Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég reyni oft að vera duglegur og elda mér hafragraut. Annars fæ ég mér bara Cheerios eða ristað brauð. Stundum gleymi ég reyndar alveg að borða. Ég reyni líka að byrja daginn á að fá mér eins nýkreistan appelsínusafa og hægt er, það tekst samt ekki alltaf.“ Tónlistarmaðurinn Mugison er að leggja lokahönd á næstu plötu sína og þar verður meðal annars að finna lagið George Harrison, sem er tileinkað Bítlinum sáluga. „Þetta er eldgömul hugmynd og ég ákvað bara að klára hana,“ segir Mugison, sem hefur lengi verið aðdáandi Harrisons. „Ég ætlaði að vera kvöldstund að klára það en var hálfan mánuð. Ég var orðinn svo þunglyndur að ég byrjaði að reykja aftur en er hætt- ur núna. Það er svolítið fyndin kaldhæðni að ég skyldi falla í fjögurra ára reykingabindindi vegna lags um mann sem dó úr lungnakrabbameini vegna reyk- inga,“ segir hann. Mugison lenti einnig í miklum vandræðum með upptökur á öðru lagi þar sem hann þurfti að taka upp fimmtán mismunandi millilög. „Þetta er aktívista-lag og millilagið virkaði í kassagítarútgáfu. Svo þegar það var komin „pródúksjón“ í kringum þetta hljómaði það eins og blanda af Boney M og Iron Maiden,“ segir hann og hlær. Nýja platan er væntanleg í lok september eða byrj- un október en vinna við hana hófst skömmu eftir að Mugison lauk við gerð Mugimama is this Monkey- music? Kappinn stefnir á að fljúga til Memphis í Bandaríkjunum á næstunni til að taka upp það sem á vantar á plötuna og dvelja þar í eina viku. Samdi lag um George Harrison „Þegar Lalli biður um greiða bregst ég við,“ segir Halldór Ein- arsson, betur þekktur sem Hall- dór í Henson. Halldór útvegaði Hrottunum, knattspyrnufélagi fanga á Litla-Hrauni, nýja bún- inga eftir að hafa fengið beiðni um slíkt frá sjálfum Lalla Johns sem situr inni sem stendur. „Fyrir fjölda ára fórum við Hemmi Gunn, Rúnni Júl, Ómar Ragnarsson og fleiri oft upp á Litla-Hraun til að spila við fang- ana. Ég man meira að segja eftir því þegar Ómar lenti flugvélinni í miðjum fangelsisgarðinum,“ segir Halldór hlæjandi þegar hann rifj- ar upp þessa gömlu tíma. „Við tókum líka eitt sinn ameríkana með okkur upp eftir. Honum fannst það mikið sport að spila í „the state prison“. Honum brá nú samt meira þegar boltinn fór yfir girðinguna, sem þá var einföld, og út fyrir fangelsið. Einn fanginn vippaði sér bara yfir, sótti boltann og kom aftur yfir,“ segir Halldór og skellir upp úr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Halldór bregst við beiðni fang- anna um nýja búninga. „Búning- arnir eru ekki þverröndóttir, svartir og hvítir,“ segir Halldór, sem sendi öllum Hrottunum ljós- bláa búninga, ekki ólíka Chelsea- búningunum, nema Lalla sjálfum. „Hann fékk rauðan búning,“ segir Halldór. Bláu búningarnir munu vafalaust koma sér vel enda þykja Hrottarnir ansi liðtækir knatt- spyrnumenn. Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í gærkvöldi á Old Trafford, heimavelli enska knatt- spyrnustórveldisins Manchester United. Englandsmeistararnir léku þá vináttuleik gegn Ítalíu- meisturum Inter Milan og söng íslenski sjarmörinn fyrir tugþús- undir gesta sem mættu á völlinn. Leikurinn var að auki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi víða um heim, meðal annars á sjón- varpsstöð Manchester United. Garðar Thor hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi síðustu mán- uðina eftir að fyrsta plata hans kom út þar í landi. Þetta er til að mynda í þriðja skiptið sem hann syngur á stórum fótboltaleik þar í landi. Fyrst var það úrslitaleikur fyrstudeildarliða um sæti í Úrvals- deildinni og síðar söng hann á heimavelli Íslendingaliðsins West Ham United. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur Garðar Thor einnig verið bókaður til að syngja á úrslitaleik bikarkeppninnar í breskum ruðningi 25. ágúst næst- komandi. Leikurinn fer fram á Wembley og nær sjónvarps- útsending frá honum til 200 milljóna áhorfenda víða um heim. Garðar Thor Cortes söng á Old Trafford
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.