Tíminn - 28.01.1981, Qupperneq 5

Tíminn - 28.01.1981, Qupperneq 5
Miðvikudagur 28. janúar 1981 Ibúar Reykjavíkur um 500 færri en áriö 1972: „Heldur farið að fjölga aftur tvö siðustu árin” — segir Kristján Benediktsson HEI — „Við erum ekkert áhyggjufullir yfir þessu i sjálfu sér, enda á það sér auðvitað vissar skýringar”, sagði Krist- ján Benediktsson, borgarráðs- maður er Timinn ræddi við hann um þróun á ibúafjölda Reykja- vikur, sem stundum hefur farið minnkandi og stóð enn nánast i stað á siöasta ári. Þegar árið 1972 voru ibúar Reykjavikur orðnir um 500 fleiri en þeir voru hinn 1. des. s.l. þött lslendingum hafi fjölgað um 18 þúsund frá 1972. Eteykvikingum hætt að fækka Kristján benti á, að Reykvik- ingum væri hætt að fækka og hefði reyndar heldur farið að fjölga aftur nú tvö siðustu ár. Ástæðan fyrir fækkun á árunum þará undan hefði ma. verið sú, að nágrannasveitarfélögin t.d. Garðabær og Mosfellssveit hefðu þá boðið upp á mjög mikið af einbýlishúsum og einbýlis- húsalóðum, sem Reykvikingar hefðu haft mikinn áhuga á en skort hefði i borginni. Reykvik- ingar hefðu þvi margir flutt i nágrannasveitarfélögin af þess- um sökum. Stefnt að æskilegu jafn- vægi Núverandi borgarstjórnar- meirihluti hefði séð þetta og væri farinn að breyta munstrinu talsvert, sem þó að sjálfsögðu tæki nokkurn tima, sagði Krist- ján. Hann benti á, að á s.l. ári hafi verið úthlutað i borginni Kristján Benediktsson. mun meira af lóðum undir sér- býli — einbýlis- og raðhús — en áður hefði tiðkast og þannig y rði það áfram i ár og næsta ár. Stefnt væri að þvi að finna æski- legt jafnvægi. En hvernig stendur á þvi að i borg þar sem fólkinu fjölgar ekki árum saman skuli sifeilt vera kvartað undan lóðaskorti og vöntun á húsnæði? Kristján sagði það m.a. eiga þá skýringu, aðalltafværi verið aðauka hus- rými á hvern ibúa og Reykjavik væri komin mjög langt i þeim efnum. Að meðaltali séu ekki orðnir nema um 2,7 ibúar um hverja ibúð, sem þætti ákaflega gott, m.a.s. á hinum Norður- löndunum. „Unga fólkiö og eldhússtörfin” Ný bók fyrir kennslu I heimilisfræöum 450 nýjar ibúðir á ári meðan borgarbúum fækkaði Kristján sagði að s.l. 5 ár hafi verið byggðar i Reykjavik að meöaltali um 450 ibúðir á ári. Aukning húsnæðis hafi þvi verið gifurleg i borginni á þeim sama tima og ibúum hafi hinsvegar fækkað um hálft annað þúsund. En atvinnulifið i borginni? A það engan þátt i fækkun ibú- anna? „Það held ég ekki”, sagði Kristján. Allir vissu að Reykja- vik bæri uppi atvinnulifið á stór- um hluta höfuðborgarsvæðis- ins. Garðbæingar, Mosfellingar og Seltyrningar — sem alltaf færi þó fjölgandi — sæktu jafn- vel frá 70-90% af atvinnu sinni til Reykjavikur. Samdráttur á vinnumarkaðinum hlyti þá að koma alveg eins niður á fólks- fjöldanum i nágrannasveitarfé- lögunum. Það væri fyrst og fremst hús- næðisstefnan sem ráðiö hefði þróuninni i borginni. Aftur upp á við Kristján sagðist nú eiga von á þvi að þessu stöðnunartimabili sé lokið og fólksfjöldinn fari aft- ur að þokast upp á við. Ekki sist ef takast mætti að glæða heldur atvinnulifið i höfuðborginni m.a. meðaukinni útgerð þaðan. Hinsvegar sé það i sjálfu sér ekkert keppikefli að draga til borgarinnar meiri fólksfjölda en sem nemur eðlilegri fólks- fjölgun. „Við erum siður en svo að sækjast eftir þvi”, sagði Kristján. VILBORG BJÓRNSDÓTTIR ÞORGERÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR UNGA FÚLKIÐ OG ELDHÚSSTÖRFIN Aðalmanntal 1981 Manntalseyðublöðum verður dreift i kvöld til ibúa i þéttbýli á höfuðborgarsvæði og á Akureyri. Fólk er beðið að kynna sér eyðublöðin vel, en láta útfyllingu þeirra biða til helgarinn- ar, vegna sjónvarpsþáttar á föstudag og laugardag. Sveitarstjórnirnar. Aðalmanntal 1981 Til starfsmanna við manntal Starfsmenn við manntal 1981 i þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eru beðnir að mæta til starfa i hverfamiðstöð- um i kvöld kl.8. Sveitarstjórnirnar. Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofur Félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar i Vonarstræti 4, Siðumúla 34 og Asparfelli 12, verða iokaðar frá kl.13.00 i dag miðvikudag 28. janúar vegna jarðar- farar Þorkels Á. Þórðarsonar, fulltrúa. v____________________________:_____ v WHj Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar igt Vonarstræti 4 sími 25500 St. Jósepsspítali Landakoti Hjúkrunarfræðing vantar á göngudeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veittar á skrifstofu Hjúkrun- arforstjóra kl. 11-12 og kl. 14-15. Reykjavik 27. janúar 1981 Hjúkrunarforstjóri. DAL saut .TON ofjármerki Nýlega kom út endurskoðuð út- gáfa af bókinni Unga fólkið og eldhússtörfin eftir Vilborgu Björnsdóttur og Þorgerði Þor- geirsdóttur. Helstu breytingar eru þær að vörufræöi er mun ýtarlegri, geymslu og frystingar matvæla er getiö og nýjum uppskriftum bætt við. Ágrip að næringarfræði, „Fæðan og gildi hennar”, eftir sömu höfunda, sem fyrst kom út 1978, hefur nú verið fellt inn i þessa útgáfu, aukið og endur- skoöað. Bókin er ætluð til kennslu i heimilisfræði fyrir 7.-9. bekk grunnskóla. Jafnframt kemur hún byrjendum i matreiðslu og heimilisstörfum aðgóðum notum. Uppskriftir i bókinni eru byggð- ar á langri reynslu höfunda. Bæk- ur þeirra hafa verið notaöar i skdlaeldhúsum grunnskólanna slðan 1967 gr „Unga stúlkan og eldhússtörfin” kom fyrst út. - H R Bændur athugið: Nú er rétti timinn til að panta DALTON sauðfjármerkin fyrir vorið. • DALTON merkin eru úr hertu nylon • Auðveld isetning með sérstakri töng • Engar blæðingar og engin hætta á igerð • Litir skv. reglum um sauðfjárveikivarnir • Merking: raðnúmer annars vegar; bæjar- númer, sýslubókstafur og hreppsnúmer hins vegar. p H ÁRMÚLA11 HSÍ Forsa/a adgöngumida kl. 17.30 i Laugardalshöll Landsleikur í handknattleik ísland — Frakk/and í Laugardalshöll kl. 20 í kvöld Dómarar: Palle Tomansen og Steen Andersen, Danmörku Handknattleiksunnendur: Styðjum landsliðið til sigurs HSI Handkna ttleikssamband /s/ands

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.