Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 19
Kossar hafa meiri þýðingu fyrir
konur en karla.
Konur nota kossa til að vega og
meta hvort í þeim sem kysstur er
leynist hugsanlegur maki. Þær
beita þeim síðar til að viðhalda nánd
í ástarsamböndum og athuga hvern-
ig þau standa.
Þetta eru meðal annars niðurstöð-
ur úr rannsókn sem framkvæmd
var við New York háskóla, þar sem
yfir þúsund nemendur voru spurðir
hvað þeim fyndist um kossa.
Konur reyndust vandfýsnari á
hvern þær kysstu en karlar, sem
sögðust til í að stunda kynlíf án
kossa, með einhverjum sem þeir
löðuðust ekki að eða álitu lélegan
kyssara.
Ennfremur var munur á hvernig
kynin vildu hafa kossana og vakti
athygli að körlum líkaði betur blaut-
ir kossar þar sem tunguleikfimi er
óspart stunduð.
Loks þótti sýnt að á meðan konur
vonast til að kossar leiði til lang-
tíma ástarsambands, þá eru karlar
vongóðir um að þeir komi þeim í
bólið.
Sjá www.bbc.co.uk.
Konur hrifnari af kossum
Reykingamenn eru líklegri til að
þróa með sér Alzheimers-sjúkdóm
og önnur vitglöp umfram þá sem
hætt hafa reykingum eða aldrei
reykt.
Þetta kemur fram í tímaritinu
Neurology um niðurstöður hol-
lenskrar rannsóknar. Fylgst var
með sjö þúsund manns, eldri en 55
ára, í sjö ár, en á rannsóknartím-
anum voru 706 einstaklingar í
úrtakinu greindir með vitglöp.
Þekkt er að erfðavísirinn APOE4
eykur áhættu á vitglöpum. Hætta
á Alzheimers-sjúkdómnum jókst
ekki hjá þeim einstaklingum sem
reyktu og voru með APOE4-erfða-
vísinn í sér, en þeir sem ekki höfðu
þann erfðavísi voru 70 prósent lík-
legri til að fá Alzheimers ef þeir
reyktu. Reykingar auka einnig
hættu á heilablóðfali sem á sama
tíma veldur skemmdum á heila og
vitglöpum í kjölfarið.
Aukin hætta
á elliglöpum
Vinnutíminn er sá þáttur sem
hefur mest áhrif á nætur-
svefn. Því meiri vinna, þeim
mun minni svefn.
Tímaritið Sleep birtir nið-
urstöður bandarískrar rann-
sóknar sem náði til 50 þúsund
þátttakenda á þriggja ára
tímabili. Þeir sem sváfu
skemur en fjóra og hálfan
tíma að nóttu, unnu að meðal-
tali 93 mínútum lengur á virk-
um dögum og 118 mínútum
lengur um helgar. Í saman-
burði unnu þeir sem fengu
ellefu tíma nætursvefn að
meðaltali 143 mínútum minna
á virkum dögum og 71 mínútu
minna um helgar. Þeir sem
sváfu stutt eyddu einnig
meiri tíma í félagslíf, nám og
húsverk, en í samanburði
jókst sjónvarpsgláp hjá þeim
sem sváfu lengur.
Aldurshópurinn 45 til 54
ára svaf minnst og vann mest.
Næst vilja rannsakendur
mæla áhrif mikillar vinnu og
lítils svefns á heilsufar. Nú
þegar hafa rannsóknir sýnt
að fólk brennir kertin í báða
enda vegna aukinnar kröfu
vinnuveitenda á lengri vinnu-
degi. Nútímatækni hefur ekk-
ert gert til að auka frítíma
hins vinnandi manns, sem
bitnar á svefntíma hans og
lífsgæðum.
Sjö til níu tíma nætursvefn
er enn ráðlagður fullorðnu
fólki sem vill lifa við heil-
brigði og auknar lífslíkur.
Vinnuálag vont
nætursvefninum
Auglýsingasími
– Mest lesið