Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég hef reyndar ekki séð þetta,“
segir Sigurður Hjartarson, safn-
stjóri Hins íslenzka Reðasafns.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
gær eyddi gamanleikarinn Will
Forte drjúgum tíma í að ræða
heimsókn sína á Reðasafn Sigurðar
á Húsavík hjá spjallþáttastjórn-
andanum Conan
O‘Brian.
Reðasafnið hefur
vakið verðskuldaða
athygli að undan-
förnu og nýlega
birti spænska
dagblaðið El
Periódico
stóra grein
eftir Xavier
Moret um
safnið.
Greinin var
skrifuð á
bæði kast-
ilísku og
katalónsku
þannig að
allir gætu
lesið hana. Að
sögn Sigurðar hefur síminn varla
stoppað eftir að sú grein kom út og
hafa blaðamenn frá Chile og Spáni
viljað forvitnast um þetta sérstæða
safn. Þar að auki var safnstjórinn í
löngu viðtali við kanadíska útvarps-
stöð sem vakti mikla athygli meðal
Íslendinganna þar. „Markús Örn
Antonsson, sendiherrann okkar í
Kanada, sendi mér meðal annars
póst og þakkaði mér fyrir að Íslend-
ingar væru ennþá með húmor. Við
áttum afar góð og gagnleg bréfa-
skipti,“ segir Sigurður. Það sem
hefur fangað athygli erlendra
miðla hvað mest er yfirlýst gjöf
Páls Arasonar enda hefur hann
ánafnað stolti sínu og djásni til
safnsins.
Reðasafnið var stofnað fyrir tíu
árum, þann 23. ágúst árið 1997. Sig-
urður hélt upp á afmælið með því
að hafa frítt inn en að eigin sögn
mættu aðeins fjórir til afmælis-
veislunnar. „Annaðhvort eru Hús-
víkingar búnir að sjá þetta allt
saman eða þá að enginn er spámað-
ur í eigin föðurlandi,“ útskýrir Sig-
urður og þótti nú fyrri skýringin
líklegri. En sumarið í ár hefur
verið gott og segir Sigurður að fá
söfn geti státað af rúmlega fjórð-
ungs aukningu gesta og því sé gott
ris á Reðasafninu. Hann þakkar
það ekki síst áhuga erlendra fjöl-
miðla á safninu en vefsíðan Odd-
Edge.com hefur meðal annars valið
safnið eitt það skrítnasta í heimi.
En nú er síðasta opnunarvika
sumarsins staðreynd enda fækkar
ferðamönnum jafnt og þétt þegar
vetur konungur hefur innreið sína.
Sigurður er þó hvergi af baki dott-
inn því hann tekur á móti stórum
hópi sjónvarpsfólks frá bresku
sjónvarpsstöðinni ITV um miðjan
næsta mánuð en það vill fræðast
um eitt sérstæðasta safn Íslands.
„Þetta er alveg skelfilega svekkj-
andi,“ segir Óttar Guðnason kvik-
myndatökumaður en gerð kvik-
myndarinnar Stopping Power
hefur verið slegið á frest um
óákveðinn tíma. Frá þessu er
greint í kvikmyndatímaritinu
Variety. Óttar er kominn heim
frá Berlín en þar átti hann að
vera fram til jóla og hann segir
að það hafi verið erfitt að ganga
niður landganginn í flughöfn
Leifs Eiríkssonar.
„Þetta er alveg svakalega skrít-
ið því einn af fjárhagslegu
bakhjörlum myndarinnar hætti
skyndilega og dró fjármagn sitt
til baka,“ útskýrir Óttar en viður-
kennir um leið að þetta sé vafalít-
ið mun flóknara en svo. „Mikil
vinna hafði farið í undirbúning-
inn, ég er búinn að vera þarna í
átta vikur og eflaust eiga ein-
hverjir eftir að höfða skaðabóta-
mál á hendur Internationalmedia
sem framleiðir myndina,“ segir
Óttar sem sjálfur beið hins vegar
engan fjárhagslegan skaða enda
var greitt út vikulega. „Ég var
þarna líka minna út af peningun-
um og meira út af þeirri dýr-
mætu reynslu sem ég fékk og bý
að þrátt fyrir allt.“
Stopping Power var heldur
engin „smámynd“. Jan De Bont
er einn af þeim stóru í Hollywood
og á að baki smelli á borð við
Speed og Twister auk þess sem
hann er virtur tökumaður
sjálfur. Stórstjarnan John
Cusack hafði verið ráðin í
aðalhlutverkið og var undir-
búningur á lokastigi þegar
áfallið reið yfir. „Búið var að
kaupa 160 bíla og mála tvær
flugvélar. Annars skilst mér að
það sé mjög óvenjulegt að blása
af mynd þegar undirbúningurinn
er kominn á þetta stig,“ segir
Óttar sem bjóst við að hella sér
aftur út í gerð auglýsinga þegar
heim væri komið.
Óttar svikinn um stórmyndina
„Þetta var þrautalending. Menn
voru bara komnir út í horn með
þetta forlag,“ segir Hallgrímur
Helgason um fyrirhugaðan sam-
runa JPV og Máls og menningar í
Forlaginu. Hann kvaðst þó
ánægður með niðurstöðuna. „Ég
þekki Jóhann Pál og hef ekkert
nema gott af honum að segja, svo
ég er sáttur við mitt,“ sagði rit-
höfundurinn, sem kallar afdrif
Máls og menningar sorgarsögu.
„Þetta er forlag sem stóð ágæt-
lega í eigin húsnæði fyrir tíu
árum, en fór í mikla óvissuferð.
Nú er staðan þannig að forlagið
þurfti að selja húsið til að kaupa
sjálft sig, til að láta Jóhann Pál
svo hafa það. Mér finnst það
sorgarsaga,“ sagði Hallgrímur.
Einar Már Guðmundsson, sem
hefur gefið út undir merkjum
Eddu, eins og Hallgrímur, sagði
ekki annað hægt en að lítast vel
á nýtt fyrirkomulag. „Þarna eru
komnir saman þeir sem hafa
mesta reynslu af bókaútgáfu,“
sagði Einar Már, og benti
á að breytingarnar
yrðu líklegast til
þess að minnka
yfirbyggingu í
bókaútgáfunni.
„Kannski var
Edda, svona
eftir á að
hyggja, ekkert
sniðugt fyrir-
komulag, sér-
staklega
vegna þess að
það varð svo mikil yfirbygging,“
sagði hann.
Einar sagðist þó geta ímyndað
sér að stærð nýs forlags yrði til
vandkvæða fyrir nýja höfunda.
„Ég læt mér svona detta það í
hug að það sé kannski ekkert sér-
staklega góð staða að það sé nán-
ast bara einn staður sem menn
geta snúið sér til,“ sagði hann.
Stefán Máni, sem fór frá Eddu
til JPV eftir nokkra óánægju með
kynningu Eddu á bók hans, Túr-
istanum, sagðist ánægður með
breytingarnar. „Á meðan Jóhann
Páll og hans ágæta fjölskylda sér
um mín mál er ég sáttur. Þetta er
mín fjölskylda í útgáfumálum,“
sagði Stefán Máni.
Stærð Forlagsins
var honum ekki
áhyggjuefni. „Hún er bara hug-
læg. Þetta snýst um fólk, og stærð
hússins skiptir engu máli,“ sagði
hann.
Jóhann Páll Valdimarsson, sem
verður útgefandi hjá Forlaginu,
sagðist ekki hafa náð að tala við
alla þá höfunda sem breytingarn-
ar snerta. „Ég er í kapphlaupi við
tímann að reyna að tala við fólk,“
sagði Jóhann Páll, „en allir þeir
sem mér hefur unnist tími til að
tala við hafa tekið þessu hreint
og beint faganndi.“
Hann sagði Arnald Indriðason
og Ólaf Jóhann Ólafsson, tvo
söluhæstu rithöfundana Eddu-
megin, hafa tekið vel í fyrirhug-
aðar breytingar. „Ég hef rætt við
þá og á eftir að ræða
við þá nánar. Ég
er ákaflega
vongóður um
að ég njóti
samstarfs
við þá í
framtíð-
inni,“
sagði
Jóhann
Páll.
Taka Forlaginu opnum örmum
„Ég fer reyndar voða lítið út
að borða, en þegar ég geri það
er Sjávarkjallarinn efstur á
listanum.“