Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 13

Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 13
[Hlutabréf] Stoðir ráða nú yfir 96,72 prósent- um hlutafjár í danska fasteignafé- laginu Keops. Þeir hlutir sem eftir standa eru innlausnarskyldir og verður yfirtöku formlega lokið á næstu dögum. Heildarvirði Keops er um 49,3 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt tilboði Stoða gátu hlutafjáreigendur valið milli þess að fá 24 danskar krónur fyrir hlut í Keops, eða hlutafé í Stoðum í skiptum. Eigendur sjötíu prósenta hluta- fjár völdu síðari kostinn. „Þetta gekk vonum framar. Nú eru um þrjú hundruð danskir hlutafjár- eigendur í Stoðum, sem enn er óskráð íslenskt félag. Greinilegt er að viðhorf Dana til íslensks við- skiptalífs hefur breyst talsvert síðan öll lætinu urðu kringum kaupin á Magazin Du Nord,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. Boðað hefur verið til stjórnar- fundar í Keops, þar sem formlega verður tekin ákvörðun um að afskrá félagið úr dönsku Kaup- höllinni. Stefnt er að því að skrá Stoðir í Kauphöll Íslands innan níu mánaða. Líklegt er að nýtt nafn verði fundið á hið nýsameinaða félag áður en til skráningar kemur. „Undirbúningur að skráningu er hafinn á fullu. Nú förum við í að ná eins mikilli samþættingu milli félaganna tveggja og mögulegt er. Við stefnum að því að eftir mánuð verði þetta farið að virka eins og eitt félag,“ segir Skarphéðinn Berg. Heildareignir Stoða og Keops eru metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Leiguhúsnæði hins nýsameinaða félags er sam- tals um 2,8 milljónir fermetra, og leigutakar rúmlega 3,800. Stoðir eiga nú eignir á Íslandi, í Dan- mörku, Svíþjóð og í Finnlandi. „Við skilgreinum okkur sem norð- ur-evrópskt fasteignafélag,“ segir Skarphéðinn Berg. Aðspurður segir hann enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið skuli inn á nýja markaði, en viðurkenn- ir að bæði þýsku og bresku fast- eignamarkaðirnir séu fýsilegir kostir. Stoðir í Kauphöll undir nýju nafni Yfirtöku Stoða á Keops lýkur formlega á næstu dög- um. Alls eiga 300 danskir fjárfestar hlut í félaginu, sem verður skráð í Kauphöll Íslands innan níu mánaða. Hagnaður MP fjár- festingabanka nam tæplega 1,12 millj- örðum króna á fyrri árshelmingi og jókst um 94 prósent sé miðað við sama tíma- bil í fyrra. Heildar- eignir bankans voru rúmir 42,4 milljarðar króna í lok júní 2007. Gengishagnaður nam 808 milljörðum króna og jókst lítillega frá fyrra ári. Fram kemur í tilkynningu frá MP fjárfestingabanka að fyrri hluti ársins hafi verið mjög hag- felldur. Bankinn hafi skilað methagnaði og þóknanatekjur aukist verulega milli ára. Þá segir að starf- semi bankans hafi haldið áfram að vaxa í Mið- og Austur-Evr- ópu þar sem megin vaxtabroddur starf- seminnar verði í náinni framtíð. Alls starfa nú 46 manns hjá MP fjár- festingabanka; 38 í höfuðstöðvunum í Reykjavík og átta til viðbótar í útibúi bankans í Vilníus. Methagnaður hjá MP Hagnaður jókst um 94 prósent milli ára.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.