Tíminn - 25.01.1981, Page 12
Sunnudagur 25. janúar 1981.
12
65 hestafla
Á TILBOÐSVERÐI
Eigum 5 st. 65 ha.
URSUS dráttavélar með
upphituðu húsi, sem verða
seldar á tilboðsverði
eða kr. 42.000.-
Greiðslukjör:
25.000.- út,
eftirstöðvar á 5 mánuðum
VfiiKK
Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-80
Sviftsmynd úr nýja leikritinu.
Þjóðleikhúsið:
Líkaminn — annað ekki
á Litla sviðinu
Frumsýning á Litla
sviði Þ jóðleikhússins:
Likaminn — annað ekki
eftir James Saunders
Nk. þriðjudagskvöld, 27. janú-
ar, kl. 20.30 frumsýnir Þjóð-
leikhúsið nýlegt breskt leikrit
eftir James Saunders á Litla svið-
inu. Leikritið heitir „Bodies” á
frummálinu, en hefur i islenskri
þýðingu örnólfs Árnasonar hlotið
nafnið LIKAMINN — ANNAÐ
EKKI. Það er Benedikt Árnason
sem leikstýrir, en Jón Svanur
Pétursson gerir leikmynd og bún-
inga, er þetta fyrsta leikmyndin
sem Jón Svanur gerir fyrir Þjóð-
leikhúsið, en hann hefur starfað
sem leiktjaldamálari við stofnun-
ina nokkur undanfarin ár. Páll
Ragnarsson sér um lýsinguna i
sýningunni.
Hlutverkin i leiknum eru aðeins
fjögur og eru i höndum Krist-
bjargar Kjeld, Gisla Alfreðsson-
ar, Steinunnar Jóhannesdóttur og
Sigmundar Arnar Arngrimsson-
ar.
LIKAMINN — ANNAÐ EKKI
er meðal þeirra leikrita sem hvað
mesta athygli hafa vakið i Bret-
landi á siðari árum, en annars er
James Saunders reyndur kunn-
áttumaður i leikritun sem samið
hefur fjölda leikverka bæði fyrir
leiksvið, útvarp og sjónvarp.
Þjóðleikhúsið hefur reyndar áður
sýnt leikrit eftir Saunders, en það
var „Næst skal ég syngja fyrir
þig” sem sýnt var á Litla sviðinu i
Lindarbæ veturinn 1966-67. —
Erfitt er að segja frá efni verks-
ins án þess að ljóstra upp um
efnisþráðinn sem ekki væri sann-
gjarnt gagnvart væntanlegum á-
horfendum. Þó er óhætt að geta
þess, að leikritið f jallar um tvenn
hjón, önnu og Margeir, sem
Kristbjörg og Gisli leika, og
Helenu og Davið, sem Steinunn og
Sigmundur örn leika. Hjón þessi
hittast eina kvöldstund eftir niu
ára aðskilnað, en áður fyrr hafði
verið mjög náinn vinskapur með
þessu fólki. Niu ár eru langur
timi af mannsævi og ýmislegt
hefur breyst, ekki sist fólkið
sjálft. A þeim árum sem liðin eru,
hefur lifsgildi og verðmætamat
þessa fólks breyst mjög og lýstur
þarna saman ólikum viðhorfum
til manneskjunnar og lifsins,
breytni mannsins og kennisetn-
inga.
Rekstur Litla sviðsins er ýms-
um vandkvæðum háöur og er
skortur á sýningarkvöldum og
geymslurými einn alvarlegasti
vandinn. Nú hefur það i tvigang
gerst á þessu leikári, að til frum-
sýningar kæmi áður en næsta
leikrit á undan væri útgengið sem
kallaðer. Þannig lauk sýningum i
haust á I ÖRUGGRI BORG Jök-
uls Jakobssonar fyrir fuliu húsi er
leikrit Valgarös Egilssonar
DAGS HRIÐAR SPOR var frum-
sýnt, og nú hefur verið gripið til
þess ráðs að flytja DAGS HRIÐ-
AR SPOR upp á stóra sviðið og
ljúka sýningum þar. Svipaö hefur
raunar veriðgertáðurog af sömu
ástæðum og nægir i þvi sambandi
að nefna sýningarnar á NÓTT
ÁSTMEYJANNA og INUK sem
báðar voru frumsýndar á Litla
sviðinu.
Einhell
vandaöar vörur
Rafsuðuvélar
Ódýrar, handhægargerðir.
Skeljungsbúðin
Suöulandsbfaut 4
sítí 38125
Heildsölubirgöir: Skeiungur hf.
Smáyörudeid-Laugavegi 180
sími 81722
spörum
RAFORKU
Askrift?*
Eítt símtal, -eöa miöann'í póst.
Þannig verður þú áskrifandi að Eiðfaxa: Hringir í síma (91)85111 eða
(91)25860. Þú getur líka fyllt út hjálagðan miða og sent okkur. Síðan
sjáum við um að þú fáir blaðið sent um hæl. Flóknara er það ekki.
★
Eiðfaxi er mánaðarrit
um hesta og hestamennsku.
Vandað blað að frágangi,
prýtt fjölda mynda.
IEI3FAX I Pósthólf 887 121 Reykjavlk .1 Slmi 8 5111/258 60
Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa: I—iÞaðsemtiler i—i i—■ fra og með I J af bloðum fra upphafi. I I frá aramotum 80/81. | J naesta tolublaði.
NAFN NAFNNUMER
HEIMILI
POSTNUMER p
Eiðfaxi hóf göngu sina 1977 og hefur komið út manaðarlega siðan.
Hvert eintak af eldri blöðum kostar nú 15 Nýkr.
Fyrri hluti 1981, januar-júni kostar 90 Nýkr.