnir I Kaupmannahöfn
Laugardaginn 6. desember opri- myndiistarsýning á verkum aö-
aöi I Galleri 38, Kanal 2 i Khöfn Framhald á bls. 18
Hvaða hliómplötur
seljast best?
— Björgvin og Ragnhildur, Vilhjálmur, Bessi, Gunnar Þórðarson og Katla Marla
AM — t gær hringdi Tlminn I
tvær hljómplötuverslanir Skif-
una á Laugavegi og Fálkann og
spuröi hvcrnig plötusalan gengi.
Á báöum stööunum létu menn
vel af sölunni, enda fullyrti Jón
Ólafsson, eigandi Skífunnar, aö
veröiö á islensku plötunum,
12.900 krónur væri mjög hag-
stætt og er nokkuð til i þvi.
Þær af Islenskum hljómplöt-
um, sem best hafa selst nú i
desember, sagöi Jón vera plötu
Björgvins og Ragnhildar,
„Dagar og nætur,” plötuna
„Manni” með Vilhjálmi
Vilhjálmssyni, plötu Bessa
Bjarnasonar, og plötu Kötlu
Mariu. Þau eintök seir) Skifan
fékk af plötu John Lennon seld-
ust upp á svipstundu og var Jón
ekki i vafa um aö hægöarleikur
væri að selja svo sem 5000
eintök af henni á svipstundu, ef
hún væri til, en hún hefur verið
ófáanleg ytra. Þá hafa plötur
meö Police og Barböru Streis-
and selst mikið. Annars sagði
Jón að salan væri jafnari nú og
„topparnir” ekki eins áberandi
og oft áður.
Hjá Fálkanum eru það plöt-
urnar „A hátiðarstund” með
Gunnari Þórðarsyni, Katla
María, Bessi Bjarnason og
Utangarösmenn, sem mest
viröast seljast nú i desember, aö
sögn Björns Valdimarssonar,
verslunarstjóra i hljómplötu-
deild. Salan byrjaði þegar upp
úr mánaðamótum, þegar fólk
fór að hugsa til vina og kunn-
ingja erlendis og hefur aukist
jafnt og þétt alveg siðan enda
mikiö komið af nýjumplötum.
Sagði Björn að meira að segja
nú í dag yrðu teknar upp send-
ingar. Aberandi mest hefur
selst af John Lennon, sem nú er
að klárast, en nokkrar koma
fast á eftir, svo sem „Mounting
Excitement”. og fleiri.
Breyting
á stjórn-
skipulagi
„Stjórn samvinnutrygg-
ingafélaganna, Samvinnu-
trygginga g.t., Liftrygginga-
félagsins Andvöku og Endur-
tryggingafélags Samvinnu-
trygginga h.f., hefur ákveöiö
aö frá og meö næstu ára-
mótum veröi öll félögin þrjú
rekin sameiginlega, þótt um
sjálfstæöar bókhaldsein-
ingar veröi fram aö ræöa”,
segir i nýjasta tölublaöi
Sambandsfrétta.
Þar segir ennfremur: „I
samræmi við það hefur Hall-
grimur Sigurðsson, núver-
andi framkvæmdastjóri
Samvinnutrygginga g.t.,
veröi ráðinn aðal fram-
kvæmdastjóri félaganna.