Fréttablaðið - 02.08.2007, Síða 38
2. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGURfréttablaðið byggingaiðnaðurinn
Margir verða fyrir því óláni að
kaupa köttinn í sekknum þegar
þeir telja sig hafa fest kaup á
draumahúsinu. Alls kyns gallar
koma í ljós og fyrr en varir rýkur
viðgerðarreikningurinn upp úr
öllu valdi. Hægt er gera ýmislegt
til að fyrirbyggja slíkt, meðal ann-
ars fá ástandsmat framkvæmt á
húsnæðinu.
Sverrir Jóhannesson byggingar-
tæknifræðingur starfar hjá Línu-
hönnun, einni af mörgum verk-
fræðistofum landsins sem annast
ástandsmat. Hann segir mikilvægt
að fá álit sérfræðinga þegar hús-
félög eða fólk í fasteignahugleið-
ingum vilja fá úr því skorið hvort
húsnæði þarfnist endurbóta.
„Við skoðum einfaldlega hvað
er að húsnæðinu og hvað þurfi að
gera til að koma því í gott horf,“
segir Sverrir. „Síðan er mjög mis-
jafnt hvernig við metum ástandið.
Yfirleitt er um sjónmat að ræða,
húsið skoðað, til að sjá steypu-
skemmdir og annað slíkt.“
Þegar ástandsmat er fram-
kvæmt er yfirleitt horft eftir
ákveðnum atriðum. Sverrir segir
gott að hafa sum þessara atriða
á bak við eyrað vilji maður sjálf-
ur gera lítilsháttar úttekt áður en
sérfræðingarnir eru kallaðir til
starfa.
„Það er til dæmis mikilvægt að
horfa á steypuna. Hvort þörf er á
klæðningu, sem eru dýrustu við-
gerðirnar. Þótt hús sé sprungið
þarf steypan ekki að vera skemmd.
Eðli sprungnanna segir til um það.
Síðan þarf að fá sérfræðing til að
meta ástandið. Yfirleitt sjá þeir,
eða aðrir vanir aðilar, hvort um al-
varlegar skemmdir er að ræða eða
ekki.“
Sverrir bendir á að einnig
þurfi að skoða glugga vel. „Það er
mjög algengt að það leki inn með
gluggum. Þess vegna skiptir máli
að timbrið í gluggunum sé gott
og eins allar þéttingar. Gluggar
þarfnast góðs viðhalds, þar sem
timbrið í þeim veðrast og skemm-
ist fljótt.“
Sverrir segir að sama megi
segja um timburhúsnæði. Timbur-
hús þurfi að vera þétt og mikil-
vægt að vera með fyrirbyggjandi
viðhald. Bíða til dæmis ekki þang-
að til að málning er verðuð eða
flögnuð af heldur mála húsnæð-
ið upp á nýtt þegar þörf krefur, til
að lenda ekki í einhverjum vand-
ræðum.
„Það er síðan annað mál að
ákveðnir gallar eða skemmdir
sjást stundum illa,“ segir Sverrir.
„Til dæmis þegar þak lekur. Þá
þarf að opna það til að sjá í hverju
vandinn er fólginn.“
Sverrir segir að stundum
þurfi að fara út í frekari rann-
sóknarvinnu. Sérstaklega þegar
til stendur að fara út í dýrari
framkvæmdir. Sýni eru þá tekin,
til að mynda úr timbri eða steypu,
til að meta ástandið frekar og fá
rannsóknarniðurstöður. Þá sést
hvort klæðning sé nauðsynleg og
svo framvegis.
„Það tekur síðan mislangan tíma
að fá niðurstöður úr rannsóknum,
eða allt eftir því hvað er verið að
skoða,“ bendir Sverrir jafnframt
á. „Þegar þær eru komnar leggj-
um við fram viðgerðartillögur.
Setjum fram nokkra kosti sem
velja má á milli, eftir því hversu
farið er ítarlega í viðgerðir. Að
svo búnu er gert kostnaðarmat við
tillögurnar, sem við leggjum til.“
Loks hvetur Sverrir fólk til að
huga vel að viðhaldsmálum og fá
þar álit sérfróðra aðila.
roald@frettabladid.is
Ástandsmat mikilvægt
Mikilvægt er að meta ástand húsnæðis áður en gengið er frá kaupsamningi.
Sverrir Jóhannesson starfar hjá Línuhönnun, verkfræðistofu sem annast meðal annars ástandsmat á fasteignum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Skemmdir á þökum eru algengir gallar
sem erfitt getur reynst að koma auga á.
Danfoss ofnhitastillar
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir
þægilega húshitun og hámarks orkusparnað
Við erum leiðandi í hönnun og
framleiðslu ofnhitastilla
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir