Tíminn - 25.01.1981, Page 18
26
Sunnudagur 25. janúar 1981.
Umsjón Friðrik Indriðason
Tyrkneskt
helvíti
St jörnubld
The Midnight Express
Leikstjóri Alan Parker
Aðalhlutverk Brad Davis,
Randy Quaid, John Hurt og Bo
Hopkins.
Myndin The Midnight
Express er einhver sú áhrifa-
rikasta en jafnframt ógeðfelld-
asta mynd sem undirritaður
hefur séð, en hún fjallar um vist
i tyrkneska fangelsinu
Sagimilcar og byggir á sönnum
atburðum. Sum atriðin i fang-
elsinu eru þannig að helst er
hægt að bera þau saman við það
sem maður hefur lesið og heyrt
um Auschwitz og Dachau.
Myndin er einnig öðrum þræði
um hvað getur gerst er maður
verður peð i pólitisku valdatafli
sem er manni jafn fjarlægt og
tunglið er jörðinni.
Sagan gerist á þeim tima er
Tricky Dick Nixon er við völd i
Hvita húsinu og á i deilum við
tyrknesk yfirvöld. Billy Hays er
ungur Bandarikjamaður sem
handtekinn er i Tyrklandi á
þessum tima er hann reynir að
smygla 2 kg af hassi úr landinu.
Tyrkneskir dómstólar ákveða
að skapa fordæmi i máli hans og
dæma hann fyrst i 4ra ára
fangelsi en siðan i 30 ára fang-
elsi fyrir glæpinn, en inn i þetta
dæmi spilar einnig sambúð
landsins við Bandarikin.
Grimmdin, sóðaskapurinn og
örvæntingin er mikil i fangels-
inu en þar ráða lög hins sterka,
þ. ,e fangavarðanna, og með-
höndla þeir fangana eins og
hverjar aðrar skepnur sem
berja verður daglega af litlum
eða engum sökum.
Billy Hays fer ekki varhluta
af illri meðferð en tekst að lok-
um að ná „miðnæturhraðlest-
inni” út úr hinu tyrkneska hei-
viti.
Túlkun Brad Davis á Billy
Hays er mjög áhrifarik og vil ég
sérstaklega geta atriðis er hann
heldur ræðu yfir tyrkneskum
★ ★ ★
dómurum þegar dómur hans er
þyngdur og er vinkona hans
heimsækir hann i fangelsið. Að
öðru leyti er valinn maður i
hverju rúmi og vil ég sérstak-
lega geta Randy Quaid og John
Hurt. Quaid leikur treggáfaðan
og hálfbrjálaðan strák sem
verður vinur Billys i fangelsinu,
en hann hugsar ekki um annað
en flótta. Hurt leikur breskan
mann sem verið hefur svo lengi
i fangelsinu að hann er alger-
lega niðurbrotinn maður. Báð-
um tekst vel upp i hlutverkum
sinum.
L.eikstjórn Parkers er fag-
mannleg og tæknivinna öll til
fyrirmyndar. ömurlegum að-
stæðum i fangelsinu er komið
vel til skila, en þótt sagan byggi
á sönnum atburðum á maður
erfittmeð að imynda sér að ekki
sé eitthvað fært i stilinn i mynd-
inni.
Hins vegar má geta þess að
hinn raunverulegi Billy Hays
var viðstaddur töku myndarinn-
ar og hafði hlutverk sérstaks
ráðgjafa við gerð hennar.
Friðrik Indriðason.
Billv barinn af yfirfangaverðinum
B-Myndakóngurinn Sam Fuller
Loksins með
stórmynd
Samuel Fuller er sennilega
litt þekkt nafn hér á landi en á
þessu ári mun Regnboginn
væntanlega sýna nýjustu mynd
hans The Big Red One en það er
fyrsta stórmyndin sem hann
gerir og jafnframt fyrsta mynd-
in sem hann gerir eftir 8 ára hlé.
— Aður hafði hann nær eingöngu
gert svokallaðar B-myndir.
Fyrir skömmu var sýning
myndarinnar hafin erlendis og
viðast hvar hefur hún fengið
góða dóma. Hún er byggð mikið
til á eigin reynslu Fullers i
seinni heimsstyrjöldinni og
fjallar um feril harðsoðins lið-
þjálfa (Lee Marvin) og fjögurra
manna hans i striðinu frá Afriku
1942 til D-dags og siðustu dag-
a na i Tékkóslóvakfu.
IJmfram atburðarásina i
styrjöldinni veröur áhorfandinn
ekki margs visari um þessa
menn, ef frá eru talin örfá ævi-
atriði i upphafi myndarinnar.
Hins vegar sjáum við þá veröa
mikilvirka vigamenn, stað-
ráðna að lifa af styrjöldina.
Fuller leggur ekki áherslu á að
lýsa bardagahæfni hermann-
anna með hástemmdum lýsing-
um á ógnum styrjaldarinnar og
villimennsku né miskunnarleysi
þeirra á vigvellinum. Hin sterka
lifslöngun er aðalinntakið.
Fyrri myndir Fullers voru
dáðar af mönnum eins og Wim
Wenders og Jean Luc Codard en
ólikt þeim átakanlegu „melo”
dramatisku myndum, þá af-
greiðir B.R.O. aðalinntak sitt á
heiðarlegan hátten inntakið er:
Eini vinur þinn i bardaga er ,,að
lifa af”.
Striði Fullers er lýst á miklu
einfaldari hátt en þvi sem við
sáum i The Deer Hunter og
Apocalypse Now.
— Jæja, urrar hann: Seinna
heimsstriðið var gott eða
réttlætanlegt strið — þótt slikt
sé ekki efst i huga hermannin-
um á vigvellinum. Hitler var
tikarsonur sem varð að stöðva.
Mussolini, Hitler og Tojo voru
bastarðar — og það er ekkert
rangt við að vera bastarður.
Þeir voru manndráparar — og
það er ekkert rangt við að vera
manndrápari. Nema aö þú rök-
ræðir ekki við manndrápara.
Gleymdu ekki að það að vega
mann meö eigin hendi er
Kft- •-'
verknaður sem einn getur
stöðvað — og það er mergurinn
málsins.
— En i Vietnam, þá hafðirðu i
fyrsta lagi ekkert að gera
þangað og i öðru lagi þá mis-
tókst þér. Þú tapaðir og það er
erfitt fyrir unga þjóð eins og
Bandarikin að sæta þvi. Þeir
eru ekki vanir þvi og það er
fyndin saga... Hann hlær mik-
inn.
— Jafnvel Jack Dempsey
tapaði — hann tapaði tvisvar og
hann var átrúnaðargoð mitt.
Jæja, þú getur ekki unnið enda-
laust.
— Ef við hefðum unnið, þá
hefði þetta verið rétt strið, þvi
sigurvegarinn i bardaga hefur
ávallt rétt fyrir sér — gleymdu
þvi ekki.
Það krimtir i honum — Mátt-
ur er réttur. Það er gömul full-
yrðing og Shakespeare skrifaði
mikið um það... haha... og þar
er kominn munurinn á Vietnam
og seinna heimsstriðinu.
Fuller sér daglega lifið mikið
til á sama hátt og strið: baráttu
um að komast af.
— Það er barist um starf.bar-
ist um stöðuhækkun, um
peninga o.s.frv. Það er að lifa,
éta, sofa, að eiga nóg af pening-
um til að framfleyta fjölskyld-
unni. Lifið verður að bardaga,
það er allt og sumt.
Fyrstu myndir Fullers voru
fullar af lifi og krafti gulu
pressunnar enda var hann áður
blaðamaður á sliku blaði. Hann
ber fyrir brjósti málstað litla
mannsins sem berst við kerfið
eins og i myndinni The Naked
Kiss, en þar fjallar hann um
gleðikonu i smábæ er fær starf á
heimili fyrir vangefna og verður
að berjast við fordóma smá-
bæjarins.
Persónur i myndum hans eru
sjaldan hetjur en næst þvi hefur
hann komist i Merrill’s
Marauders sem fjallar um bar-
daga i Burma og ef til vill i The
Big Red One.
(byggtá NME-timaritinu)