Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 17
Heiðarleiki, kjarkur, þor, vitundarvakning og
flottari kroppur er það sem fæst með ástundum
rope-yoga.
„Rope-yoga er öflugt heilsuræktarkerfi sem byggist
á vaxtarmótandi æfingum, hugleiðslu og kenningum
um hinn gífurlegan mátt hugans,“ segir Elín Sigurð-
ardóttir, íþróttafræðingur og rope-yoga meistara-
kennari, sem í gær opnaði glæsilega rope-yoga stöð
á Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði.
„Hugmyndafræði rope-yoga byggir á ábyrgð
hvers og eins á eigin tilveru. Með breyttu hugarfari
er hægt að breyta líkamanum. Gott dæmi er Margrét
Ýr, rope-yoga kennari í stöðinni minni. Hún var
greind með MS-sjúkdóminn, en tók ákvörðun um að
lifa sig ekki inn í sjúkdóminn heldur lifa sig inn í
heilbrigði. Síðan hefur Margrét Ýr náð undraverðum
bata en var áður komin í hjólastól,“ segir Elín, sem
er einn þriggja rope-yoga meistarakennara á Íslandi
og lærði í Kaliforníu hjá Guðna Gunnarssyni, upp-
hafsmanni rope-yoga í heiminum.
„Við verðum að vakna til vitundar, leyfa okkur
framgöngu og að ná árangri í lífinu. Enginn stoppar
okkur í því nema við sjálf. Við þurfum að vita hvers
megnug við erum og vita hvað við viljum. Flestir
vita hvað þeir vilja ekki, einblína á það og uppskera
samkvæmt því, í stað þess að einblína á það sem þeir
virkilega vilja og fá það með tilheyrandi hamingju,“
segir Elín en á líkamsræktarstöð hennar er boðið
upp á innfrarauðan hitaklefa til meðferðar við vöðva-
bólgu, gigt og til almennrar vellíðunar.
„Rope-yoga mótar líkamann á fallegan hátt og
brennir fitu hratt þótt æfingakerfið sé rólegt. Það
þarf ekki að hamast og hlaupa frá sér allt vit til að
brenna. Við áreynslu eykst innöndun og brennsla. Í
rope-yoga notum við sjávarfallsöndun sem sexfaldar
lífaflið. Þá hitnar líkaminn og bæði andleg og líkam-
leg melting stórbatnar. Fólki eykst kjarkur og orka
til að framkvæma drauma sína; það drífur sig í skóla,
skiptir um vinnu og bætir samband við ástvini sína.
Með öðrum orðum; það fer að lifa lífinu lifandi og til
fulls,“ segir Elín sem leggur áherslu á að rope-yoga
sé fyrir konur og karla á öllum aldri.
„Þegar búið er að ná tökum á æfingakerfinu er
hægt að kaupa sér bönd og stunda æfingarnar heima,
en það er skuldbinding sem menn standa við gagn-
vart sjálfum sér. Við erum svolítið föst í því að ljúga
og svíkja; mest að okkur sjálfum.
Fyrsta lygin er blundtakkinn á vekjaraklukkunni,
svo að byrja í ræktinni á morgun, borga reikingana
síðar, mæta of seint í vinnuna og fleiri svik. Fólk
telur þetta skipta litlu en í raun minnkar sjálfsvirð-
ingin í hvert skipti sem glæpurinn er framinn. Í
rope-yoga förum við mikið inn á að standa við gefin
loforð, vera heiðarleg og segja sannleikann við okkur
sjálf og alla aðra.“
Á heimasíðu Elínar: www.elin.is má lesa vitnis-
burði um bætt heilsufar þeirra sem leggja stund á
rope-yoga.
Lífinu lifað lifandi
Auglýsingasími
– Mest lesið