Fréttablaðið - 02.08.2007, Side 71

Fréttablaðið - 02.08.2007, Side 71
 Kvennalið Keflavíkur hefur náð samkomulagi við hina bandarísku Keshu Watson um að hún komi aftur til liðsins næsta vetur en Watson lék mjög vel með Keflavík á síðasta tímabili Watson, sem er bakvörður, var með 24,4 stig að meðaltali í leik í deildinni auk þess að gefa 6,1 stoðsendingu, stela 4,8 boltum og skora 2,7 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. Watson er keppnismanneskja og sterkur karakter sem gefur mikið af sér inn á vellinum og því eru þetta mjög góðar fréttir fyrir Keflavík sem endaði í 2. sæti á bæði Íslandsmótinu og í bikarnum síðasta vetur. Watson verður áfram í Keflavík lúxusferð Heppinn félagi í Bíóklúbbi MasterCard vinnur fimm daga lúxusferð fyrir 2 til London og fær að fylgja stjörnunum eftir rauða dreglinum og sjá stórmynd- ina The Bourne Ultimatum með stjörnunum 15. ágúst. Einnig vinna 150 félagar í klúbbnum tvo miða á sérstaka MasterCard forsýn- ingu á myndinni á Íslandi 16. ágúst, 6 dögum fyrir frumsýningu. Skráðu þig í Bíóklúbb MasterCard á www.mastercard.is/bio og notaðu MasterCard kortið! Drögum úr öllum færslum félaga í Bíóklúbbnum föstudaginn 3. ágúst 2007. www.mastercard.is/bio á rauða dregilinn í London 15. ágúst? Vinnur þú Fulltrúar Íslandsmeistara FH ræddu við kollega sína hjá KR í byrjun vikunnar um þann möguleika að fá sóknarmanninn Grétar Ólaf Hjartarson til liðsins á láni út tímabilið. Viðræðurnar áttu sér stað í byrjun vikunnar en frestur til félagsskipta rann út á miðnætti á þriðjudagskvöld. Viðræðurnar komust hins vegar aldrei á alvarlegt stig því KR-ingar höfðu lítinn áhuga á að sleppa Grétari, hvað þá til sjálfra Íslandsmeistaranna og erkifjendanna í FH. Reyndu að fá Grétar frá KR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.