Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 22

Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 22
 4. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 fréttablaðið tölvur og tækni Wii-leikjatölvan frá Nintendo er komin í efsta sæti í leikja- tölvustríðinu. Síðan hún kom út í lok síðasta árs hefur hún selst ævintýralega vel og hafa framleiðendur vart undan að anna eftirspurninni. Fleiri eintök hafa selst af Wii en Xbox360, sem hefur verið á markaðnum tvöfalt lengur eða síðan í nóvember árið 2005. Samkvæmt heimasíðu VG Charz, sem tekur saman sölutölur leikja- tölva um allan heim, hefur Wii frá Nintendo selst best af þrem- ur leikjatölvum þessarar kyn- slóðar, eða í 10.910.000 eintökum. Xbox360 frá Microsoft fylgir fast á eftir með 10.670.000 seld eintök, en hún kom hins vegar mun fyrr út en Wii. Lestina rekur PlayStat- ion 3 frá Sony, sem kom út á svip- uðum tíma og Wii í Bandaríkjun- um, með 4.390.000 eintök. Wii hefur því tekið toppsætið í leikjatölvustríðinu með 42 prósent af seldum leikjatölvum þessarar kynslóðar, Xbox360 kemur næst með 41,1 prósent og PlayStation 3 er í þriðja og síðasta sæti með 16,9 prósent. Töluverðar efasemdir voru um velgengni Wii áður en hún kom á markað, sér í lagi vegna þess hve óvenjuleg hún er miðað við hefð- bundnari leikjatölvur. Í stað þess að leggja áherslu á öflugri tölvu með hraðari örgjörva og flottari leikjum einbeittu starfsmenn Nin- tendo sér að því að gera tölvuna aðgengilegri fyrir þá sem ekki hafa átt leikjatölvur hingað til. Til að mynda líkist stýripinn- inn frekar sjónvarpsfjarstýringu en hefðbundnum stýripinna fyrir leikjatölvur, og er með innbyggð- um hreyfiskynjara. Íþróttaleiki á borð við tennis og keilu er hægt að spila með því að hreyfa fjarstýr- inguna eins og spilarinn í leikn- um, rétt eins og þú haldir á tenn- isspaða eða keilukúlu. Miðað við velgengni tölvunn- ar síðan hún kom út virðist sem starfsmenn Nintendo hafi náð markmiði sínu, að fanga áhuga þeirra sem ekki hafa keypt leikja- tölvur áður. salvar@frettabladid.is Wii trónir á toppnum Wii er töluvert minni en Xbox360 og PlayStation 3, og stendur upp á rönd í stofunni. Stýripinninn er ekki ósvipaður sjónvarpsfjarstýringu eins og sést á myndinni. 1 11 21 31 41 51 61 71 81 91 10.000.000 9.000.000 8.000.000 7.000.000 6.000.000 5.000.000 4.000.000 3.000.000 2.000.000 1.000.000 0 Sala á leikjatölvum á heimsvísu síðan þær komu á markað Playstation 3 Wii Xbox360 Vikur síðan sala hófst Fjöldi eintaka Nýir tölvuleikir bætast hratt í hóp þeirra sem fyrir eru, eru hver öðrum betri og mega aðdá- endur tölvuleikja hafa sig alla við til að fylgjast með því sem er nýjast á markaðnum hverju sinni. Hér má líta nýjustu leikina frá Senu fyrir hinar ýmsu teg- undir tölva. - sig Nýir og spenn- andi tölvuleikir RATATOUILLE er byggður á samnefndri kvikmynd frá Pixar. Auk hefðbundinnar spilunar geta leik- menn leyst fjölda minni leikja sem ganga út á að leysa hin ýmsu verk- efni í eldhúsinu. Leikurinn nær and- rúmslofti myndarinnar fullkomlega enda skartar hann röddum þeirra sem talsettu myndina. Leikurinn er fyrir PC, PS2, PS3, PSP, Xbox 360 og NDS BOOGIE er partíleikur ársins fyrir Nintendo Wii. Leikmenn geta dansað, sungið og búið til sín eigin tónlistarmyndbönd, allt með því að nota Wii stýripinnann og hljóð- nema sem fylgir leiknum. Leikurinn inniheldur meira en 40 lög og geta fleiri en einn spilað saman. Leikur- inn er fyrir þriggja ára og eldri. HEAVENLY SWORD kemur út 19. september næstkomandi og er gríðarlega flottur leikur. Sögu- þráðurinn er fullur af drama og hasar en grafík og myndskeið leiks- ins sýna hvað býr í PlayStation 3 tölvunni. Leikurinn er blanda af hasar, húmor, hröðum bardagaat- riðum og öflugum söguþræði og er örugglega einn af leikjum ársins. BIOSHOCK er tímamótaleik- ur frá þeim sömu og gerðu System Shock leikina. Hér þvælast menn um neðansjávarborg og þurfa að gera allt til að bjarga eigin skinni, jafnvel fórna mannkyninu. Leikur- inn er blanda af skotleik og hlut- verkaleik þar sem menn upplifa ýmiss konar hrylling í einhverri glæsilegustu grafík sem sést hefur. Bioshock er fyrir 18 ára og eldri og er til í PC og Xbox 360. SINGSTAR 90‘S er með þrjá- tíu topplögum frá tíunda áratugn- um. Öllum lögunum fylgja uppruna- legu myndböndin en leikirnir eru með þeim vinsælli á Íslandi í dag. Meðal laga eru: Everybody Hurts með REM, Wannabe með Spice Girls, Creep með Radiohead og fleiri. GUITAR HERO ROCKS THE 80‘S er sá nýjasti af Guitar Hero leikjunum sem hafa slegið í gegn hér á landi og hleypt lífi í ófá partíin. Í leiknum, Guitar Hero Rocks the 80‘s, geta leikmenn dúndrað sér í gegnum heitustu rokklög níunda áratugarins. Tveir geta keppt saman eða á móti hvor öðrum í þessum leik sem ætlaður er fyrir sjö ára og eldri í PS2-tölvum. Einar Baldvin Arason kvikmyndagerðarmaður finnur endalaus tækniundur á uppboðssíðunni eBay. „Laserpod er ein uppáhaldsgræjan mín. Þetta er svona leysilampi sem virkar eins og nútímalegur lavalampi og er líka handhægt leysisjóv. Þetta virkar best með reykvélina í gangi í dimmu herbergi en það gerist því miður ekki alveg nógu oft hjá mér. Síðan er hægt að framkalla enn betri stemningu með tón- list undir,“ segir Einar Baldvin Arason kvikmynda- gerðarmaður sem segir lampann vera magnaðan þegar hann er kominn í gang. „Ljósin fljúga út um allt og vekja rosaleg áhrif enda er laserpod alveg málið núna, því Ipod er svo 2004,“ segir Einar Baldvin hlæjandi. Einar bæði tekur og framleiðir innslög hjá Sjón- varpinu ásamt því að klippa og liggur þá löngum stundum yfir klippiforritinu AVID. „Ég hef mest- megnis notað PC en núna ákvað ég að bregða út af vananum og var að panta mér MacBook sem er á leið- inni til landsins. Ég hef heyrt að það sé mjög þægi- legt að vinna á makkann og í mínu starfi er gott að vera hæfur á bæði,“ segir Einar Baldvin og bætir við: „Ég hef þó mest gaman af litlum heilalausum tæknigræjum sem ég finn á eBay og get leikið mér að þegar ég er ekki í vinnunni.“ Að eigin sögn er Einar Baldvin forfallinn eBay-fík- ill og fékk einmitt leysilampann þar. „Það má segja að hver einasti dagur sé eins og jól þegar ég er með pakka á leiðinni frá eBay,“ segir Einar Baldvin hlæj- andi sem vinnur að því að innrétta heimilið sem leik- völl fyrir fullorðinn strák. „Ég er með fótboltaspil og margar litlar tækni- græjur frá eBay auk þess að vera með Playstation 2. Við hittumst síðan átta saman og spilum með skjá- varpann í gangi og laumum kannski inn einum bjór á meðan,“ segir Einar Baldvin. Auk leysilampans hefur Einari fengið á eBay lyklakippur sem geta spil- að gítarsóló og syngjandi upptakara. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi verið tölvunörd sem krakki og að þannig sé það jafnvel enn. „Ég spilaði mikið á Amstrad sem krakki og þá einhvern vetraríþróttaleik og síðan tók Nintendo við. Ég er enn í íþróttunum og uppáhaldsleikurinn í dag er fótboltaleikurinn Pro Evolution Soccer,“ segir Einar Baldvin og bætir við: „Það má samt segja að ég sé svona alhliða tækniáhugamaður og á erfitt með að gera upp á milli. Enda er aðalatriðið bara að hafa gaman að þessu.“ rh@frettabladid.is Syngjandi upptakarar Einar Baldvin Arason hefur gaman af allri tækni og heldur mikið upp á leysilampann góða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.