Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.09.2007, Qupperneq 6
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur lagt það til að eigendur fyrirtækisins, Reykja- víkurborg (93,5 prósent), Akranesbær (5,5 prósent) Borgarbyggð (0,76 prósent) og Borgarfjarðarsveit (0,17 prósent), breyti félaginu úr sameignarfyrirtæki í hlutafélag. Tillaga þess efnis var samþykkt á stjórnar- fundi í gær. Meirihluti stjórnarinnar vonast til þess að félagið geti tekið til starfa sem hlutafélag 1. janúar 2008. Báðir fulltrúar stjórnarminnihlutans, Dagur B. Eggertsson Samfylkingunni og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum, greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Tillagan var fjarri því að vera tilbúin til afgreiðslu,“ sagði Dagur að loknum fundi. Hann telur ekki að nein tilraun hafi verið gerð af hálfu Orkuveitunnar til þess að fara yfir málin heildstætt, meðal annars hvort ábyrgðir eigenda sameignafyrirtækis skekki samkeppnisstöðu gagnvart hlutafélögum sem ekki njóta sambærilegra ábyrgða, eins og Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú til skoðunar. „Það hefur ekki verið gerð lögfræði- leg úttekt á þessu máli frekar en öðrum,“ sagði Dagur. Haukur Leósson, stjórnarformaður Orku- veitunnar, segir breytinguna til góðs og til þess fallna að stytta verkferla. „Ákvarðana- tökur eru svifaseinar í sameignarforminu og það samræmist illa kröfum nútímans,“ sagði Haukur. Hann ítrekar að ekki standi til að einkavæða fyrirtækið, að minnsta kosti ekki á þessu kjörtímabili. „Ég veit svo sem ekki hvað gerist á næsta kjörtímabili en þessi breyting á rekstrarforminu tengist ekkert einkavæðing- aráformum.“ Meirihluti stjórnar bar því einnig við, sem frekari röksemd fyrir hlutafélagaforminu, að tekjuskattshlutfall fyrirtækisins myndi lækka úr 26 prósentum niður í átján prósent. Sú ástæða væri nægilega góð rök til þess að breyta rekstrarforminu. Stjórnin vill Orkuveitu Reykjavíkur sem hlutafélag Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu til eigenda um að breyta Orkuveitunni í hlutafélag. Tillag- an fjarri því að vera tilbúin til afgreiðslu, segir Dagur B. Eggertsson. Breyting til góðs, segir stjórnarformaður. „Bjarni Harðarson hefur náttúrulega verið í Perú og misst af þessari umræðu allri,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, hefur vakið athygli á minnisblaði, þar sem fjármálaráðuneytið veitir Vegagerð yfirdráttar- heimild, takist ekki að nýta aðrar ónýttar heimildir. Gunnar bendir á að um minnisblaðið megi lesa í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ferjuna. „Þetta mál Bjarna er þriggja vikna gamalt og kom fram á fyrsta degi,“ segir Gunnar. Yfirdráttarheimild- in sé einmitt meðal þess sem ágreiningur fjármála- ráðuneytis og Ríkisendurskoðunar snúist um. Fjárlaganefnd fundaði í gær um ferjumálið og hlýddi á Einar Hermannsson, skipaverkfræðinginn sem samgönguráðherra sagði bera ábyrgð á því. Einar sækist nú eftir uppreisn æru, en Gunnar telur ekki í verkahring nefndarinnar að fara lengra með þátt hans í málinu, enda hafi Vegagerðin tekið á sig ábyrgð hans. Fjárlaganefnd ætlar að ljúka umfjöllun sinni um Grímseyjarferju um miðjan mánuðinn og starfshópur samgönguráðuneytis á að skila niðurstöðum á næstu dögum um hvernig eigi að ljúka við ferjuna. Fulltrúar Vinstri grænna vilja að athugað verði hvort ekki sé hagkvæmara að selja nýju Grímseyjarferjuna í því ástandi sem hún er og smíða nýja ferju í staðinn. Þeir þingmenn Jón Bjarnason og Árni Þór Sigurðsson hafa því farið fram á að samgönguráðherra skipi óháða nefnd, með aðild heima- manna í Grímsey, sem fjalli um þá kosti sem bjóðast um nýja ferju. „Ef höfð eru snör handtök og ákvörðun tekin fljótlega getur ný ferja, byggð frá grunni, verið tilbúin 2009,“ segir í tilkynningu frá Vinstri grænum. Vilja smíða nýtt Grímseyjarfley „Við erum með tillög- ur um að gera mætti 2+2 veg alla leið með því að fækka mislægum gatnamótum og fjölga hringtorg- um. Þetta ætti að kosta um átta milljarða,“ segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár. Fulltrúi Vegagerðarinnar lýsti kostum 2+1 vegar í blaðinu í gær. Fram hefur komið að slík fram- kvæmd kosti um 5,8 milljarða, en 2+2 vegur um 13,5 milljarða. Einnig að samgönguráðuneyti hafi fjárheimildir sem samsvara um 7,4 milljörðum á núverandi samgönguáætlun. Þór segir að þótt góð reynsla sé af 2+1 vegum frá Svíþjóð, séu aðrar aðstæður hér á landi. Hugmyndir tryggingafélagsins snúist meðal annars um að þrengja milli akreina og setja þar vegrið. „Það eru veigamikil rök fyrir 2+2 vegi. Upphaflega átti að hafa mikið af mislægum gatnamótum á þessari leið. Við teljum að okkar útfærsla krefjist ekki umhverf- ismats, fremur en 2+1 leiðin. Hún hefði líka í för með sér að framkvæmdir gætu hafist mun fyrr. Við viljum bretta upp ermarnar,“ segir hann. Sjóvá vilji leggja veginn án þess að innheimta veggjöld. „Og þannig spörum við okkur tjón fyrir hundruð milljóna á ári.“ Pyotr Gagarín, 71 árs gamall rússneskur vörubifreiða- stjóri á eftirlaunum, segist vera þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Nú er hann þekktur um allt Rússland fyrir að kalla ríkisstjórann sinn „úrþvætti“. Fyrir vikið var hann ákærður fyrir að vera öfgamaður. Ákæran er lögð fram samkvæmt nýlegum lögum um öfgamennsku. „Þetta er skrípaleikur sem er settur á svið til að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Gagarín. „Maður móðgar einhvern og þá er maður skyndilega orðinn öfga- maður.“ Orðalag laganna er það vítt að stjórnvöld hafa möguleika á að leggja fram ákærur og banna starfsemi samtaka fyrir smávægi- legar sakir. Ákærður fyrir að brúka kjaft Tekur þú strætó? Hefur þú fordóma gagnvart útlendingum? Málefni Laugavegs 4 til 6 verða fyrst á dagskrá borgar- stjórnarfundar sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hvetur alla þá sem vilja til að fylgjast með fundinum af áhorf- endapöllum, því góð mæting gæti haft áhrif. „Þú veist hvernig pólitík virkar, stjórnmálamönnum finnst alltaf erfitt að standa á móti lýðræðisleg- um þrýstingi,“ segir hún. „Þó það sé nánast búið að taka ákvörðun um þessi hús þá er enn hægt að snúa því við. Við köllum eftir þrýstingi borgarbúa.“ Vill fjölmenni á Ráðhúspalla Nýtt héraðsfréttablað á Ströndum á Vestfjörðum lítur dagsins ljós á fimmtudag. Blaðið mun kallast Gagnvegur og verður því dreift ókeypis inn á hvert heimili Strandamanna. Útgefandi og ritstjóri verður Kristín Sigurrós Einarsdóttir, grunnskólakennari og fréttaritari á Hólmavík. Meðal efnis verður viðtal við Strandamann vikunnar, atburða- dagatal, fréttir og dagskrá sjónvarps. Langt er um liðið síðan prent- miðill var gefinn út á Ströndum og ætti þetta að vera kærkomin viðbót við fjölmiðlun á svæðinu, segir í tilkynningu. Héraðsblaðið sent í hvert hús

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.