Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 12
„Það hefði gífurleg samfélagsleg áhrif ef til dæmis Kópavogsgjáin myndi hrynja í jarðskjálfta,“ segir Böðvar Tómasson, verkfræðingur hjá Línuhönnun, sem vinnur að grein- ingu á helstu hnútpunktunum í umferðinni, til að varpa ljósi á hversu mikið álag vegakerfið þolir. „Við reiknum líkurnar á því að það verði eitthvert slys eða óhapp svo að hnútpunkturinn detti út og umferð stöðvist í einhverja daga. Við viljum vita hversu mikil áhrif slysið hefði á umferðarkerfið og umferðarhegðun, því við vitum að þol kerfisins er tiltölulega lítið. Smáslys í Ártúnsbrekkunni hafa skapað miklar tafir, sem hafa mikinn samfélagslegan kostnað í för með sér,“ segir Böðvar. Rýmingaráætlun, eða áætlun um flóttaleiðir úr borginni, hefur ekki verið unnin fyrir Reykjavík, að öðru leyti en því að lögreglan getur brugðist við hamförum með því að breyta umferðar- stefnu þannig að allar akreinar stefni í eina átt; út úr borginni. „En með þessu verkefni fáum við ákveðna hugmynd um þessa þætti. Það væri því mjög eðlilegt framhald að gera rýmingaráætl- un,“ segir Böðvar. „Niðurstaða greiningarinnar á að leiða í ljós hverjir eru hættulegustu hnút- punktarnir og hvernig mætti auka áfallaþol,“ segir hann og tekur sem dæmi göng gegnum Öskjuhlíð, sem myndu minnka álagið á Miklubrautina. Böðvar bendir á að ekki einung- is umferð bíla raskist í hugsanleg- um hamförum, heldur séu innviðir borgarinnar samtvinnaðir. „Infrastrúktúrinn er að miklu leyti samtengdur. Í brúm liggja til dæmis rafmagnsleiðslur og óhöpp gætu því haft víðtæk áhrif.“ Þannig gæti löskuð brú slökkt umferðarljós á mun stærra svæði og haft margfeldisáhrif. Vegagerðin styrkir verkefnið og slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu hefur sýnt áhuga á sam- starfi því tengdu til að geta stjórnað flæði umferðar út úr borginni við neyðaraðstæður. Nýting vegakerfisins er enda mikil nú þegar og lítið svigrúm til staðar, komi eitthvað upp á. „Það er mjög mikilvægt að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og því eru þetta nauð- synlegar viðbótarupplýsingar til að byggja upp vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu.“ Athugað hvort veg- akerfið virki í neyð Verkfræðistofan Línuhönnun vinnur nú að áhættugreiningu á umferðinni í Reykjavík. Helstu hnútpunktar í umferðinni verða skilgreindir og áhrif þess ef þeir stífluðust, til dæmis vegna hamfara. Tillögur að úrbótum munu fylgja. Ráðherra í ríkis- stjórn Malasíu segir ekkert athugavert við að refsa brota- mönnum með því að hýða þá. Hann segir það ekkert stórmál þótt sex mínútna löngu mynd- bandi, þar sem hýðing er sýnd, hafi verið lekið á netið. Lögmannaráð Malasíu hefur mótmælt hýðingu og vakti athygli á myndbandinu á vefsíðum sínum til að sýna fram á hve óhugnanleg refsing þar er á ferðinni. Fanginn á mynd- bandinu var óhikað barinn áfram þótt húðin væri orðin alblóðug og sundurtætt. Fu Ah Kiow, aðstoðarinnan- ríkisráðherra, segir mynd- bandið hafa verið tekið upp fyrir nokkrum árum og sé notað í uppfræðingarskyni. Segir hýðingu réttlætanlega Þórólfur Þórlinds- son hefur verið settur forstjóri Lýðheilsustöðvar til eins árs af Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigð- is- og trygginga- málaráðherra. Þórólfur tekur við starfinu af Önnu Elísabetu Ólafsdóttur sem hefur gegnt starfinu í fjögur ár. Þórólfur hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þar hefur hann sinnt rannsóknum á hegðan ungmenna og birt niðurstöðurnar í alþjóðlegum tímaritum ásamt því að rita bækur um efnið, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu. Nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar Vísindamenn hafa í fyrsta skipti uppgötvað gen sem virðist auka líkur á að fólk verði örvhent. Genið LRRTM1 virðist gegna lykilhlutverki í að stjórna því hvaða hluti heilans stýrir starfsemi á borð við mál og tilfinningar samkvæmt rannsókninni. Hjá rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið yfirleitt máli og tungumálakunnáttu og hægra heilahvelið stjórnar til- finningum. Hjá örvhentu fólki er þessu hins vegar oft öfugt farið og vísindamennirnir telja að LRRTM1 sé orsökin. Þá telja þeir að genið geti aukið lítillega hættu á geðklofa sem talið er að tengist óeðlilegu jafnvægi í heilastarfsemi. Vísindamenn frá Oxford- háskóla leiddu rannsóknarstarfið og birtust niðurstöðurnar í tímaritinu Molecular Psychiatry. Fréttavefur BBC greindi frá þessu. Í kringum tíu prósent fólks eru örvhent. Ýmsar rannsóknir benda til þess að munur sé á örvhentum og rétthentum. Samkvæmt ástr- alskri rannsókn sem birtist í fyrra geta örvhentir hugsað hraðar en rétthentir þegar þeir takast á við verkefni eins og að spila tölvuleik eða við íþróttir. Franskir vísindamenn fundu út að það að vera örvhentur geti verið kostur þegar til handalögmála kemur. Sumar rannsóknir benda til þess að örvhentir geti verið í meiri áhættu við að fá suma sjúkdóma og að lenda í slysum. Gen örvhentra líklega fundið Brotist var inn í fyrirtæki í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Að sögn lögreglu hafði útidyrahurð fyrirtækisins verið spennt upp og náðu þjófarnir að hafa þaðan á brott með sér fjóra tölvuskjái og eina fartölvu. Þá var brotist inn í bátaskýli við Meðalfellsvatn þessa sömu nótt. Líklega hefur þjófurinn verið í veiðihug því hann stal utanborðsmótor og tveimur veiðistöngum. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna á ferð og eru málin í rannsókn. Veiðistöngum og mótor stolið Stimpla ðu þig inn í sum arið! F í t o n / S Í A F I 0 2 1 8 9 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.