Fréttablaðið - 04.09.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is
Ískemmtilegu viðtali í blaði nýlega við Sverri Þór Sverris-
son ræðir hann um þau mál sem
mótmælendur hafa tekið upp á
sína arma. Hann afgreiðir
árangursleysi mótmælanna og
málin sjálf með setningunni:
„Hverjum er ekki sama?“ Þessi
setning hefur ráðið úrslitum fyrr
og nú. Talibanar sprengdu
afskekktar Búddastyttur í
Afganistan. Hverjum var ekki
sama? Á næsta ári verða raðir
tuga fossa í Kelduá og Jökulsá á
Fljótsdal þurrkaðar upp þ. á m.
tveir samliggjandi fossar í Jökulsá
í stærðarflokki Gullfoss. Tvær ár
falla saman í annan þeirra fossa,
Faxa – önnur þeirra tær
bergvatnsá, hin gulbrúnt
jökulfljót, svo að fossinn verður
tvílitur. Hverjum er ekki sama?
Hvað er verið að mótmæla því
að Múlavirkjun og Fjarðarárvirkj-
un verði stærri en leyft var, en
hverjum er ekki sama? Það þarf
að virkja Neðri-Þjórsá, þegar
erlendi ferðamaðurinn stígur út úr
Leifsstöð verður fyrsta
mannvirkið sem heilsar honum
risaálver og síðan getur hann
rakið sig eftir háspennulínum,
gufuleiðslum, stöðvarhúsum og
síðar stíflum og lónum allar götur
norður á miðhálendið. Hverjum er
ekki sama þótt dýrmætri ímynd
Íslands verði breytt?
Enn hefur ekki verið fallið frá
Norðlingaölduveitu en með henni
verður þurrkuð upp fossaröð í
Þjórsá með tveimur fossum á
stærð við Gullfoss. Annar þeirra,
Dynkur, er líklega flottasti
stórfoss Íslands en hefur verið
afræktur hvað aðgengi varðar.
Landsvirkjun ætlar nú að nýta sér
umsagnir um beiðni um rannsókn-
arleyfi í Gjástykki frá 2004 á þann
hátt að fara samkvæmt skyndi-
veitingu leyfis tveimur dögum
fyrir kosningar 2007 út í miklu
meiri umhverfisröskun en
umsagnirnar frá 2004 tóku afstöðu
til. Þær umsagnir sýnast því ekki
gildar nú − en hverjum er ekki
sama?
Gjástykki og Leirhnjúkssvæðið
má hiklaust jafna saman við
Þingvelli og Öskju. Hvers vegna?
Jú, í Öskju skynjar ferðamaðurinn
sköpun heimsins og þangað fóru
bandarísku tunglfararnir til að
æfa sig undir það að standa á
tunglinu. Á Þingvöllum sést
landrekið vel, hvernig vesturbakk-
inn táknar Ameríku sem rekur
burt frá austurbakkanum, Evrópu.
Á hvorugum staðnum kemur til
greina að hrúga upp borholum,
gufuleiðslum, hápennulínum og
stöðvarhúsum. Á svæðinu frá
Leirhnjúki norður í Gjástykki
urðu fjórtán eldgos á árunum
1975-84. Þá myndaðist þar einstakt
landslag hvera, sprungna,
gígaraða og hrauna, þar sem
meðal annars má sjá hvernig
hraun kom upp úr sprungum og
rann niður í þær á víxl þegar
landið rifnaði með hyldjúpum
sprungum í landrekinu.
Af öllu þessu eru til einstæðar
myndir og kvikmyndir, meðal
annars af upphafinu þegar jörðin
rifnar sundur og eldurinn kemur
upp eins og rautt hnífsblað sem
ristir jörðina upp. Þarna eru
hliðstæðir möguleikar og eru í
Yellowstone um not myndefnis til
að skapa upplifun. Í Yellowstone er
ferðamannamiðstöð helguð
nýlegum skógareldum. Þar er
bíóhús með sýningum og ferða-
maðurinn fær myndefni í hendur
til að skynja og skilja þá sköpun og
eyðingu og kynslóðaskipti gróðurs
sem náttúrulegur skógareldur
skapar. Við Kröflu væri hægt að
hafa slíka miðstöð sem hjálpaði
fólki til að ganga um svæðið og
upplifa með hjálp mynda eldgosin
og sköpunarkraft einstæðrar
íslenskrar náttúru, standa og horfa
á svarta hraunstrauma liðast niður
hlíðar þar sem áður voru glóandi
eldelfur, upplifa það að standa í
sporum Marsfara því að á einum
stað á þessu svæði hafa alheims-
samtök áhugafólks um Marsferðir
markað sér svæði til æfinga fyrir
Marsfara framtíðarinnar eftir leit
um allan heim. Þessu svæði ætla
menn nú að umturna. Þegar komið
er á svæðið er ekki aðeins eins og
þetta allt hafi gerst í gær, heldur
hjálpa myndirnar líka ferða-
manninum til að upplifa það eins
og það sé að gerast í dag. Hvergi í
heiminum er slíkt að finna. Þetta
er nú bara rannsóknarleyfi segja
menn. En það var bara rannsókn-
arleyfi sem gerði kleift að
eyðileggja einstæða gönguleið og
inngang að Sogunum við Trölla-
dyngju í vor, en Sogin eru lit-
fegursta gilið á Suðvesturlandi og
þarf að fara allt til Landmanna-
lauga eða Kerlingarfjalla til að sjá
annað eins. En hverjum er ekki
sama?
Hverjum er ekki sama þótt enn
sé beitt fé á svæði á Íslandi sem
eru ekki beitarhæf? Sigríði í
Brattholti var ekki sama um
virkjun Gullfoss. Andóf hennar
réði þó ekki úrslitum um það að
Gullfossi var bjargað. Það var af
öðrum ástæðum að hætt var við að
þurrka Gullfoss með hugarfarinu:
Hverjum er ekki sama?
Höfundur er formaður Íslands-
hreyfingarinnar - lifandi lands.
Hverjum er ekki sama?
Steingrímur Ólafsson nýráðinn frétta-stjóri Stöðvar 2 sætir gagnrýni innan
fréttastofunnar fyrir að segja Þóru
Kristínu Ásgeirsdóttur fréttamanni upp
störfum, segir í frétt DV í gær. Kristinn
Hrafnsson fréttamaður segir uppsögnina
lúalega og lítilmannlega. Fréttamönnum
sem vilja sjálfstæði og fagmennsku hlýtur
að vera misboðið þegar þeir horfa upp á
fyrrverandi upplýsingafulltrúa Halldórs
Ásgrímssonar reka virtan stjórnmálafréttamann
stöðvarinnar. Vönduðum fréttamönnum hlýtur að
bregða þegar þeir heyra að nýi fréttastjórinn hyggist
móta þá eftir eigin höfði, eða hvað?
Þegar nýi fréttastjórinn áttaði sig á því að
ákvörðunin mæltist illa fyrir virðist sem hann hafi
reynt að varpa ábyrgðinni yfir á Sigmund Erni
Rúnarsson, forvera sinn. Í fyrstu axlaði Steingrímur
einn alla ábyrgð á gjörningnum, en við fyrstu ágjöf
er hann hlaupinn í skjól. „Ég frestaði ákvörðuninni
þegar ég tók við, … síðan komst ég að sömu
niðurstöðu og forveri minn,“ segir Steingrímur
núna. Er enn verið að spinna?
Kristinn Hrafnsson fréttamaður á Stöð
2 sýnir hugrekki og skorar á
fréttastjórann að segja satt. Hann segist
hafa borið ummæli Steingríms undir
Sigmund Erni sem hafni þeim alfarið.
Kristinn er ósáttur við að þegar
talsmaður á höfuðbóli síðasta
stjórnarheimilis skiptir um föt og gerist
oddamaður í aðhaldi almennings
gagnvart valdhöfum reki hann
aðalfréttamanninn í pólitískum fréttum.
„Smekklegt!“ segir Kristinn. Verður
hann kannski rekinn líka?
Þegar hratt er spunnið verður
vefnaðurinn götóttur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
talaði einmitt um spunadrengi fyrrverandi
forsætisráðherra á fundi blaðamanna fyrir
nokkrum árum. Hún sagði að þrátt fyrir glitrandi
spuna væri keisarinn án klæða. Fréttastofa með
fréttastjóra sem ekki segir satt er varla trúverðug.
Fyrir nokkrum árum var nýr fréttastjóri sendur
inn á Fréttastofu útvarpsins. Hann fór illa með
sannleikann í viðtali og var fréttastjóri í hálfan
dag.
Höfundur er sagnfræðingur og
varaþingmaður Vinstri grænna.
Fréttastjórinn og sannleikurinn
V
íðs vegar um borgina, og reyndar víðar, eru foreldrar
yngstu barna grunnskólans í vanda, eitt árið enn.
Ástæðan er mannekla á frístundaheimilum sem leiðir
til þess að hluti þeirra barna sem sótt hefur verið um
fyrir fær ekki pláss.
Foreldrarnir verða að bregðast við. Sumir þurfa að draga úr
vinnu, jafnvel þannig að fjárhagslegu öryggi fjölskyldunnar er
stefnt í tvísýnu. Aðrir eiga fjölskyldu og vini sem hægt er að leita
til en víst er að einhver ung börn eru lengur ein heima en gott
getur verið.
Í skólunum er það sama uppi á teningnum. Ekki hefur tekist
að ráða í allar stöður sem þýðir aukið álag á þá sem fyrir eru.
Leikskólar eru ekki fullmannaðir, fólk vantar til starfa við
umönnun aldraðra og á sjúkrahúsum.
Og það er víðar mannekla. Sums staðar á landinu vantar meira
en helming þeirra lögreglumanna sem ráð er fyrir gert til starfa.
Öll framangreind störf eiga það sameiginlegt að snúast um
samskipti við fólk, ungt, aldið, frískt, veikt og svo framvegis.
Þetta eru störf sem snúast um umönnun, kennslu og löggæslu.
Allt vandasöm störf sem krefjast mikillar færni í mannlegum
samskiptum, störf sem allir eru sammála um að gott og vel
menntað fólk eigi að gegna.
Samt hefur það verið svo að þessi störf hafa með hverju
árinu sem líður fest sig betur í sessi sem láglaunastörf. Þegar
atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki og á vinnumarkaði er keppst
um að fá til starfa hæft fólk, meðal annars með tilboðum um allt
frá mannsæmandi til hárra launa, þá brestur í. Þessi störf eiga
það nefnilega líka sameiginlegt að vera, að miklum meirihluta,
opinber störf þannig að svigrúm atvinnurekanda til að keppa við
launatilboð að almennum vinnumarkaði er lítið.
Sem betur fer er sá hópur stór sem þrjóskast við að vinna það
starf sem hann menntaði sig til eða valdi af öðrum ástæðum, fólk
sem þykir vænt um starfið sitt og velur að gegna því þrátt fyrir
að betri kjör kunni að vera í boði annars staðar.
Þetta fólk á heiður skilinn. Því ef þess nyti ekki við verður ekki
annað séð en að við blasi upplausn í samfélaginu; samfélag án
kennara, lögreglumanna, hjúkrunarfólks og annarra sem vinna
tengd störf er ekki mikils virði.
Ljóst er að til þess að viðhalda þeirri velmegun sem hér hefur
náðst og er að hluta til ástæða þessarar manneklu verður að sýna
þessum störfum og því fólki sem þeim gegnir þá virðingu sem því
ber með því að greiða fyrir þau mannsæmandi laun.
Sameiginlegum verkefnum skattgreiðenda verður að forgangs-
raða þannig að þetta verði unnt. Annars blasir eingöngu við auk-
inn vandi.
Velmegunarvandi
Allt vandasöm störf sem krefjast mikillar færni í
mannlegum samskiptum, störf sem allir eru sammála
um að gott og vel menntað fólk eigi að gegna.