Fréttablaðið - 04.09.2007, Qupperneq 8
Hvaða uppnefni hefur
umdeilt öryggishlið fyrir Saga
Class farþega hlotið?
Í hvaða landi voru börn
undir tíu ára aldri grunuð um
3.000 glæpi?
Hvar í Evrópu hafa
skógareldar geysað og valdið
dauða 65 manns?
Leðurblöku tókst
nýlega það sem umhverfisvernd-
arfólki og UNESCO, Menningar-
stofnun SÞ, hafði mistekist í
nokkurn tíma. Að stöðva umdeildar
vegaframkvæmdir í Dresden.
Menningarminjarnar í Dresden
höfðu verið settar á válista heims-
minjaskrár UNESCO vegna brúar-
gerðar, sem þykir raska umhverf-
inu. Þetta gæti þýtt að
heimsminjanefndin fjarlægði Dres-
den af heimsminjaskrá með öllu.
Waldschlösschen-brúin yrði 635
metra löng nútímasmíð sem passar
illa inn í minjarnar.
Íbúar borgarinnar kusu um
brúna árið 2005. Hún var samþykkt
og sögð nauðsynleg vegna bílaum-
ferðar í borginni.
Borgarráð Dresden ákvað að
hætta við brúna í fyrra, en lands-
dómur í Sachsen úrskurðaði seinna
að ákvörðun borgaranna skyldi
framfylgt. Í sumar setti UNESCO
sem skilyrði að brúin yrði hönnuð á
nýjan leik, í betra samræmi við
minjarnar.
Síðan hefur verið rætt um jarð-
göng og aðrar málamiðlanir, en
framkvæmdum var ekki frestað
fyrr en eftir að leðurblakan kom
fram í dagsljósið í síðasta mánuði.
Hún heitir Rhinolophus hippos-
ideros og er í útrýmingarhættu.
Einungis 650 slíkar eru til í heim-
inum og þær halda sig á þessu
svæði. Eftir þetta hefur ekki spurst
til framkvæmda.
Leðurblakan gerði útslagið
Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu lagði hald á
fíkniefni og þýfi í húsleit sem
gerð var í Mosfellsbæ á föstudag.
Húsleitin var gerð að fengnum
úrskurði. Fernt var í húsnæðinu
þegar lögreglu bar að garði, þrír
menn og ein kona, öll á þrítugs-
aldri. Í húsnæðinu fundust um 20
grömm af hvítu efni sem talið er
vera amfetamín, svo og slatti af
marijúana. Að auki fann
lögreglan ætlað þýfi, sem talið er
vera úr innbroti.
Fólkið, sem komið hefur við
sögu lögreglu áður, var fært á
lögreglustöð til yfirheyrslu og
látið laust að því loknu.
Voru með fíkni-
efni og þýfi
RV
U
ni
qu
e
08
07
04
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Lotus Professional
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
WC SmartOne statíf blátt
WC SmartOne statíf hvítt
3.982 kr.
1.865 kr.
Þú spar
ar bæð
i
pappír
og sápu
með
nýju Lo
tus Pro
fession
al
skömm
turunu
m
Lotus enMotion blár snertifrír skammtari
Lotus enMotion hvítur snertifrír skammtari
Lotus sápuskammtari Foam blár
Lotus sápuskammtari Foam hvítur
1.865 kr.
Björgólfur Guðmundsson,
stjórnarformaður Landsbankans,
hefur viðurkennt að hafa látið
farga upplagi af bók Guðmundar
Magnússonar sagnfræðings um
Thorsarana, sem Edda-útgáfa gaf
út árið 2005, því að hann hafi verið
óánægður með nokkrar blaðsíður í
henni. Edda-útgáfa er í eigu Björg-
ólfs. Björgólfur sagði frá þessu í
viðtali við breska blaðið The
Observer sem var birt um helg-
ina.
Á blaðsíðunum var fjallað um
hjónaband eiginkonu Björgólfs,
Þóru Hallgrímsson, og stofnanda
nasistaflokks Bandaríkjanna,
George Lincolns Rockwells. Guð-
mundur endurskrifaði þann hluta
bókarinnar þar sem fjallað var um
hjónabandið. Í bókinni, eins og
hún var síðar gefin út, er minnst
einu sinni á hjónabandið.
Björgólfur segir í viðtalinu að
honum hafi þótt það ósanngjarnt
að samband Þóru og Rockwells
hafi verið gert að aðalatriði í bók-
inni því umfjöllunarefni hennar
hafi verið Thors-ættin en ekki
hjónabandið.
Guðmundur Magnússon vill
ekki svara því af hverju hann
sættist á að endurskrifa þann
hluta bókarinnar þar sem fjallað
var um hjónabandið, en segir að
hann hafi verið sáttur við bókina
eftir að hafa breytt henni.
Kristján B. Jónasson, formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda
og fyrrverandi þróunarstjóri hjá
Eddu-útgáfu, segir aðspurður að í
þessu tilfelli hafi ekki verið um
ritskoðun að ræða hjá Björgólfi
því að Guðmundur hafi sæst á að
breyta bókinni. „Það vita það líka
allir að kjósi eigandi fyrirtækis að
beita því fyrir sig á einn eða annan
hátt þá gera þeir það. Ég er ekki
að segja að hlutirnir eigi að vera
þannig en svona er þetta bara,“
segir Kristján.
Bókin um Thorsarana er ekki
eina bókin sem hefur verið breytt
eftir að Björgólfur Guðmundsson
eignaðist Eddu því árið 2003 var
kafli tekinn úr bók Pálma Jónas-
sonar fréttamanns um Sverri Her-
mannsson, fyrrverandi banka-
stjóra Landsbankans: „Sverrir
– skuldaskil.“ Pálmi Jónasson stað-
festir að kaflinn hafi verið tekinn
út úr bókinni skömmu áður en hún
fór í prentun. „Stjórnendur Eddu
fóru á taugum stuttu áður en að
það átti að gefa bókina út,“ segir
Pálmi. Pálmi segir að þeir Sverrir
hafi báðir viljað birta kaflann. Á
endanum bað Sverrir Pálma um að
taka kaflann út því í honum væru
upplýsingar sem hugsanlega væri
brot gegn bankaleynd að greina
frá. Pálmi segist ekki geta greint
frá því sem var í kaflanum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var í kaflanum meðal
annars fjallað um óundirritað bréf
sem talið er að Kjartan Gunnars-
son, bankaráðsmaður í Lands-
bankanum, hafi skrifað til Matt-
híasar Johannessen, ritstjóra
Morgunblaðsins, árið 1998. Talið
er að haft hafi verið í hótunum við
Morgunblaðið í bréfinu. Kjartan
Gunnarsson mun hafa verið sá
maður sem hvað helst beitti sér
fyrir því að kaflinn var tekinn úr
bókinni um Sverri.
Lét farga bók
Guðmundar
Björgólfur Guðmundsson hefur viðurkennt að hafa
látið farga upplagi af bókinni um Thorsarana. Ann-
arri bók breytt eftir að Björgólfur eignaðist Eddu.
Líbanski herinn leitaði
í gær í rústum bygginga í norðan-
verðu Líbanon að flóttamönnum úr
samtökum herskárra Palestínu-
manna, daginn eftir að þeir voru
hraktir úr flóttamannabúðunum
Nahr el-Bared rétt fyrir utan bæinn
Trípólí.
Þriggja mánaða umsátri stjórn-
arhersins í Líbanon um flótta-
mannabúðirnar lauk á sunnudag-
inn með heiftarlegum bardaga þar
sem 39 herskáir Palestínumenn
féllu, tuttugu voru handteknir og
þrír líbanskir hermenn létu lífið.
Fuad Saniora forsætisráðherra
lýsti þá strax yfir sigri á samtökun-
um Fatah Islam, sem hafa hallast
að hugmyndum og aðferðafræði al-
Kaída. Bæjarbúar í Trípólí fögnuðu
úrslitunum ásamt hermönnum á
götum höfuðborgarinnar, margir
veifuðu fánum og hrópuðu í fögn-
uði. Sumir hleyptu af byssum
sínum og aðrir skutu flugeldum á
loft.
Eiginkona leiðtoga Fatah Islam,
Shaker al-Absi, bar í gær kennsl á
lík hans á sjúkrahúsi í Trípólí. Tveir
hinna handteknu staðfestu einnig
að líkið væri af leiðtoga þeirra.
Nærri 160 hermenn hafa fallið í
átökunum, sem þýðir að þetta eru
verstu innanlandsátök í landinu frá
borgarastríðinu 1975-90. Auk þess
létust í átökunum meira en 20
almennir borgarar og meira en 60
liðsmenn Fatah Islam.
Karlmaður var
stöðvaður tvisvar af lögreglu fyrir
lyfjaakstur á Selfossi í gær. Í
fyrra skiptið komu lögreglumenn
auga á hann við akstur á eigin bíl
fyrir hádegi, og var hann stöðvað-
ur. Bíllinn var tekinn í umsjá
lögreglunnar og manninum sleppt.
Síðar um daginn var maðurinn
aftur kominn á stjá, en þá hafði
hann orðið sér úti um annan bíl.
Lögregluþjónar stöðvuðu hann
aftur, enn var hann undir áhrifum
lyfja og aftur var bíllinn tekinn í
umsjá lögreglu. Að því loknu var
manninum sleppt.
Tekinn tvisvar
sama daginn
Fyrsti áfangi í
innleiðingu rafrænna lyfseðla á
landsvísu hófst á Selfossi í gær og
er stefnt að því að rafrænir
lyfseðlar verði orðnir að veruleika
um allt land um næstu áramót eða
fyrstu mánuði á eftir.
Sjúklingar munu þá ekki lengur
fá í hendur pappírslyfseðil hjá
læknum heldur sendist rafrænn
seðill beint í lyfseðilsgátt og geta
sjúklingar nálgast lyfin í hvaða
apóteki sem er.
Lyfseðlar verða
sendir rafrænt