Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 22

Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 22
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... FL Group ætlar sér að auka vægi óskráðra fjárfestinga (private equity) á komandi misserum og taka þátt í afskráningum fyrir- tækja af mörkuðum. Þetta kom fram í máli Hannesar Smárason- ar, forstjóra FL, á kynningar- fundi félagsins í gær. Félagið hefur farið í vaxandi mæli inn í slíkar fjárfestingar, eins og í orkugeiranum í gegnum 43 prósenta hlut sinn í Geysi Green Energy. Geysir eignaðist Jarðboranir að fullu í gær og festi kaup á 32 prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja á dögun- um. Þá hefur Refresco, hollenski drykkjarvöruframleiðandinn, sem FL á tæpan helming í, lokið við fjórar yfirtökur á árinu. Hannes telur ljóst að virði Refresco hafi aukist verulega en félagið er bókfært á upphaflegu kaupvirði, um fimm milljörðum króna. Markmiðið er að þrefalda stærð fyrirtækisins á næstu 2-3 árum. FL hagnaðist um rúma átta milljarða króna á öðrum árs- fjórðungi og um alls 23 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Þetta er besti fyrri árshelmingurinn í sögu félagsins, fjórfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 22 pró- sent á öðrum ársfjórðungi. „Við sáum mikinn vöxt fjár- festingartekna sem stærri efna- hagsreikningur og aukin umsvif endurspegla,“ segir Hannes. Tekjur annars fjórðungs námu 9,1 milljarði króna en rekstrar- gjöld rúmum einum milljarði króna. Eignir félagsins stóðu í 319,6 milljörðum króna í júnílok og höfðu vaxið um tæpan fjórðung frá ársbyrjun. Var eiginfjárhlut- fall tæp 47 prósent. Fimm stærstu eignarhlutir félagsins námu 271 milljarði króna en þeir stærstu lágu annars vegar í fjár- málafyrirtækjunum Glitni og Commerzbank og hins vegar í AMR, móðurfélagi American Airlines. „Okkur líður mjög vel með stærðina á efnahagsreikn- ingnum eins og er. Við getum augljóslega stækkað hann umtalsvert ef við viljum, en viljum líka halda háu eiginfjár- hlutfalli.“ Handbært fé félagsins var 31 milljarður króna í lok júní og með því að nýta lánalínur er fjárfestingargeta FL um 70 milljarðar að öllu óbreyttu. „Við horfum til þess að hlut- irnir geti gengið vel á seinni árs- helmingi. Það eru hins vegar miklar sveiflur á mörkuðunum eins og er en við teljum að þeir muni róast,“ segir Hannes spurð- ur um útlitið fram undan. Horfa til óskráðra fjárfestinga Afkoma FL Group á fyrri hluta ársins er fjórfalt betri en á sama tímabili í fyrra. Félagið hagnast um átta milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Árshelmingurinn er sá besti í sögu félagsins. 365 hf. hefur lokið endurfjármögnun að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Áætlað er að vaxtagreiðslur félagsins lækki um sem nemur 220 milljónum króna á ári. Vaxtaberandi skuldir nema nú um sjö milljörðum króna. Viðar Þorkelsson, framkvæmda- stjóri fjármála- og rekstrarsviðs 365, segir endurfjármögnunina í samræmi við stefnu. Greitt var upp tveggja milljarða lán með 17 prósenta vöxtum. Sala á hlut í Hands Holding upp á 1,5 milljarða var meðal annars notuð í greiðsluna. Samhliða var gengið frá fjármögnun hjá Lands- bankanum upp á 3,3 milljarða og eldri lán greidd upp. 365 skuldar sjö milljarða króna Velta á öllum mörkuðum OMX kauphallarsamstæðunnar nam að meðaltali 393,2 milljörðum króna á dag í júlí, og jókst um sextíu og sjö prósent sé miðað við júlí í fyrra. Aldrei hefur mælst meiri velta í júlímánuði. Fjöldi viðskipta jókst um 85 prósent frá fyrra ári. Að meðal- tali voru rúmlega hundrað sjötíu og þrjú þúsund viðskipti fram- kvæmd á dag í júlímánuði. Mest viðskipti voru með bréf í Nokia, fyrir tæplega 47 milljarða að meðaltali á dag. Viðskipti með bréf í Eriksson námu tæpum 31 milljarði. Actavis var í þriðja sæti, sé miðað við umfang við- skipta. Að meðaltali var tæplega fjórtán milljarða velta með bréf í félaginu í júlí. Þessi miklu við- skipti skýrast að mestu af yfir- töku Novators á félaginu sem lauk í júlí. Metvelta hjá OMX í júlí Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 12,5 milljörðum króna eftir skatta. Það var yfir væntingum markaðsaðila en með- altalsspá þeirra hljóðaði upp á 9,7 milljarða króna hagnað. Á fyrstu fyrstu sex mánuðum ársins nemur hagnaðurinn 26,3 milljörðum króna. Það er 29 prósentum meira en fyrsta hálfa árið 2006. Arðsemi eigin fjár nemur 39 prósentum. Hreinar rekstrartekjur annars ársfjórðungs námu 29,2 milljörð- um króna. Á fyrstu sex mánuðum ársins námu þær 58,6 milljörðum króna sem er 27 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Innlán frá viðskiptavinum juk- ust um 274 milljarða króna á árs- fjórðungnum. Þar spilar Icesave- sparnaðarleiðin í Bretlandi, sem bankinn fór af stað með í október síðastliðnum, stærst hlutverk. „Við höfum fengið hundrað þús- und viðskiptavini í gegnum þenn- an reikning og innlánin nema nú fimm hundruð milljörðum króna,“ segir Sigurjón. „Til samanburðar eru innlán Landsbankans á Íslandi, hjá einstaklingum og fyrirtækj- um, 320 milljarðar sem safnast hafa upp á 121 ári.“ Aukin umsvif á erlendum inn- lánsmörkuðum hafa gert Lands- bankann óháðari alþjóðlegum fjár- málamörkuðum en áður. „Í dag eru alþjóðlegir fjármálamarkaðir óstöðugir og margir erlendir bank- ar því að lenda í sömu stöðu og við í fyrravor. Það má því segja að það hafi verið lán í óláni að lenda í þessu umróti,“ segir Sigurjón. Fjárhagslegur styrkur Landsbankans er mikill. Heild- areignir við lok júní námu 2.597 milljörðum króna. Eigið fé í lok júní nam 164 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfallið (CAD) er 12,5 prósent og fjárfestingargetan, án þess að til útgáfu hlutafjár þyrfti að koma, um þrjátíu milljarðar króna. Innlán aukast um 500 milljarða króna Hagnaður Landsbankans nam 12,5 milljörðum króna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.