Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.08.2007, Qupperneq 44
 2. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið byggingaiðnaðurinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur hafið störf en miðstöðin varð til við samruna Iðntæknistofnun- ar og Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins. Þess er vænst að sameinuð starfsemi verði lyftistöng á sviði nýsköpunar og tækni. Gert er ráð fyrir verulegum samlegðaráhrifum við samein- ingu þessara tveggja stofnana á sviði rannsókna og tækni og einnig þjónustu við sprotafyrir- tæki og frumkvöðla. Nýsköpunar- miðstöð Íslands hefur nú mögu- leika á að samtvinna rannsókn- ar- og þróunarstarf við starfsemi á sviði viðskipta í ríkari mæli en verið hefur hér á landi. Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðv- ar Íslands samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á Alþingi síðast- liðið vor, er að styrkja samkeppnis- stöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði. Í því felst meðal annars að miðla þekkingu og veita stuðn- ingsþjónustu fyrir frumkvöðla og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og að stunda tæknirannsóknir, þróun, greiningar, prófanir, mæl- ingar og vottanir. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er einnig ætlað að annast stjórn- sýsluverkefni sem stofnuninni eru falin samkvæmt lögum, stjórn- valdsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra og taka mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs í starfsemi sinni á hverjum tíma. Starfsmenn Nýsköpunarmið- stöðvarinnar verða um 80 talsins, en að auki er gert ráð fyrir hundr- uðum nemenda í ýmis konar námi sem tengjast munu hinum ýmsu verkefnum. Nýsköpunarmið- stöð Íslands er að hluta til fjár- mögnuð af ríkissjóði en innlendir og erlendir rannsóknarstyrkir og útseld verkefni standa undir meirihluta af tekjum hennar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur störf Nýsköpunarmiðstöðin varð til við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins, sem unnið hefur ýmis verk á sviði byggingartækni undanfarin ár. Fyrsta stig hugmyndasam- keppni um framtíðarskipulag í Vatnsmýrinni er lokið. Sextán hópar komust áfram en úrslit verða kunn í nóvember. „Upphaf þessa ferlis má rekja til atkvæðagreiðslu um flugvöll- inn á sínum tíma. Markmiðið er að tryggja sem bestan grunn fyrir framtíðaruppbyggingu flugvallar- svæðisins. Þess vegna var efnt til hugmyndasamkeppninnar sem fór formlega í gang á síðasta ári,“ segir Dagur B. Eggertsson, sem er full- trúi borgarstjórnar í dómnefnd- inni, ásamt Gísla Marteini Baldurs- syni og Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur sem er jafnframt formaður dómnefndarinnar. Ásamt borgar- fulltrúunum eiga sæti í dómnefnd- inni þeir Joan Busquets skipulags- fræðingur, sem stýrði skipulagi Barcelona í aðdraganda ólympíu- leikanna, nú kennari við Harvard- háskóla, Kees Kaan arkitekt frá Rotterdam, Hildebrand Machleidt skipulagsfræðingur frá Berlín og fulltrúi íslenskra arkitekta, Steve Christer. „Alþjóðlegir meðlimir dóm- nefndarinnar eru einvala lið fag- manna víðs vegar að. Þeir hafa gríðarlega reynslu af skipulags- verkum af þessari stærðargráðu og þess vegna sannkölluð forréttindi að vinna með þeim,“ segir Dagur. Dómnefndin lauk nýverið störf- um og að sögn Dags voru valdir sex- tán hópar af þeim 137 sem skiluðu fullgildum tillögum. „Þeir hópar sem voru valdir munu vinna áfram úr hugmyndum sínum og skila ítar- legri útfærslum í lok október. Endan- leg niðurstaða verður síðan kynnt í nóvember,“ segir Dagur. Hugmyndasamkeppnin fer fram undir nafnleynd en Dagur segir mikla breidd einkenna þær tillög- ur sem komust áfram á seinna stig keppninnar. Dómnefndin mun veita sex til átta tillögum viðurkenningu og tvær til fjórar verða tilgreindar framúrskarandi að sögn Dags. Allir sextán hóparnir sem kom- umst áfram á seinna stig fá 10.000 evrur að launum. Auk þess mun dómnefndin ráðstafa 200.000 evrum í verðlaunafé til þeirra sex til átta tillagna sem verða valdar. Að sögn Dags er þó óljóst hve- nær verður af framkvæmdum í Vatnsmýrinni. „Reykjavíkurborg mun ganga til viðræðna við sam- gönguyfirvöld um næstu skref að samkeppni lokinni. Borgin mun jafnframt bjóða að minnsta kosti einum hópi sem hefur hlotið fram- úrskarandi viðurkenningu, samn- ing um skipulagningu á hluta Vatns- mýrarsvæðisins,“ segir Dagur. Skilafrestur tillagna fyrir seinna stig er til 5. október 2007. Endanleg niðurstaða verður í nóvember 2007 ásamt verðlauna- afhendingu. rh@frettabladid.is Framtíðin í Vatnsmýrinni Markmið samkeppninnar er að sögn Dags B. Eggertssonar borgarfulltrúa að fá sem bestan grunn fyrir framtíðarskipulag flugvallarsvæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hugmyndasamkeppni um skipulagningu Vatnsmýrarsvæðisins hófst í fyrra. Alls bár- ust 137 fullgildar tillögur og af þeim komust sextán áfram á seinna stig keppninnar. SET ehf. Röraverksmiðja • Eyravegur 41 • 800 Selfoss Sími: 480 2700 • Fax: 482 2099 • Netfang: set@set.is • Vefsíða: http://www.set.is Miklar breytingar hafa orðið við lagningu hitaveitna þar sem foreinangruð plaströr eru nú notuð í grennri lögnum í meiri mæli, í stað hefðbundinna hitaveituröra úr stáli. Röraverksmiðjan SET er eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem framleiðir foreinangruð PEX rör í nýrri og tæknilega fullkominni framleiðslulínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.