Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 10
Vinnumálastofn-
un lét ekki stöðva starfsemi þýska
verktakafyrirtækisins Hunnebeck
Polska við Hraunaveitu Kára-
hnjúkavirkjunar í hádeginu í gær
eins og útlit var fyrir. Hunnebeck
er undirverktaki verktakafyrir-
tækisins Arnarfells. Stöðva átti
starfsemi fyrirtækisins því það
var óskráð hjá Vinnumálastofnun.
Forsvarsmenn Hunnebeck skráðu
fyrirtækið hins vegar hjá Vinnu-
málastofnun um helgina, segir
Gissur Pétursson, forstjóri stofn-
unarinnar.
Mikil umræða skapaðist um fyr-
irtækið eftir að rútu með nokkrum
erlendum starfsmönnunum þess
var ekið út af veginum niður af
Bessastaðafjalli í Fljótsdal á
sunnudaginn í síðustu viku. Tut-
tugu menn af þeim 29 sem lentu í
slysinu voru óskráðir hjá Vinnu-
málastofnun.
Á föstudaginn sendi Vinnumála-
stofnun sýslumannsembættinu á
Seyðisfirði beiðni um að vinna
Hunnebeck-manna yrði stöðvuð á
hádegi á mánudag ef forsvarsmenn
fyrirtækisins hefðu ekki gengið
frá skráningu fyrirtækisins fyrir
þann tíma, segir Lárus Bjarnason,
sýslumaður á Seyðisfirði. Lárus
hafði sent lögreglumenn á Kára-
hnjúkasvæðið í gærmorgun og
áttu þeir að stöðva starfsemi
Hunnebeck. Á ellefta tímanum
afturkallaði Vinnumálastofnun
beiðnina um stöðvun.
Gissur Pétursson segir að Vinnu-
málastofnun hafi ekki áður sent
lögregluembætti beiðni um að
stöðva vinnu verktakafyrirtækis.
Hann segir að fyrirtækið hafi brot-
ið lög með því að starfa óskráð hér
á landi. Aðspurður segir Gissur að
Vinnumálastofnun íhugi málsókn
gegn fyrirtækinu vegna þessa.
Hunnebeck hefur auk þess feng-
ið frest þar til í dag til að skila
ráðningarsamningum 36 starfs-
manna sinna til Vinnumálstofnun-
ar, segir Gissur. „Fyrirtækið gæti
hafa brotið íslensk lög ef það hefur
ekki greitt starfsmönnum sínum
laun samkvæmt íslenskum kjara-
samningum, segir Gissur og bætir
því við að hugsanlegt sé að stöðva
starfssemi fyrirtækisins vegna
þessa. Annað fyrirtæki, GT-verk-
takar hefur einnig frest þar til í
dag að skila ráðningarsamningum
þrjátíu erlendra starfsmanna
sinna. Nokkrir starfsmanna GT-
verktaka lentu einnig í rútuslysinu
á Bessastaðafjalli.
Marteinn Másson, lögmaður
Hunnebeck og GT-verktaka, segist
reikna með því að ráðningarsamn-
ingum starfsmanna GT-verktaka
verði skilað til Vinnumálastofnun-
ar í dag en að lendingin í máli
Hunnebeck verði sú að Arnarfell
ráði starfsmenn fyrirtækisins
beint til sín.
Hugsanlega farið í
mál við Hunnebeck
Stöðva átti vinnu verktakafyrirtækis við Kárahnjúka í gær. Starfsemi fyrirtæk-
isins verður hugsanlega stöðvuð ef það hefur ekki farið eftir kjarasamningum.
Skila á ráðningarsamningum starfsmanna Hunnebeck og GT-verktaka í dag.
Faðernismál Lúðvíks
Gizurarsonar var dómtekið í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Lúðvík gerir þá kröfu að
Hermann Jónasson, fyrrum
forsætisráðherra, verði dæmdur
faðir sinn.
Mannerfðafræðileg rannsókn
var gerð á lífsýnum frá Dagmar
Lúðvíksdóttur, móður Lúðvíks,
og Hermanni. Niðurstöður
Rannsóknarstofu í réttarlæknis-
fræði á Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi sýndu í kjölfarið að
99,9 prósenta líkur eru á því að
Hermann sé faðir Lúðvíks.
Faðernismálið
var dómtekið
Þriðju kynslóðar farsíma-
kerfi var formlega tekið í notkun á
Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-
þjónustu sína í gær.
Helstu nýjungarnar sem 3G-
tæknin felur í sér eru þríþættar:
Móttaka sjónvarpsútsendinga,
tenging við internet með allt að 7,2
megabita hraða og myndsímtöl þar
sem viðmælendur sjá hvor annan
meðan á símtali stendur.
Síðastnefnda nýjungin er bylting
í samskiptamáta heyrnarlausra
þar sem hún gerir þeim kleift að
tala í síma á móðurmáli sínu, tákn-
málinu. Síminn hefur gert sam-
starfssamning við Félag heyrnar-
lausra um að allir meðlimir
félagsins auk heyrnarlausra
grunnskólabarna á höfuðborgar-
svæðinu fái 3G-síma sér að
kostnaðarlausu. Einnig afhenti
Síminn Samskiptamiðstöð heyrnar-
lausra og heyrnarskertra þrettán
3G-síma sem táknmálstúlkar munu
nota við þjónustu sína við heyrnar-
lausa og heyrnarskerta.
Fyrst um sinn nær þjónustan
einungis til höfuðborgarsvæðisins
en samkvæmt samningi Símans
við Póst- og fjarskiptastofnun mun
3G-kerfið ná að lágmarki til 60
prósenta íbúa í hverjum lands-
fjórðungi eftir tvö og hálft ár.
Í dag eru um 7.000 3G-farsímar í
umferð á Íslandi. Búist er við að
árið 2015 verði flestir farsímaeig-
endur komnir með 3G-síma.
Þriðja kynslóð farsíma tekin í notkun
Berglind Ásgeirsdóttir
hefur verið ráðin í stöðu ráðu-
neytisstjóra heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis frá og
með 1. september. Berglind
hefur undanfarið gegnt stöðu
sviðsstjóra viðskiptasviðs í
utanríkisráðu-
neytinu.
Davíð Á.
Gunnarsson,
sem gegnt hefur
starfi ráðu-
neytisstjóra í
heilbrigðis- og
trygginga-
málaráðu-
neytinu, mun
flytjast úr
embætti
ráðuneytisstjóra
í utanríkis-
ráðuneytið í
embætti
„Special Envoy
for Global
Health“. Þar
mun hann sinna
störfum á
vettvangi
alþjóða-
heilbrigðismála með sérstaka
áherslu á málefni Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar.
Ráðuneytis-
stjóraskipti
Rússland mun ekki
hvika frá andstöðu sinni við
eldflaugavarnakerfi Bandaríkj-
anna í Austur-Evrópu og kröfu
sinni um að staða Kosovo verði
ákveðin í samræmi við óskir
Serbíu að því er utanríkisráðherra
Rússlands, Sergey Lavrov, greindi
frá í gær.
Lavrov sagði þetta tvö dæmi um
svokallaðar „rauðar línur“ sem
ættu við þegar raunveruleg hætta
steðjaði að þjóðaröryggi Rússa
eða þegar vegið væri að alþjóðleg-
um réttindum.
Þetta eru tvö stærstu deilumál
Bandaríkjamanna og Rússa í dag.
Hvika ekki frá
andstöðu sinni
Kristján Möller
samgönguráðherra hefur skipað
starfshóp um Vaðlaheiðargöng.
Hópnum er ætlað að gera
tillögur um hvernig og hvenær
gangagerð geti orðið.
Meðal þess sem til álita kemur
er hvort einkafyrirtækjum verði
falin framkvæmdin.
Nefndin á að skila áliti fyrir lok
september.
Formaður hópsins er Eiríkur
Bjarnason úr samgönguráðuneyti
og fer hann fyrir Hreini Haralds-
syni frá Vegagerðinni, Ásgeiri
Magnússyni úr Samtökum
atvinnulífsins og Jóni Birgi
Guðmundssyni frá Akureyrarbæ.
Starfshópur
um göng undir
Vaðlaheiði