Fréttablaðið - 02.08.2007, Síða 64
Ragnheiður Harvey, dag-
skrárfulltrúi í Norræna
húsinu, vill að matreiðsla
gangi fljótt og vel fyrir sig
á virkum dögum.
„Venjulega er þetta þannig að
maðurinn minn sér um innkaup
og matreiðslu á virkum dögum og
ég um helgar,“ sagði Ragnheiður.
„Mér finnst mjög gaman að elda,
ef ég er ekki alveg örmagna af
þreytu. Það er notalegt að geta
búið til eitthvað gott saman og
bjóða börnum og fjölskyldu í mat
svona um helgar,“ sagði hún.
Þessa dagana kemur Ragnheið-
ur svo sannarlega örmagna heim
úr vinnu, því í Norræna húsinu er
nú unnið hörðum höndum að
undirbúningi menningarhátíðar-
innar Reyfis, en hún mun standa
frá 18. til 26. ágúst. „Við erum að
leggja lokahönd á dagskrána, sem
verður alveg ótrúlega fjölbreytt.
Hér verða rithöfundar, tónlist-
aratriði og dans, við verðum með
ýmsar sýningar og kvikmyndir.
Þetta er allt frá Norðurlöndun-
um, en svo leggjum við áherslu á
Ísland líka,“ útskýrði hún.
Ragnheiður bjó í Noregi í sex-
tán ár, þar sem hún vann hjá
norska ríkissjónvarpinu. Hún
segir ekki mikinn mun á matar-
menningu landanna, en kveðst þó
hafa saknað fersks fisks á meðan
á dvölinni stóð.
„Það veiðist frábær fiskur í
Norður-Noregi, en af einhverjum
ástæðum tekur mjög langan tíma
að koma honum til Oslóar,“ sagði
Ragnheiður. „Svo er jólamaturinn
allt, allt öðruvísi en hér.“
Þjóðlegur norskur jólamatur
er ribbe-steik, eða rifjasteik. Með
henni eru bornar fram kjötbollur
úr kjötfarsi. Manni fannst þetta
ekki alveg nógu jólalegt,“ sagði
hún og hló.
Magn í uppskriftinni fer eftir
þörfum hvers og eins.
Á vef Umhverfisstofnunar, ust.
is, má finna mikinn fróðleik um
matvæli og matreiðslu.
Þar má til dæmis nálgast
margar góðar ábendingar um
mataræði þungaðra kvenna,
fræðast um örverur í matvælum
og þær matareitranir eða
matarsýkingar sem af þeim geta
hlotist.
Á vefnum er að finna fræðslu
um svokallað nýfæði og ráðlegg-
ingar til skólamötuneyta vegna
fæðuofnæmis barna, sem henta
jafnframt venjulegum fjölskyld-
um sem vilja víkka skilning sinn
á efninu. Þar má enn frekar
finna upplýsingar um íslenska
matvælalöggjöf.
Á vefnum er einnig hægt að
skoða útgefna bæklinga sem
Umhverfisstofnun hefur sent
frá sér á pdf-formi, ásamt
glærum úr fræðslufyrirlestrum,
fræðslupistla, orðskýringasafn
og ýmsar reglugerðir.
Af bæklingum væri ekki úr
vegi að renna yfir Góð ráð við
grillið, en þar er að finna ýmsar
ábendingar kokkum til handa.
Eins er að finna bækling um
fæðubótarefni sem sífellt
algengara er að fólk notfæri sér.
Fræðslupistlarnir fjalla hins
vegar um allt frá baunaspírum
til kúariðu.
Fróðleiksfúsir ættu ekki að
láta vefinn fram hjá sér fara.
Upplýsingar um matvæli má
nálgast á ust.is/matvaeli.
Nú eru góð ráð ódýr
Prófaðu...
...að skella í lyftiduftsbollur á
helgardegi. Það tekur ekki mikið
meira en hálftíma, og
morgunmatur með nýbökuðu
brauði er
óneitanlega
algjört dekur
og dagurinn
fer ljúflega
af stað.
Tab er ómissandi í alla staði
Í næsta þætti af Mat og lífsstíl
heimsækir Vala Matt myndlistar-
hjónin Ragnar Kjartansson og
Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. „Þau eru
að slá í gegn út um allan heim með
frumlegum listaverkum sínum og
gjörningum, og það má eiginlega
segja að heimsóknin til þeirra hafi
verið hálfgerður gjörningur,“ sagði
Vala og hló. „Þau bjuggu til mjög
skemmtilegan bröns fyrir okkur.
Raggi bjó til rétt sem hann lærði í
Húsmæðraskólanum, en hann var
fyrsti karlmaðurinn sem lærði við
þann skóla. Það er náttúrulega
ótrúlega skemmtilegt – og líkt
honum,“ sagði Vala.
Kertasalatið úr Húsmæðraskól-
anum var afar skemmtilegt, að
sögn Völu. „Svo kom það líka dálítið
á óvart að þessi blanda var bara
alveg glettilega góð,“ sagði hún og
hló við.
Kertasalat Ragga Kjartans