Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2007, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 02.08.2007, Qupperneq 31
Á Íslandi geta menn verið skipstjórar eða bændur mann fram af manni en í borginni Grasse í Suður-Frakklandi eru menn ilmvatnsgerðarmenn í marga ættliði. Grasse er mekka ilmvatnsframleiðslu. Þar eru tíndar óteljandi tegundir blóma og jurta og helstu ilmvatnsframleiðendur hafa þar flestir aðsetur. Kannski er því ekkert skrítið að ilmvatnsgerð gangi þar í erfðir sem ævistarf eins og í Maubert-fjölskyldunni, sem hefur helgað sig þessari grein síðan Jean-Baptiste Maubert skapaði Robertet- ilmvatnsgerðina árið 1850. Í framleiðsludeildinni er að finna um hundrað mismunandi náttúrulega ilmgjafa, rætur af ýmsum plöntum, við, blóm og laufblöð sem bíða þess að breytast í ómetanlegan elixír sem verður undirstaða í höfugum ilmi eða síðasti dropinn sem öllu breytir. Í dag er fjórði ættliðurinn við störf hjá fyrirtækinu, sem er stjórnað af Jean Maubert, sonarsyni stofnandans, og sonum hans. Í fyrstu voru eingöngu unnin blóm úr nágrenninu og verksmiðjan sem hönnuð var af verkfræðingnum Eiffel 1895, þeim sama og Eiffel-turninn er kenndur við, er enn í notkun. Olíurnar eru geymdar í læstum hvelfingum þar til þær eru notaðar og viðskiptavinirnir eru ekki af verri endanum eins og Chanel, Dior, Guerlain, Gucci og l´Oréal. Eftir seinni heimsstyrjöldina var ilmvatnsframleiðslan í Grasse í lægð. Á þeim tíma kom Jean Maubert til starfa og byrjaði að skapa sín eigin ilm- vötn fyrir Robertet, opnaði útibú í Bandaríkjunum og hóf sömuleiðis að framleiða bragðefni til matvælagerðar. Það er nefnilega stórmunur á gervibragðefnum og náttúrulegum hágæðaefnum, til dæmis vanillu sem er notuð í ís, konfekt eða kökugerð þar sem allt er ekta. Og þá erum við ekki að tala um vanilludropa úr Ríkinu! Þetta skilaði svo sannarlega árangri þar sem að nú starfa 1.200 manns hjá fyrirtækinu um víða veröld og 75% af veltunni eru sköpuð erlendis. Þó að fjöl- skyldan sé við stjórnvölinn eru örfáir utanaðkomandi sem fá að taka þátt í sköpuninni. Michel Almairac er líklega það sem kalla mætti ilmvatnsfræðingur eða „nef“ eins og það er kallað innan greinarinn- ar. Michel hefur skapað ekki ómerkilegri ilmvötn en Dior Addict 2, Gucci Rush og Gucci pour Homme. Þannig fetar ilmvatnsgerð Robertet veginn milli eigin framleiðslu og samstarfs við stóru nöfnin í tískuheiminum. Barnabörnin í fimmta ættlið fjölskyld- unnar eru 13. Sum þeirra eru nú þegar farin að að læra réttu handtökin við ilmvatnsframleiðslu og búa sig undir að ganga inn í fjölskyldufyrirtækið þegar þar að kemur. Sagan heldur áfram og kannski það laumist stelpa í hópinn. ® Allt það nýjasta frá London París Amsterdam Mílanó Haustvörurnar komnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.