Fréttablaðið - 02.08.2007, Síða 70
Síðari leikur KR og Häck-
en verður sá fyrsti sem Logi Ólafs-
son stýrir KR-skútunni. Hann tók
við liðinu á mánudaginn og segir
fyrstu dagana hafa verið „algjöra
snilld“.
Häcken er í 6. sæti næstefstu
deildarinnar í Svíþjóð og hitaði
upp fyrir leikinn með 4-0 sigri um
síðustu helgi. „Persónulega renni
ég nokkuð blint í sjóinn. Ég þekki
ekki Häcken en leikmennirnir og
Sigursteinn Gíslason aðstoðar-
þjálfari þekkja þetta betur. Það
þykir fínt að vera með 1-1 stöðu
eftir útileik en mér skilst að þetta
séu áþekk lið,“ sagði Logi við
Fréttablaðið í gær.
Logi vonast til að geta hafið upp-
byggingu sína hjá KR strax í kvöld
en hann varar við röngu hugarfari
fyrir leikinn. „Við ætlum að gera
tilraun til þess að spila þetta eins
og við viljum gera þetta í framtíð-
inni. Það er óvarlegt að fara inn í
þennan leik með það hugarfar að
halda fengnum hlut og ætla bara
að pakka í vörn. Það er þó alveg
ljóst að við munum ekki taka nein-
ar verulegar áhættur en við förum
samt inn í leikinn með það hugar-
far að vinna,“ sagði Logi.
Nýi stjórinn í brúnni er ekki vit-
und stressaður fyrir fyrsta leikinn
undir kröfuhörðum áhangendum
og stjórn sem var orðinn lang-
þreytt á erfiðu ástandi í Vestur-
bænum. „Nei, það er ekkert stress
í gangi. „Ég veit að það eru allir
leikir erfiðir, ekki síst fyrir KR
eins og staðan er í dag. Vonandi
náum við að gera þetta þannig úr
garði að sjálfstraust manna aukist
eftir leiki og í leikjunum sjálfum,“
sagði þjálfarinn sem var ekkert
búinn að velta byrjunarliðinu fyrir
sér eða hvort miklar breytingar
yrðu gerðar á því frá stjórnardög-
um Teits Þórðarsonar. „Ég stilli
bara upp því sterkasta sem ég tel
að við eigum völ á.“
Logi ætlar að láta liðið sitt spila
almennilega knattspyrnu en
blanda saman léttleikandi spili og
lengri og árangursríkum sending-
um, eins og hann orðaði það. „Við
spilum fótbolta og reynum að ná
tökum á því að geta varist vel sem
liðsheild. Ég vona að við getum
búið til gott lið sem getur haldið
boltanum og spilað sig í gegnum
varnir andstæðinganna,“ segir
þjálfarinn og tekur jafnframt
fram að möguleikarnir á því að
komast áfram séu góðir.
Sjálfstraust er nokkuð sem
hefur verið áberandi ábótavant
hjá KR í sumar, á því vonast Logi
til að gera bragarbót. „Það verða
ekki kallaðir sálfræðingar, geð-
læknar og prestar í það, við reyn-
um að vinna það sjálfir. Aðferðin
er bara að halda áfram að æfa og
vonast til að koma sjálfstraustinu
úr æfingunum inn í leikina.“
Logi segir enn fremur að mór-
allinn í liðinu sé góður og hann
merki alls ekki að allt sé í háaloft
inni í búningsklefanum. „Mér
fannst ég merkja það að menn eru
staðráðnir í að gera betur og
aðeins að lyfta upp húmornum í
þessu. Menn þurfa að halda ein-
beitingu, hún verður að vera á
réttum stað á réttum tíma. Við
megum ekki gefa okkur of mikinn
tíma samt,“ sagði Logi sem ætlar
að gefa leikmönnum frí á næst-
unni.
„Það er oft ekki verra að menn
fari frá hver öðrum þegar ástand-
ið er svona. Við vinnum í því að
sameina liðið,“ sagði Logi Ólafs-
son.
Logi Ólafsson stýrir KR í fyrsta skipti í kvöld í Evrópuleik gegn Häcken. Logi
segist ekki þekkja mikið til sænska liðsins en hefur fengið haldgóðar upplýsingar
fyrir leikinn. Hann leggur áherslu á að sameina liðið fyrstu daga sína hjá KR.
Ætla sér að taka okkur í kennslustund
Markmaðurinn Casper
Jacobsen hefur skrifað undir
framlengingu á samningi sínum
við Breiðablik út sumarið 2008.
Jacobsen kom frá Danmörku eftir
að Hjörvar Hafliðason meiddist
og gerði upprunalega samning til
30. ágúst. Hann hefur aðeins
fengið á sig fimm mörk í sjö
deildarleikjum í sumar.
Hjörvar þarf smá tíma til að
koma sér inn í þetta aftur en
síðan er frábært að vera með tvo
sterka markmenn að berjast um
stöðuna,“ sagði Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Blika, við
Fréttablaðið í gær.
Hjá Breiðabliki
út sumarið 2008
Sigurður Ingimundar-
son, þjálfari Keflavíkur, segir
útlendingamál félagsins vera í
góðum gír þrátt fyrir að Úkraínu-
maðurinn Denis Ikovlev hafi hætt
við að koma.
Hann er að skoða nokkra
leikmenn og ætlar að taka sér
góðan tíma í að finna leikmenn
fyrir næsta tímabil. Keflavík
hafði náð samkomulagi við
umboðsmann Ikovlevs sem hafði
ekki skrifað undir.
Ikovlev vildi frekar fara til
Rússlands þar sem hann fékk
mun hærra peningatilboð,
eitthvað sem Keflavík átti ekki
möguleika á að keppa við. „Hann
er að fara í miklu meiri peninga
og ég lái honum það ekki. Ég
talaði við strákinn og þetta góður
náungi og góður leikmaður,“ segir
Sigurður.
Fékk risatilboð
frá Rússlandi
Leikmenn, þjálfarar og
fulltrúar Häcken, sænska liðsins
sem KR-ingar mæta í Evrópu-
keppninni í dag, staldra stutt við
á Íslandi. Liðið mætti til landsins
í gær og tók eina stutta æfingu í
Frostaskjólinu í gærkvöldi eftir
að hafa eytt deginum í skoðunar-
ferð um Reykjavík.
Á morgun er förinni heitið í
Bláa lónið áður en lagt verður af
stað aftur til Svíþjóðar. Stoppið er
í það heila því ekki nema rúmur
sólarhringur, sem þykir afar lítið
þegar mikilvægur Evrópuleikur
er annars vegar.
Staldrar stutt við