Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 62
Kl. 17
Dagný Guðmundsdóttir opnar
sýninguna Maður með mönnum
II í Start Art að Laugavegi 12b
klukkan 17 í dag. Sýningin er
systursýning Maður með
mönnum í Edinborgarhúsinu á
Ísafirði. Hún sýnir ljósmyndir og
púða með stæltum karlmönnum
í átökum. Sýningin stendur til
30. ágúst.
Gömul gæra á Egilsstöðum
Nýjasta plata KK og Magga Eiríks, Langferðalög,
hefur selst í um það bil 4.700 eintökum og er þar með
orðin ein mest selda plata sumarsins. Þeir félagar
hafa verið á tónleikaferð um landið, hvarvetna hefur
verið húsfyllir og hefur mikil stemning myndast.
Í kvöld verða þeir á Hótel Borg og hefjast tónleik-
arnir klukkan 20.30. Á laugardagskvöld verða þeir
síðan í félagsheimilinu að Flúðum í Hrunamanna-
hreppi og daginn eftir klukkan 15 verða þeir á Hótel
Geysi í Haukadal.
Ein mest selda platan
Faxaskjól 26
107 Vesturbær
Einbýlishús á einstakri sjávarlóð
Stærð: 230,5 fm
Fjöldi herbergja: 7
Byggingarár: 1945
Brunabótamat: 29.750.000
Bílskúr: Já
Verðtilboð
Lind
Þórarinn Jónsson
Lögg. fast. hdl.
thorarinn@remax.is
Bókið skoðun í síma 862-1109
RE/MAX Lind - Bæjarlind 14-16 - 201 Kópavogur - Sími: 5209500 - www.remax.is
Anna Karen
Sölufulltrúi
annaks@remax.is
862 1109RE/MAX Lind er með í einkasölu einbýlishús á einstakri sjávarlóð í Vesturbænum.
Einn allra eftirsóttasti staður höfuðborgarsvæðisins. Húsið er byggt 1945 og er á
þremur hæðum. Heildarstærð er 230,5 fermetrar með bílskúr.
Stærð lóðar er 518.0fm. Húsinu hefur verið haldið vel við en það var m.a. málað
og múrviðgert. Gler og gluggapóstar hafa einnig verið endurnýjaðir. Þessi eign
býður uppá mikla möguleika. Sjón er söguríkari.
Sumartónleikaröðinni í
Skálholti lýkur með krafti
nú um helgina. Tónleikar
verða á hverjum degi frá
fimmtudegi til sunnudags.
Á laugardaginn frumflyt-
ur Kammersveitin Ísa-
fold tónverk eftir Daníel
Bjarnason staðartónskáld.
Einnig verður boðið upp á
skapandi tónlistarsmiðju
fyrir börnin á laugardag og
sunnudag.
„Þetta er svolítið sérstök dagskrá
hjá okkur um helgina,“ segir
Alexandra Kjeld, kynningarstjóri
Sumartónleika í Skálholti. „Fyrstu
tónleikarnir verða í kvöld með
dúóinu Aurora Borealis sem eru
Margrét Hrafnsdóttir sópran og
Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleik-
ari. Svo verða tónleikar frá laug-
ardegi til mánudags með Kamm-
ersveitinni Ísafold.“
Ísafold spilar ferna tónleika um
helgina þar sem hún flytur tvö
sett af efnisskrám.
Fyrri efnisskráin kallast Da
pacem Domine. „Á henni eru verk
eftir 20. aldar tónskáld og sam-
tímamenn. Þar ber helst frum-
flutningurinn á nýja verkinu hans
Daníels en auk þess eru meðal
annars verk eftir Arvo Pärt og
Xenakis.“ Seinni efnisskráin ber
heitið In Memoriam. Verkin á
henni eru styttri verk sem tón-
skáld hafa samið í minningu eða
til heiðurs einhvers.
Á laugardag og sunnudag er
boðið upp á skapandi tónlistar-
smiðju fyrir börn. „Við höfum
verið með svona námskeið síð-
ustu ár og þetta hefur gengið
rosalega vel. Það eru alls konar
hljóðfæri þarna sem börnin fá að
prófa og svo eru tónleikar fyrir
foreldrana í lok dagsins.“
Alexandra segir að tilvalið sé
að koma um hádegið og byrja á að
fá sér að borða og skoða staðinn.
Tónlistarsmiðjan fyrir börnin
byrjar rétt fyrir kl. 15 og fyrstu
tónleikar dagsins hefjast skömmu
síðar. Einnig er boðið upp á skoð-
unarferðir um staðinn og hægt að
fá sér eitthvað í svanginn.
VINNINGAR ERU BÍ
ÓMIÐAR,
TÖLVULEIKIR, DVD M
YNDIR
OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS JA SMF
Á 1900 OG ÞÚ
GÆTIR UNNIÐ MIÐA
!
11.
HVER
VINNUR
!
HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.