Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 6
Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra fagnar því
að Þjóðarpúls Gallup sýni að
meirihluti þjóðarinnar styðji
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
niðurskurð aflaheimilda.
„Þessi ákvörðun var auðvitað
mjög erfið og þess vegna þykir
mér óneitanlega mjög vænt um að
finna þennan mikla stuðning þjóð-
arinnar,“ segir Einar.
55 prósent aðspurðra sögðust
styðja ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar, en 37 prósent voru andvíg. „Ef
við undanskiljum þá sem ekki taka
afstöðu er stuðningurinn við þessa
ákvörðun ennþá meiri og óhætt að
segja að þjóðin sýni þessari erfiðu
ákvörðun mikinn skilning,“ segir
Einar.
Í könnuninni kom einnig fram
að eingöngu fimmtán prósent
landsmanna styðji núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi. „Þetta
kemur mér ekki á óvart,“ segir
Einar. „Umræðan um sjávarút-
veginn hefur farið mikið fram í
skugga yfirvofandi aflasamdrátt-
ar og framsals aflaheimilda úr
sjávarbyggðum.“
Einar bendir jafnframt á að fáir
aðspurðra hafi getað bent á ein-
staka aðfinnsluverð atriði. „Ég
leyfi mér að draga þá ályktun að
þó fólki finnist sitt hvað athuga-
vert við núverandi kvótakerfi hafi
það ekki klárar hugmyndir um
hvernig hlutirnir mættu fara
betur,“ segir Einar.
Vænt um að finna stuðning
Flýta þarf fram-
kvæmdum við gerð ferjuhafnar í
Bakkafjöru og smíði nýs Herjólfs
svo hægt verði að hefja siglingar
milli Eyja og Bakka árið 2009.
Þetta kemur fram í ályktun bæjar-
ráðs Vestmannaeyjabæjar frá því
á þriðjudag. Samkvæmt sam-
gönguáætlun á ferjulægið í Bakka-
fjöru að vera tilbúið árið 2010.
„Það eru vissulega vonbrigði að
ekki skuli að svo stöddu unnið að
framgangi jarðganga hingað til
Vestmannaeyja. Nú er komin upp
ný staða. Í ljósi þessarar nýju
stöðu er það mat bæjarstjórnar
allrar að sigling Herjólfs í Bakka-
fjöru verði samgöngum til Vest-
mannaeyja mest til framdráttar,“
segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.
„Þá höfum við lýst þeim vilja
okkar að þessum framkvæmdum
verði flýtt eins og kostur er svo
hægt verði að hefja siglingar árið
2009,“ bætir hann við.
„Það er algjörlega ljóst að við
munum aldrei una við annað en að
siglingar Herjólfs verði skil-
greindar sem þjóðvegasamgöngur
og þjónustu og verðlagningu verði
hagað í samræmi við það. Það er
því ljóst að baráttan fyrir bættum
samgöngum heldur áfram.“
Vill flýta framkvæmdum
Stjórn-
völd í Danmörku, Frakklandi og
Indónesíu buðust í gær til að taka
þátt í friðargæslu í Darfúrhéraði í
Súdan. Á þriðjudaginn samþykkti
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
einróma að senda þangað, í sam-
vinnu við Afríkubandalagið, 26
þúsund manna friðargæslulið.
Erfitt gæti reynst að manna svo
stórt friðargæslulið, sem yrði það
fjölmennasta í sögunni. Hersveitir
margra ríkja eru nú þegar önnum
kafnar víða um heim, ýmist við
friðargæslu eða beinlínis í hernað-
arátökum, meðal annars í Írak og
Afganistan.
Nú eru til dæmis 7.100 breskir
hermenn í Afganistan og 5.500 í
Írak. Talskona í breska utanríkis-
ráðuneytinu, sem vildi þó ekki láta
nafns síns getið, fullyrti að Bretar
myndu ekki senda hermenn með
byssur og skriðdreka til Darfúr.
Meira en 200 þúsund manns hafa
tapað lífinu í átökunum í Darfúr,
sem hófust árið 2003. Átökin hafa
einnig valdið því að tvær og hálf
milljón manna hafa flúið að heim-
an.
Átökin hófust í febrúar árið 2003
þegar ættbálkar heimamanna í
héraðinu gerðu uppreisn gegn
stjórninni og sökuðu hana um að
hafa vanrækt íbúa héraðsins og
mismunað þeim áratugum saman.
Stjórnin hefur einnig verið sökuð
um að hafa hefnt sín á heimamönn-
um með því að styðja arabískar
vígasveitir til árása gegn þeim.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hefur samþykkt að 26 þúsund
manna friðargæslulið verði komið
til Darfúrhéraðs fyrir árslok. Fyrir
er í héraðinu sjö þúsund manna
friðargæslulið frá Afríku-
bandalaginu, sem verður hluti af
nýju gæslusveitunum. Ætlunin er
að nýja liðið verði að mestu skipað
fólki frá Afríku. Vitað er að
stjórnvöld í Nígeríu eru reiðubúin
að senda 700 hermenn til viðbótar
þeim 2.000 Nígeríumönnum, sem
fyrir eru í héraðinu.
Styrkur herliðsins fer þó
algerlega eftir því hve langt auðug
ríki eru reiðubúin til að ganga í að
senda herlið, lögreglumenn,
herbúnað og annan stuðning til
Darfúr.
„Sannleikurinn er sá að fá stór
ríki hafa það mikilla hagsmuna að
gæta að þau séu reiðubúin að taka
þá áhættu að fara inn í ástand eins
og þetta – sem er afar flókið og
mjög erfitt viðureignar – án þess
að hafa minnstu hugmynd um
pólitíska lausn sem gæti gert það
mögulegt að ákveða hvenær
aðgerðunum mun ljúka,“ segir
Dominique David, framkvæmda-
stjóri franskrar hugmyndaveitu
um alþjóðastjórnmál.
Hann segist nokkuð viss um að
meirihluti liðsmanna hins væntan-
lega friðargæsluliðs í Darfúr muni
koma frá Asíuríkjum.
Erfitt gæti orðið að
manna lið í Darfúr
Danir, Frakkar og Indónesar hafa boðist til þess að senda liðssveitir til
friðargæslu í Darfúrhéraði. Bretar og fleiri þjóðir eiga þó erfitt með að taka
þátt vegna þess hve margir eru bundnir í verkefnum í Afganistan, Írak og víðar.
Tæplega fertugur
maður í Bandaríkjunum fékk
málið á ný eftir að hafa árum
saman einungis getað tjáð sig með
takmörkuðum augnhreyfingum og
þumalfingurshreyfingum.
Læknum tókst að koma örvandi
rafskautum fyrir í heila mannsins,
þannig að nú getur hann talað,
tuggið og kyngt þannig að ekki
þarf að gefa honum næringu í æð.
Maðurinn varð fyrir alvarlegum
heilaskemmdum eftir að hafa
orðið fyrir árás fyrir sex árum og
hefur legið að mestu rænulaus á
sjúkrahúsi síðan. Hann er enn
alvarlega lamaður og þarf á mikilli
aðhlynningu að halda.
Lamaður fær
málið á ný
Hlustar þú á Megas?
Á að hætta að birta opinberlega
álagningarskrár skattstjóra?
N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS
ER BÍLLINN
KLÁR Í FRÍIÐ?
ALLT A
Ð
10% A
FSLÁTT
UR!
Safnko
rtshafa
r fá 3%
afslátt
í form
i punk
ta.
Viðskip
takorts
hafar f
á 7% a
fslátt,
auk 3%
í form
i Safnk
orts-
punkta
– sam
tals
10% af
slátt.
Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól-
barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið.
Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588
Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700
Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710
Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470
Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188
Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538
Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777
Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080
Piltur ætlaði að
koma sér undan hraðaksturssekt
lögreglunnar á Selfossi á þriðju-
dagskvöld með því að stinga af en
fær í staðinn hærri sekt.
Pilturinn, sem er á átjánda ári,
ók á 126 kílómetra hraða þar sem
hámarkshraði er 90 kílómetrar á
klukkustund. Þegar lögregla kom á
vettvang hljóp hann út úr bílnum
og faldi sig bak við runna.
Hann á nú von á sektum vegna
hraðakstursins og fyrir að reyna
að stinga af. Hann missir að
líkindum prófið vegna fjölda
punkta í ökuferilsskrá.
Faldi sig í runna