Tíminn - 28.01.1981, Side 4
WilIUií
'•í spegli tímans1
Peter dreymdi um aö veröa aölaöur. Heföi hann oröiö eiginmaöur Margrétar prinsessu, heföi sú ósk hans rætst.
24. júli 1980 dó leikarinn
vinsæli Peter Sellers af
hjartaslagi. Eins og að lik-
um lætur hafa margir siöan
reynt að gera sér minningar
um hann að féþúfu. Kemur
upp úr kafinu, að hann var
margslunginn maður, sem
átti i erfiðleikum með sjálfan
sig. Hann fékk fyrst alvar-
legt hjartaáíall 1964, er hann
var giftur Britt Ekland. Er
sagt, að hann hafi þá verið
dáinn samtals i 90 sekúndur.
Eftir þann atburð fannst
honum hann oft endurlifa
dauðastundina og fékk mörg
og erfið þunglyndisköst.
Ekki var hann þó af baki
dottinn i kvennamálum, en
hvað þau varðaði lifði hann
fjölbreyttu og erfiðu lifi.
Fyrsta konan i lifi hans
var móðir hans, Peg. Hún
var Gyðingur og helgaði syni
sinum krafta sina til ævi-
loka. Sumum þótti nóg um,
hversu náið samband var
milli þeirra mæðginanna. Af
þvi kom að Peter festi ráð
sitt. Hann giftist ástralskri
leikkonu, Anne Hayes að
nafni. Það hjónaband entist i
11 ár, en fór út um þúfur
skömmu áður en hann giftist
BrittEkland. Eiginkona nr. 2
var sem sagt Britt Ekland,
þau giftust 1964, en skildu
1968. Og nú fór snjóboltinn að
rúlla hratt i kvennamálum
hjá Peter. Er það fyrst frá
þvi að segja, að um sama
leyti og þau Britt skildu, var
hjónaband Margrétar prins-
essu og Snowdon lávarðar að
fara út um þúfur, en mikið
vinfengi var með þessum
tvennum hjónum. Fékk nú
Peter þá flugu i höfuðið, að
hann ætti að giítast Mar-
gréti. En eitthvað var hann
ekki vel að sér i hirðsiðum I
þessum málum og fór svo að
Margrét hafnaði honum al-
gerlega. Síðan lagði Peter
hatur á Ron Llewellyn, sem
varð vinur Margrétar, en
Margret gaf Peter þá eink-
unn, að hann væri erfiðasti
karlmaður, sem hún hefði
kynnst.
Þá var leitað að þvi næst
besta, og nú krækti Peter i 22
ára stúlku, Miröndu Quarry,
sem átti lávarð að stjúpföð-
ur. Reyndar var Peter búinn
að reyna við Miu Farrow i
millitiðinni. Miranda reynd-
ist fljótlega hafa bæði töglin
og hagldirnar i hjónaband-
inu. Svo var það, að Peter
hitti Lizu Minelli. Var þar
um ást viðfyrstu sýn að ræða
og hann tilkynnti umheimin-
um, að þau væru trúlofuð.
Reyndar var hann enn giftur
Miröndu, en það skipti ekki
máli. En 3 dögum siðar sleit
Liza trúlofuninni eftir að
stjörnuspekingur hafði sagt
henni, að úr þessu yrði aldrei
hjónaband. Airam hélt Peter
i kvennaleit. Einu sinni tók
hann með sér sænsku stúlk-
una Titti Wachtmeister til
Kýpur, þar sem hann vann
við kvikmyndaupptöku. En
kvöld eitt þótti honum hún of
alúðleg við sessunaut sinn á
veitingahúsi, svo að hann
rauk til, pakkaði niður
farangri hennar og skellti
töskunni á borðið hennar og
örskraði: —Farðu frá Kýpur
með fyrstuflugvél! Reyndar
tókst ekki betur til en svo i
daufri lýsingunni, að hann
haföi farið borðavillt og átt-
aðisig ekki fyrr en undrandi
stúlkurödd sagði: — Ha?
Ég? En ég á heima hér. 1976
gerði Peter svo siðustu til-
raunina til að hreiöra um sig
i rólegu hjónabandi. Þá gift-
ist hann Lynne Frederick,
sem ekki var nema 21 árs
gömul. Kunnugir segja, að
hún hafi ekki alltaf átt góða
daga I hjónabandinu, en hún
þraukaði, jafnvel eftir að
Peter sjálfur kom þeim orð-
rómi á kreik að skilnaður
væri í vændum. Hann fékk
svo hvert hjartaáfallið á fæt-
ur öðru, en var ekki til við-
tals um að hægja aðeins
ferðina. Þvi fór sem fór. Að-
eins 54 ára að aldri varð
hann að lúta i lægra haldi, er
hjartað gafst endanlega upp.
t fjögur ár stóö stormasamt
hjónaband Peters og Britt
Ekland.
Peter var veikur fyrir aöal-
bornu fólki. Honum þótti þvi
stór sigur unninn, þegar
hann fékk Miröndu Quarry
aö konu.
Mjög náiö samband var meö
Peter og móöur hans, Peg.
Hann ieitaöi alltaf aö eftir-
mynd hennar i hverri þeirri
konu, sem hann kynntist.
Lynne Krederick, siöasta eiginkona Peters, varö fljótlega aö
læra þaö, aö hennar hlutverk i hjónabandinu var móöurhlutverk-
iö. Hún varö aö porra hann upp, þegar hann fékk þunglyndis-
köstin.
— Hækkaö um tikall, segiröu. Hefur vatnið nú
hækkaö einu sinni enn?
Æ
tf
-^Tl
Miövikudagur 28. janúar 1981
krossgáta
3494. Krossgáta
Lárétt
1) Hirzla. 5) Fugl. 7) Vin. 9) Andi. 11)
Eins. 12) Kyrrð. 13) Rödd. 15) Gutl. 16)
Púki. 18) Kátur.
Lóðrétt
1) Saumur. 2) Stafrófsröö. 3) Stór. 4)
Klukku. 6) Rari 8) Vond. 10) Baugur. 14)
Svik. 15) Her. 17) Sólguö.
Ráðning á gátu No. 3493
Lárétt
1) Magnar. 5) Ort. 7) Náð. 9) Agn. 11) In.
12) Lú. 13) Nam. 15) Rær. 16) óró. 18)
Státin.
Lóörétt
1) Máninn. 2) Goð. 3) Nr. 4) Ata. 6) Snúr-
an. 8) Ana. 10) Glæ. 14) Mót. 15) Rót. 17)
Rá.
bridge
AV i þessu spili voru greinilega engir
snillingar. Og að visu gerði sagnhafi mis-
tök lika. En honum tókst að snúa sig útúr
vandræðunum á skemmtilegan hátt.
Norður.
S. K753
H. 53
T. G4
L. ADG54
Vestur. Austur.
S. 109642
H. G6
T. 1085
L. 732
S. -
H. AK10742
T. K963
L. K84
Suður.
S. ADG8
H. D98
T. AD72
L. 109
Vestur. Norður. Austur. Suöur.
pass 1 hjarta dobl
pass 2 hjörtu pass 2 spaðar
pass 4 spaðar allir pass.
Vestur spilaði hjartagosa út og austur
tók ás og kóng og skipti siðan i litinn tigul.
Eftir opnun austurs hefði verið nokkuð
öruggt að hleypa þessu á gosann, en suður
taldi að hann fengi niðurkast i borði i
hjartadrottningu, gvo hann stakk upp
tigulás og tók spaðaás. Útlitið dökknaði
allmikið við þær fréttir sem hann fékk nú
og það var ljóst að eitthvað þurfti að ger-
ast meira en sagnhafi var einfær um aö
framkvæma.
Suður byrjaði á að spila hjartadrottn-
ingu. Vestur timdi ekki að sjá af trompi i
þennan slag heldur henti laufi svo
tigullinn fór niður i borði þátt fyrir allt. Þá
spilaði suður iaufi á ásinn og siðan litlu
laufi. Austur hafði ekkert tekið eftir að
vestur henti laufi i hjartadrottninguna.
Þessvegna las hann lengdarmerkingu
vesturs i laufinu vitlaust og fór þvi ekki
upp með kónginn. Þegar suður fékk á
laufatiu var hann kominn með 5 slagi og
næstu 5 i viðbót fékk hann á vixltrompi.