Fréttablaðið - 02.08.2007, Síða 33
Öll brúðhjón sem skrá sig á brúðargjafalista hjá Tekk-
Company fá litla gjöf við skráningu. Nöfn þeirra fara einnig
í LUKKUKRUKKUNA sem 5 lukkuvinningar verða dregnir úr
í desember; ein 150.000 kr. og fjórar 10.000 kr. úttektir í
Tekk-Company.
Við bjóðum ykkur að skrá
ykkur á brúðargjafalista
Kæru brúðhjón!
Hvíta steypu er hægt að lita
í öllum regnbogans litum eða
hafa hana einfaldlega í sínum
náttúrulega hvíta lit.
„Í augum margra sem fást við
mannvirkjagerð, til dæmis arki-
tekta og þeirra sem telja sig hafa
vit á, telst þetta vera mjög athyglis-
vert,“ segir Bjarni Óskar Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Aal-
borg Portland á Íslandi, sem í
samstarfi við MEST sér um gerð
hvítu steypunnar. „Við héldum
nýlega ráðstefnu um þessa nýju
steypu og vakti hún athygli við-
staddra.“
Að sögn Bjarna er það hvítt
sement ásamt ljósum fylliefnum
sem notað er í steypuna sem veld-
ur litnum. Að öðru leyti eru ein-
kenni og styrkur steypunnar sá
sami og í annarri hefðbundinni
steypu sem Aalborg Portland á
Íslandi býður viðskiptavinum
sínum upp á.
„Steypan er hins vegar nokkuð
dýrari en sú hefðbundna og þar
spilar sementið og fylliefnin aftur
inn í,“ bendir Bjarni á. „En hafa
ber í huga að steypan ein og sér
vegur hins vegar hlutfallslega
lítið í kostnaði í mannvirkjagerð.
Ætli hann sé ekki innan við tíu
prósent.“
Hins vegar er steypan þess eðlis
að maður þarf að vanda betur til
verka við notkun hennar, þar sem
maður kemur væntanlega ekki til
með að yfirborðsmeðhöndla steyp-
una þegar steypt er með hvítu.
Það hleypir verðinu eitthvað
upp.“
Þegar hafa nokkur íslensk hús
risið sem hvíta steypan hefur
verið notuð í, þar á meðal Flens-
borgarskóli. Steypan hefur síðan
verið notuð í miklum mæli í ein-
ingarframleiðslu, eins og til dæmis
hjá Loftorku.
Bjarni segir að húsunum eigi
eftir að fjölga töluvert í framtíð-
inni gerðum úr þessari steypu og
verður spennandi að sjá útkom-
una.
Hvít steypa býður upp
á ýmsa möguleika
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið