Fréttablaðið - 02.08.2007, Side 56

Fréttablaðið - 02.08.2007, Side 56
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. „Hvenær uppgötvaði ég að ég var Guð? Sjáðu til, ég var að biðja og uppgötvaði skyndilega að ég var að tala við sjálfan mig.“ Lestarstöð sprengd Líney Rut Halldórsdóttir íþrótta- fræðingur hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands, fyrst kvenna. Hún mun taka við starfinu af Stefáni Konráðssyni, sem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. „Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Líney. „Þetta verður krefjandi og spennandi og örugglega skemmtilegt verkefni að takast á við. Það eru mörg sóknarfæri innan ÍSÍ, til dæmis í lýðheilsunni og afreksstarfinu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér einhverjar breytingar samfara nýjum framkvæmdastjóra, segir Líney: „Framkvæmdastjóri starfar með framkvæmdastjórn og forseta sem starfa í umboði íþróttaþingsins og þeim samþykktum. Stefán hefur haldið mjög vel utan um rekstur og starfsemi íþróttahreyfingarinnar þannig að ég sé ekki endilega fyrir mér stórar breytingar en það eru klárlega sóknarfæri til staðar.“ Líney er ekki alls ókunn starfsemi ÍSÍ því hún hefur áður starfað fyrir hreyfinguna. „Þegar ég kom úr námi í Bandaríkjunum starfaði ég sem framkvæmdastjóri íþróttafélags í fimm ár og kom þaðan inn í gömlu Ólympíunefndina í mars árið 1997,“ segir Líney sem tók við starfi sviðsstjóra afrekssviðs ÍSÍ þegar hreyfingin sameinaðist Ólympíunefndinni. „Þar var ég til loka árs 2002 þegar ég tók við deildarstjórastarfi íþrótta- og æskulýðsdeildarinnar í menntamála- ráðuneytinu. Svo að ég losna ekkert frá þessum íþróttum,“ segir Líney og hlær. Sjálf er Líney mikil útivistarkona og gengur á fjöll og rennir sér á skíðum þegar tími gefst til en á árum áður keppti hún í knattspyrnu hér heima. „Á skólaárum mínum í Bandaríkjunum keppti ég í blaki og körfubolta, þó ég sé lág í loftinu,“ segir hún brosandi og bætir við: „Svo keppti ég reyndar líka aðeins í hafnabolta.“ Líney segist enn eiga eftir að ganga endanlega frá starfslokum í mennta- málaráðuneytinu en gerir ráð fyrir að það verði 1. eða 15. september. „Þá verð ég alkomin til ÍSÍ og tek þar við góðu búi í mjög mótuðu og vel reknu sam- bandi. Þetta er stærsta fjöldahreyf- ing landsins þannig að þetta er heilm- ikil áskorun,“ segir Líney Rut, nýráðin framkvæmdastjóri ÍSÍ. www.minningargreinar.is Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Eddu Guðjónsdóttur Sléttuvegi 17 í Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deildum A-7 og B-7 á Landspítalanum í Fossvogi og á líknardeildinni í Kópavogi fyrir góða umönnun. Guðjón Sigurðsson, Jóhannes Sigurðsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Ruth Halla Sigurgeirsdóttir, Ársölum 3, lést á Landspítalanum 1. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 11.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja minn- ast hennar er bent á sjóðinn Blind börn á Íslandi í síma 525 0000 og á klara@blind.is Ólafur Axelsson Jón Axel Ólafsson Ólafur Ragnar Ólafsson Jóhann Garðar Ólafsson Hulda Dögg Proppé Kristín Ruth, Ólafur Ásgeir, Óttarr Daði, Róbert Aron. Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Aldísar Pálu Benediktsdóttur, sem lézt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 12. júlí sl. Einlægar þakkir flytjum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki í Heimahlynningu, á krabbameinsdeild, kvennadeild og líknardeild spítalans fyrir allan velgjörning við hana, fyrr og síðar. Einnig þökkum við samstarfsmönnum hennar og vinum hjá Landsbankanum, í Mæðrastyrksnefnd og hjá líknar- félaginu Ljósinu fyrir elskusemi í hennar garð, alla tíð. Verið öll Guði falin. Sigurður E. Guðmundsson Guðrún Helga Sigurðardóttir Friðrik Friðriksson Benedikt Sigurðsson Kjartan Emil Sigurðsson Aldís Eva Friðriksdóttir Dagur Páll Friðriksson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ólafs Kristjáns Guðmundssonar, Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, áður til heimilis að Kirkjulundi 8 í Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Þ. B. Ólafsson Þuríður Kristín Kristleifsdóttir Magnea Guðlaug Ólafsdóttir Þórunn Ólafsdóttir Daníel M. Jörundsson Magnús Óli Ólafsson Erla Dís Ólafsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Jón Hafsteinn Oddsson, bóndi og refaskytta, Álfadal á Ingjaldssandi, síðar Gerðhömrum í Dýrafirði, sem lést á sjúkrahúsi Ísafjarðar mánudaginn 23. júlí, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14.00. Guðmunda Jónína Guðmundsdóttir Einar Jónsson María Pálsdóttir Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir Ásgeir Guðjón Kristjánsson Dagný Jónsdóttir Arnór Magnússon Álfhildur Jónsdóttir Þór Ólafur Helgason og fjölskyldur. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Ísafjarðar. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík, Áður Grýtubakka 4, sem lést sunnudaginn 29. júlí á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, fimmtudaginn 2. ágúst, kl. 15.00. Ómar Heiðberg Ólafsson Kristín Þórarinsdóttir Bragi Hjörtur Ólafsson Guðmundur Kristinn Ólafsson Ingibjörg Sigurðardóttir S. Stefán Ólafsson Jóhanna J. Guðbrandsdóttir Olga Ólafsdóttir Sigurður Jónsson Sólveig Ólafsdóttir Trausti Hermannsson Sigurlín Ólafsdóttir Ólafur Valur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.