Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 4
Vinnuveitendur eru látnir innheimta fjármagnstekju- skatt starfsmanna sinna fyrir toll- stjórann í Reykjavík og sýslumenn. Lektor við Háskólann í Reykjavík er afar ósáttur við að vinnuveitend- um séu sendar upplýsingar um fjármagnstekjur starfsmanna. „Hvernig aðrar tekjur mínar en launatekjur hjá vinnuveitandanum mínum eru skattlagðar kemur vinnuveitandanum ekki við, það hlýtur að vera réttur einstaklingsins að fá að halda þessum upplýsingum fyrir sjálfan sig,“ segir Ármann Gylfason, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Í fyrra seldi ég einhver hluta- bréf, og eins og lög gera ráð fyrir gaf ég það upp á skattframtali í vor. Í ágúst kom álagningarseðill þar sem fram kom að ég skuldaði fjár- magnstekjuskatt,“ segir hann. Ármann segir að greiðslunum hafi verið skipt upp á fimm gjald- daga, og fyrsta reikninginn hafi hann getað greitt í heimabanka. Hann hafi svo ekki fengið fleiri reikninga í heimabankann, en þess í stað hafi vinnuveitandi hans verið látinn vita að draga ætti frá launum hans á næstu mánuðum. Hann seg- ist afar ósáttur við að vinnuveit- anda sé blandað í málið með þess- um hætti í stað þess að honum sé sjálfum sendur reikningurinn. Einnig sé þetta eflaust í óþökk vinnuveitandans, sem sé settur í það hlutverk að innheimta fyrir ríkissjóð. Tollstjórinn í Reykjavík inn- heimtir skattskuldir borgarbúa, en annars staðar er innheimtan í hönd- um sýslumanna. Sigurður Skúli Bergsson aðstoðartollstjóri segir að heimild til að draga skattskuld af launum sé afar gömul. Á henni var skerpt með nýrri reglugerð árið 2001, þar sem sú skylda er lögð á launagreiðendur að halda eftir allt að þremur fjórðu hluta launa starfsmanna sem skulda tekjuskatt, útsvar og gjald í Fram- kvæmdasjóð aldraðra. Sigurður segir að þeir sem ekki séu skráðir með launagreiðanda fái greiðsluseðla vegna fjármagnstekjuskatts, en sé vitað hver vinnuveitandinn sé fari inn- heimta fram í gegnum hann. Spurður hvers vegna þetta verk- lag sé viðhaft segir Sigurður: „Þetta hefur verið talin nokkuð þægileg og örugg leið til að innheimta gjöld- in að draga þetta af laununum.“ Einhverjir launagreiðendur hafi þó kvartað yfir því að sinna þessu verki fyrir ríkið án þess að fá greitt fyrir. Sigurður segir að það gæti verið eitthvað dýrara að innheimta með greiðsluseðlum, en ekki hafi verið lagt sérstakt mat á það. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, vildi aðspurð ekki taka afstöðu til þess hvort þetta vinnulag stæðist lög um persónu- vernd. Kvörtun þurfi að berast Per- sónuvernd til að lagt verði í þá vinnu sem þurfi til að kanna það. Láta vinnuveitendur innheimta skuldir Innheimtumenn ríkissjóðs krefjast þess að vinnuveitendur dragi skuldir vegna fjár- magnstekjuskatts frá launum starfsmanna en senda ekki reikning. Kemur vinnuveit- endum ekki við segir skattgreiðandi. Þægileg og örugg leið segir aðstoðartollstjóri. Kennsla í rússnesku hófst við Háskóla Íslands (HÍ) í gærmorgun eftir þriggja ára hlé. Nú verður námið í fyrsta skipti á meistarastigi. Kristín Ingólfsdóttir rektor tók á móti Olgu Korotkovu, nýja rússneska sendikennaranum, og fulltrúum frá rússneska sendiráð- inu í Reykjavík rétt áður en fyrsta kennslustundin hófst. Björgólfur Guðmundsson var einnig viðstaddur móttökuna þar sem námið er stutt af fyrirtæki hans, eignarhaldsfélaginu Samson. Tuttugu og einn nemandi er skráður í rússneskunám við Háskóla Íslands. Fyrsta kennslu- stundin í gær Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur til starfa sem framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna í september. Hún tekur við af Drífu Snædal, sem mun áfram gegna starfi framkvæmda- stýru flokksins. Guðfríður Lilja var í öðru sæti á fram- boðslista Vinstri grænna í Suðvestur- kjördæmi fyrir síðustu alþingis- kosningar en náði ekki kjöri. Hún er með BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og mastersgráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Hún hefur unnið sem alþjóðaritari á alþjóðasviði Alþingis frá 2001. Guðfríður stýrir þingflokki VG Megn óánægja er meðal margra þeirra, sem börð- ust gegn niðurrifi Ungdómshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í vor, vegna ólátanna um helgina í til- efni af því að hálft ár var liðið frá því húsið var rifið. Allt logaði í óeirðum aðfaranótt sunnudagsins. Rúður voru brotnar í verslunum og bönkum, götuvígi reist og kveikt í bifreiðum. Sextíu og þrír voru handteknir og einn lögreglumaður særðist lítillega. Flestir hinna handteknu voru fljótlega látnir lausir. „Þrír eða fjórir verða ákærðir fyrir ofbeldi gegn lögreglunni,“ sagði Flemming Steen Munch, tals- maður lögreglunnar í Kaupmanna- höfn. Óeirðirnar hófust í kjölfar mót- mælagöngu sem ungmenni efndu til seint á laugardagskvöld í tilefni af því að hálft ár er liðið frá því Ung- dómshúsið á Norðurbrú var rifið. Einungis er þó talið að fáir þeirra, sem tóku þátt í óeirðunum um helg- ina, hafi tengst Ungdómshúsinu á nokkurn hátt. Þetta hefur danska dagblaðið Politiken eftir talsmanni fjölmiðlahóps Ungdómshússins, sem nefnir sig aðeins Sander. Í gærkvöld héldu aðstandendur Ungdómshússins og stuðningsmenn þeirra fund þar sem farið var yfir atburði helgarinnar. Tollskýrslugerð Hagnýtt og ítarlegt námskeið í gerð tollskýrslna. Kynntar eru helstu reglur er varða innflutning, innflutnings- takmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunar- samningar og notkun tollskrárinnar. Lengd: 21 std. og er boðið uppá morgun- og kvöldnámskeið. Verð: 28.000.- Sérútbúin kennslubók og ítarefni innifalið. Hefst 11. september og lýkur 20. september. Morgunnámskeið þriðjudaga og fimmtudaga kl 8:30 - 12:00 Kvöldnámskeið þriðjudaga og fimmtudaga kl 18:30 - 21:30 FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Eldsneytisverð lækkaði um tvær krónur hjá N1, Olís og Skeljungi í gær. Fyrir- tækin höfðu tilkynnt um tveggja króna hækkun á eldsneyti síðasta föstudag. Hækkunin síðan fyrir helgi hefur því gengið til baka, og kostar bensínlítrinn nú 126 krónur í sjálfsafgreiðslu á stöðvum félaganna þriggja. Atlantsolía hækkaði eldsneyt- isverð hjá sér í gær um eina og hálfa krónu, og stendur það nú í 125,90 krónum miðað við sjálfsafgreiðslu. Verðið þar hafði ekki lækkað aftur þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Verðhækkunin varði í þrjá daga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.