Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 40
 2. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið byggingaiðnaðurinn Fjöldi íbúa höfuðborgarsvæðisins jókst um 2.808 manns árið 2006 en líklega eru fæstir þeirra í fasteignahugleiðing- um. Á sama tímabili voru 2.383 nýjar íbúðir samþykktar hjá Fasteignamati ríkisins. Það þarf ekki annað en að fá sér stuttan bíltúr um höfuðborgarsvæðið til að sjá að alls staðar er verið að byggja. Hafnarfjörð- ur teygir anga sína stöðugt lengra í átt að álverinu og ný hverfi, svo sem Urriðaholt og Norðlingaholt, eru að dúkka upp á stutt- um tíma. Þá veltir maður því fyrir sér hvort eftirspurn sé eftir öllum þessum nýju íbúð- um. Er nóg af nýju fólki að flytjast til höf- uðborgarsvæðisins og er það að leita sér að húsnæði til að kaupa fremur en að leigja? Samkvæmt Fasteignamati ríkisins voru 2.383 nýjar íbúðir samþykktar á síðasta ári en ætla má að fjöldinn fari vaxandi næstu ár. Því til stuðnings má nefna að um 4.200 íbúðir eru í byggingu í Hafnarfirði, Kópa- vogi og Garðabæ en þá á eftir að telja saman nýbyggingar í Reykjavík, Seltjarn- arnesi, Álftanesi og Mosfellsbæ. Samkvæmt tölum frá Hagstofu flutt- ust alls 9.161 manns til höfuðborgarsvæð- isins árið 2006. Aftur á móti yfirgáfu 6.353 manns svæðið og því hefur fjöldi íbúa höf- uðborgarsvæðisins aukist um 2.808 manns. Af þeim eru 2.551 maður af erlendu bergi brotinn en aðeins 257 manns frá landsbyggð Íslands. Af þessum tölum má túlka að helsti markhópur fyrir nýbyggingarnar séu út- lendingar en eru þeir í svo miklum mæli að kaupa sér íbúðir? „Við höfum engar tölur yfir þessi mál en það sem við finn- um er að fólk er rosalega mikið að leita sér að leiguhúsnæði,“ segir Sabine Le- skopf verkefnisstjóri hjá Alþjóðahús- inu. „Ég hugsa að fólk búi hér í nokkur ár áður en það fer út í íbúðarkaup. Við fáum mikið af fyrirspurnum um leigumarkað- inn en fólki finnst hann hrikalega dýr. Það er mikil þörf fyrir ódýrt leiguhúsnæði,“ segir Sabine. Oftar en ekki eru það fjölskyldur sem flytja saman til Reykjavíkur og því má gera ráð fyrir að fleiri en einn sé um hverja íbúð. Íbúafjöldi höfuðborgarsvæð- isins jókst um 2.808 manns árið 2006 svo gróflega má áætla að um 1.000 til 1.500 nýjar íbúðir þurfi fyrir fólkið en á sama tíma voru 2.383 nýjar íbúðir samþykktar og þúsundir í viðbót í byggingu. Í fljótu bragði virðist því vanta íbúa í um 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í náinni framtíð. mariathora@frettabladid.is Er nóg af fólki til að fylla nýbyggingarnar? Urriðaholt er eitt margra hverfa sem rísa munu á næstunni. Í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ eru 4.200 íbúðir í byggingu. Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu jókst um 2.808 á síðasta ári. Þar af eru 91 prósent þeirra erlendir ríkisborgarar sem flestir eru á höttunum eftir leiguhús- næði. Á sama tímabili voru 2.383 nýjar íbúðir samþykktar á höfuðborgarsvæð- inu og er von á enn fleirum þetta árið. SU Ð U RN ES V ES TU RL A N D V ES TF IR Ð IR N O RÐ U RL A N D E YS TR A A U ST U RL A N D SU Ð U RL A N D Árið 2006 fluttust 3.770 manns til höfuðborgar- svæðisins af landsbyggðinni en 3.513 manns fóru til landsbyggðarinnar af höfuðborgarsvæðinu. Aðfluttir umfram brottflutta á höfuðborgarsvæðið eru því aðeins 257 manns en á sumum svæðum landsbyggðarinnar bættust fleiri við en fluttust á brott. BROTTFLUTTIR UMFRAM AÐFLUTTA FRÁ LANDSBYGGÐINNI TIL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS N O RÐ U RL A N D V ES TR A -2 48 14 2 12 3 22 6 28 - 9 1 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.