Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 24
4. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 fréttablaðið tölvur og tækni
GPS-staðsetningartækin eru
vörður nútímans sem hjálpa
fólki að rata á ferðalögum. Sú
tækni hefur rækilega sann-
að gildi sitt og er í stöðugri
framþróun eins og Ríkarður
Sigmundsson hjá fyrirtækinu
R. Sigmundsson lýsir.
„Stærsti vaxtarbroddurinn í GPS-
tækninni er í svokölluðum leið-
sögutækjum sem hjálpa þér að
komast í viðtal á réttum stað á
réttum tíma. Við hjá R. Sigmunds-
syni erum þeir einu sem bjóðum
upp á slíka tækni hér á landi. Þá
á ég við kort sem tilgreina ein-
stefnu, hámarkshraða á hverjum
vegi, heimilisföng og alls konar
upplýsingar. Verkfræðistofan
Hnit og dótturfélag hennar, Sam-
sýn, hafa lagt í gríðarlega vinnu
fyrir okkur við að safna saman
gögnum úr ýmsum áttum og setja
inn á kortin. Við erum þar með um
40.000 örnefni og yfir 4.000 staði
sem veita þjónustu, svo sem sund-
laugar, lögreglu, heilsugæslu,
bensínstöðvar, skíðasvæði, versl-
anir, hótel, golfvelli og söfn svo
nokkuð sé nefnt.
Við blöndum þannig saman í
okkar tæki upplýsingum um ör-
nefni, leiðir og hæðarlínur í
óbyggðum og leiðsögutækni sem
hjálpar þér að finna heimili fólks
sem er kannski nýflutt í eitthvert
úthverfa Kópavogs sem þú hefur
aldrei komið í áður.
Kortin eru á geisladiski sem
hægt er að skoða í Windows-stýri-
kerfi í tölvunni og færa síðan inn
í GPS-tækið. Þannig er hægt að
skipuleggja ferðalag og skoða
áhugaverða staði í tölvunni á stór-
um skjá og senda staðsetning-
ar yfir í tækið sem síðan leiðir
fólk á staðinn. Snertiskjáir á tæk-
inu hjálpa til við að velja það sem
verið er að leita að.“
Ríkarður segir þennan leiðsögu-
búnað eingöngu gilda í Garmin-
tæki. „VHS- og Beta deilan í gamla
daga hjá vídeóunum er þúsund-
föld í þessum geira. Hver fram-
leiðandi hefur sitt form á gögnun-
um. Við erum umboðsmenn fyrir
Garmin GPS-tæki og fengum Hnit
og Samsýn til að búa til kort sem
ganga í þau. Við seljum svo bún-
aðinn í flestum útivistarbúðum,
Fríhöfninni, Elkó, Bílanausti og
hjá umboðsmönnum um allt land,“
upplýsir hann.
Garmin-tækin eru til í mörg-
um útfærslum að sögn Ríkarðs og
verðið er frá 39.000 upp í á annað
hundrað þúsund króna. „Sum
tækin eru með Bluetooth-síma-
búnaði til að hafa í bílnum og á
honum kviknar þegar kveikt er
á bílnum. Síminn er aldrei tek-
inn upp úr töskunni en ef hann
hringir sést á skjánum hver er á
línunni, svo er hátalari og míkra-
fónn á tækinu. Sumum GPS-tækj-
um fylgir innbyggt tæki til að nota
í akstri erlendis. Það tekur við um-
ferðarupplýsingum og lætur vita
ef slys, vegagerð eða aðrar hindr-
anir eru framundan. Tækið getur
þá valið nýja leið framhjá staðn-
um ef óskað er. Þetta er magnað
kerfi.“ gun@frettabladid.is
Virka jafnt í óbyggðum sem
úthverfum Kópavogs
„Við höfum sett kort inn í tækin okkar sem eru með alls konar upplýsingum,“ segir
Ríkarður.
Garmin-tækin henta vel við margs konar skilyrði.
Farsímabann hefur verið sett á
ferðamannaparadís í Karíbahaf-
inu.
Stundum er áreitið svo mikið í
nútímasamfélagi að marga dreym-
ir um að komast í frí þar sem tæki
og tól eins og iPod og farsímar eru
hreinlega skilin eftir heima.
Nú gætu þeir hinir sömu látið
drauminn rætast með fríi á Palm
Island, fjölsóttri eyju sem tilheyr-
ir Grenadíneyjunum í Karíba-
hafinu. Þar er blátt bann lagt við
notkun farsíma, fartölva og ann-
arra tækja á ströndum eyjunnar.
Hljómar eins og fullkomin
flóttaleið fyrir þá sem vilja sleppa
við allan ysinn og þysinn. - rve
Farsímalaust frí
Suma dreymir um frí án allra tækja og
tóla.