Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 4

Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 4
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Gæða sængur og heilsukoddar. Geysir Green Energy (GGE) gekk í gær frá samningi við Renewable Energy Resources, dótturfélag fjárfestingarfélagsins Atorku Group, um kaup á öllu hlutafé í Jarðborunum hf. fyrir 14,3 milljarða króna, auk sextán prósenta hlutar í Enex. Samhliða sölunni keypti Atorka 32 prósenta hlut í Geysi fyrir rúma sjö milljarða og er með því orðinn kjölfestufjárfestir í félaginu. Fyrirtækið Björgun ehf., sem meðal annars annast landfyllingar, og lóðir Jarðborana að Eirhöfða fylgja ekki í kaupunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa kaupin staðið til í þó nokkurn tíma. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Geysi, segir að kaupin á Jarðborunum geri Geysi kleift að sækja fram með nýtt fyrirtæki sem hann telur að geti vaxið mjög mikið á næstu árum. Jarðboranir séu leiðandi borfyrirtæki á heimsvísu og það sé markmiðið að fara með félagið í mikla sókn á erlendum mörkuðum. „Við höfum hugsað okkur að Geysir verði leiðandi fjárfestingarfélag í orkugeiranum. Til að geta gert það er mikilvægt að vera með mismunandi eignir sem hægt er að nota til þess að fara með í erlenda sókn.“ „Heildareignir Geysis nema um 40 milljörðum króna og er eigið fé tæpir 20 milljarðar króna. Félagið er því mjög fjárhagslega sterkt til þess að takast á við frekari verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku,“ segir í tilkynningu frá FL Group. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Atorku er heildarverð- mæti sölunnar 17,7 milljarðar króna. Félagið hagnast um ellefu milljarða króna á sölunni eftir skatta og segir í tilkynningunni að nota eigi féð í frekari fjárfestingar. Segir í tilkynningunni að velta Jarð- borana hafi fimmfaldast á fimm árum, og að áætluð velta á árinu 2007 sé 6,5 milljarðar og átta millj- arðar árið 2008. Jarðboranir sérhæfa sig í nýtingu jarðvarma og eru stærsta fyrir- tækið á sínu sviði á alþjóða- vettvangi. Í tilkynningunni segir að Atorka muni fjárfesta áfram í verk- efnum tengdum jarðvarmanýtingu í gegnum eignarhald sitt í Geysi. Haft er eftir Magnúsi Jónssyni, forstjóra Atorku, í fréttatilkynn- ingu að félagið sjái mikil tækifæri í fjárfestingunni í Geysi. „Ljóst er að uppbygging Jarðborana undir forystu Atorku hefur gengið afar vel og munum við áfram verða kjöl- festuhluthafar í félaginu í gegnum Geysi.“ Hagnast um ellefu milljarða á sölunni Fjárfestingarfélagið Atorka hefur selt Jarðboranir hf. til Geysis Green Energy fyrir 14,3 milljarða króna. Hagnaður af sölunni nemur ellefu milljörðum. Fyrirtækið Björgun ehf. og lóðir Jarðborana að Eirhöfða fylgja ekki með í kaupunum. Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, og aðrir yfirmenn í ráðuneytinu, neita því að hafa átt nokkurn þátt í að leyna því að Pat Tillman, bandarískur hermaður í Afganistan, hafi látist af völdum skots frá bandarískum félaga sínum vorið 2004. Vikum saman stóðu ættingjar Tillmans og almenningur í Bandaríkjunum í þeirri trú að hann hefði fallið fyrir óvina- skoti. Hermálayfirvöld hafa verið sökuð um að halda málsatvikum leyndum til að skaða ekki málstað bandarísku stjórnarinnar. Rumsfeld var yfirheyrður í gær hjá eftirlitsnefnd neðri deildar Bandaríkjaþings í gær, sem rannsakar málið. Rumsfeld neit- ar allri ábyrgð Lögregla mun fyrir helgi ljúka rannsókn á morðinu sem átti sér stað á Sæbraut á sunnudag. Niðurstöður verða tilkynntar á næstu dögum, en málið telst upplýst. Tæknideild lögreglunnar rannsakar nú sönnunargögn af vettvangi glæpsins. Lögregla hefur enn ekkert gefið upp um hvort morðinginn hafi elt fórnarlambið uppi eða valdið skaða á dekkjum bílsins, sem hafi orðið til þess að hann þurfti að stoppa á Sæbraut. Að sögn lögreglu á eftir að útskýra nokkur atriði, þó að sekt morðingjans hafi verið sönnuð strax á sunnudaginn. Rannsókn lýk- ur fyrir helgi Prýðileg laxveiði er víða á landinu. Veiðst hafa yfir 200 laxar í Hítará á Mýrum en yfir þrjátíu laxar höfðu veiðst þar um miðjan dag í gær. Lítillega hefur hækkað í Norðurá í Borgarfirði eftir að vatnshæð þar var í sögulegu lágmarki. Veiðin þar hefur tekið kipp. Norðlingafljót í Borgarfirði var formlega opnað í fyrradag og hefur veiðin verið mjög góð. Tíu til tólf punda laxar hafa veiðst svo að þar ekki er eingöngu smálax að finna. Búist er við að veiðin í Norðlingafljóti verði góð út sumarið og enn eru lausar stangir í lok september. Tekur kipp eftir rigingar Tveir voru fluttir á sjúkra- húsið á Blönduósi til skoðunar eftir harðan árekstur jeppa og vörubíls í Langadal á þriðju- dagskvöld. Slysið varð á mótum Norður- landsvegar og Svínvetninga- brautar. Jeppinn var kyrr- stæður þegar vörubíllinn kom aðvífandi og ók aftan á jeppann með þeim afleiðingum að hann kastaðist út af veginum og valt. Þrennt var í jeppanum og slösuðust tveir minniháttar en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Bíllinn er mikið skemmdur. Vörubíll ók aftan á jeppa Varðstjóri hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opin- beru starfi. Hann er sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla lögreglu og bifreið í eigin þágu, en hann lét aka sér í forgangsakstri í lög- reglubíl frá Reykjavík út á Kefla- víkurflugvöll. Hann var þá á leið í flug til útlanda í einkaerindum og var að verða of seinn. Atvikið átti sér stað í júní síðastliðnum. Svokallað tetra- kerfi er notað til að fylgjast með akstri lögreglubíla, meðal annars hraða þeirra, og fari bílarnir upp fyrir vissan hraða þarf ökumaður að gera grein fyrir ástæðunni. Þegar vart varð við forgangs- akstur langt umfram hámarks- hraða að því er virtist án tilefnis í þessu tilviki vaknaði grunur um brot. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu var málið sent Ríkissaksóknara til meðferðar og hefur ákæra nú verið gefin út. Varðstjórinn hefur verið leystur frá störfum á meðan málið er til meðferðar. Jón H.B. Snorrason, aðstoðar- lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, sagði málið vera tekið alvarlega innan lögreglunnar, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það á meðan það væri til með- ferðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.