Tíminn - 18.02.1981, Qupperneq 19

Tíminn - 18.02.1981, Qupperneq 19
Miðvikudagur 18. febrúar 1981 ÍÞROTTIR ÍÞROTTiR 23 , „Gott vega nesti fyrir B-keppnina” — sagði Hilmar Björnsson landsiiðsþjálfari eftir leikinn „Eg er að sjálf- sögðu mjög ánægður með úrslitin i leikn- um sagði Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari er Timinn ræddi við hann eftir ieikinn. „Vörnin kom vel út i leikn- um og eins markvarslan en ég er ekki nógu ánægður meö sóknarleikinn, á tima i seinni hálfleik þá hættum við að leika „taktik” og leikurinn leystist upp i hnoö. En þaö verður þó að benda á þaö aö við höfðum gott for- skot og ætluðum okkur að halda þvi og þá vill þetta oft leysast upp i sókninni. Þessi sigur er aö visu gott vegarnesti fyrir B-keppnina það er að segja ef leikmenn- irnir komast i tima niöur á jörðina, annars fannst mér A-Þjóðverjarnir ekki vera sannfærandi i þessum leik '. I. .1 Páll Björgvinsson sýndieinn sinn besta landsleik i langan tima á móti A-Þjóðverjum á sunnudagskvöldið, hér hefur hann brotist igegn og aðsjáif- sögðu hafnaði boltinn I markinu. Tímamynd Róbert Ölympíumeistararnir stein- lágu fyrir „litla” íslandi • íslenska landsliöiö sýndi toppleik er þeir sigruöu A-Þjóöverja 18:15 í Laugardalshöll á sunnudagskvöld # Einar varði eins og berserkur og Páll Björgvins og Bjarni áttu toppleik íslenska handknattleiks- landsliðið vann frábært afrek á sunnudagskvöldið er þeir lögðu sjálfa Olympiumeistara A-Þjóð- verja að velli 18-15, fyrsti osigur Þjóðverjanna siðan í maí á síðasta ári er þeir töpuðu fyrir Rúmenum, staðan i hálfleik var 12-7 fyrir ísland. Það sást vel á leik a- þýska liðsins að þeir eru óvanir að vera undir í leikjum sínum, þeir léku ráðleysislega i sókninni og stórgóður varnarleikur islenska liðsins kom þeim greinilega á óvart. Þá átti Einar Þorvarðarson stór- leik í markinu varði eins og berserkur allan leikinn. Annars var þessi sigur islenska liðsins sigur liðsheildarinnar þó nokkrir leikmenn hafi átt frá- bæran leik eins og Bjarni Guð- mundsson. örugglega hans besti landsleikur fyrr og siðar, þá átti Páll Björgvinsson stórgóðan leik skoraði sex mörk stjórnaði spili liðsins og áttu mun betri varnar- leik heldur en á föstudaginn. Stórskytta a-þýska liðsins Dreibrodt skoraði tvö fyrstu mörkin i leiknum, á milli þeirra hafði Bjarni skotið i stöng úr hraðaupphlaupi. Stefán Halldórsson minnkaði muninn i 1-2 en Pester, sem lék ekki með Þjóðverjum i fyrri leik- num kom þeim yfir 3-1, Páll Björgvinsson skoraði tvö glæsileg mörk fyrir tsland og staðan jöfn 3-3, aftur var Dreibrodt á ferðinni með mark, komu flest eftir gegnumbrot, en Páll Björgvins- son var ekki lengi að jafna 4-4. Pester kom Þjóðverjunum aftur yfir og það i siðasta skipti i leiknum Siggi Sveins jafnaði og Páll kom með enn eitt mark og ts- land komið yfir i fyrsta skiptið i leiknum 6-5 og fyrri hálfleikur hálfnaður. Mistök á báða bóga. Páll ólafsson, sem um miðjan hálfleikinn kom inn á fyrir Stefán Halldórsson i hornið og skoraði gott mark úr horninu 7-5 og Ólafur H. Jónsson skoraði glæsi- legt mark af linu og ísland hafði náð þriggja marka forystu og sýnt stórleik þrátt fyrir nokkur mistök i sókninni en sem betur fer gerðu Þjóðverjanir sig seka um fleiri mistök, þannig að það kom ekki að sök. Þjóðverjarnir minnka muninn i tvö mörk 8-6 en Bjarni Guð- mundsson nær aftur þriggja marka forystu 9-6 og Páll Ólafsson skoraði sitt annað mark úr horninu og staðan 10-6. tslendingarnir missa Steindór út af i tvær min. en einum færri ná þeir samt að skora 11-6. Bjarni komst inn i sendingu og skoraði úr hraðaupphlaupi. Dreibrodt gerði 7. mark Þjóðverjanna er aðeins min.var eftir af fyrri hálfleik en Axel Axelsson skoraði siðasta mark hálfleiksins 12-7. Axel kom inn á um miðjan hálfleikinn i staðinn fyrir Þorberg sem meiddist. rHann var tekinn bókstaflega með sniðglimu á lofti af þýsku vörninni og meiddist illa i baki. Vonandi að þessi „ljúfi” leikmaður verði búinn að ná sér fyrir B-keppnina. Kemur dauði kaflinn? tslenska liðið átti frábæran leik i fyrri hálfleik byrjunin var að visu ekki upp á það besta en er á hálfleikinn leið og Island var búið að ná forystu þá sýndu strákarnir snilldartakta bæði i vörn og sókn, og Einar markvörður stóð eins og klettur i markinu. Um fátt annað var rætt i hálf- leik en stórgóða frammistöðu islenska liðsins, fimm marka for- ystu á sjálfum Olympiumeistur- unum. Þó voru menn hóflega bjartsýnir á sigur landans i leik- num, dauði kaflinn kemur hann i upphafi siðari hálfleiks spurðu margir. En það hefur einkennt islenska landsliðið að eiga frekar dapran leik i smátima og þvi stóra spurn- ingin hvort til hans myndi koma i senni hálfleik. tslenska liðið byrjaði með bolt- ann i seinni hálfleik og ekki leið á löngu að þeir skoruðu, Bjarni brunaði upp en skaut i stöng og boltinn fór til Steindórs sem skoraði og lsland hafði náð sex marka forystu 13-7, Wahl minnkaði muninn i 13-8 og rétt á eftir var ólafi H. visað af velli i tvær min. og Wahl fékk einnig kælingu i tvær min. og þvi aftur jafnt i liðunum. Bjarni skoraði 14. mark tslands úr enn einu hraðaupphlaupinu 14- 8. Þjóðverjarnir skoruðu næstu tvö mörk, og staðan 14-10 og Þjóð- verjarnir fengu vitakast, en þeim brást bogalistin og Dreibrodt skaut yfir markið. Bjarni og Páll Björgvinsson gerðu næstu tvö mörk Islands og staðan 16-10 og siðari hálfleikur hálfnaður. Þjóðverjar skora 11. mark sitt en Sigurður Sveinsson sem litið hafði verið inn á i siðari hálfleik kom Islandi aftur sex mörkum yfir 17-11, þá komu tvö mörk frá Þjóðverjum staðan 17-13 og Páli Björgvinssyni vikið af velli i tvær min. og aðeins 7. min. til leiksloka Island fjórum mörkum yfir og stóra spurningin hvort þeim tæk- ist að halda þeirri forystu og sigra, er 4. min voru eftir fengu Þjóðverjarnir dæmt vitakast en Doering skaut úr þvi i slá og yfir markið. Næsta sókn islenska liðsins mistókst og Þjóðverjarnir fengu úr þvi hraðaupphlaup en Einar gerði sér litið fyrir og varði. Islendingarnir reyndu nú að halda boltanum aðeins 3. min til leiksloka, en þeir misstu hann og i sókn Þjóðverjanna fengu þeir enn einu sinni dæmt vitakast og úr þvi skoraði Dreibrodtog staðan 17-14. A-býska liðið var nú gripið ör- væntingu þeir voru að tapa leik- num, tapa fyrir litla Islandi- ósigur sem þeir sjálfsagt höfðu ekki búist við fyrirfram og gerðu örvæntir fulla tilraun til þess að ná boltanum komu vel út á móti sókn Islands en Páll Björgvinsson fór illa með þá beinlinis „dripl- aði” i gegn og skoraði 18 mark ís- lands. Þjóðverjum gekk illa að finna glufu i vörn islenska liðsins og misstu að lokum boltann og aðeins min. til leiksloka, en það var dæmdur ruðningur á Stefán Halldórsson og Dreibrodt skoraði 15. mark Þjóðverjanna úr vita- kasti eftir að dómaranir höfðu flautað leikinn af. Gott veganesti. Eins og áður sagöi áttu þeir Páll Björgvinsson, Bjarni og Einar markvörður frábæran leik en flestir hinna leikmannanna stóðu þeim þó ekki langt að baki. Ólafur H. var sterkur i vörninni og eins Þorbjörn Guðmundsson, Páll Ólafsson skifti við Stefán i horninu og skilaði sinu hlutverki vel.þá var Axel sterkur og eins Steindór en Siggi Sveins virtist aldrei ná sér á strik i fyrri hálf- leik og var litið notaður i þeim siðsari. Þessi sigur Islands er sannar- lega gott veganesti liðsins til Frakklands i B-keppnina það er að segja ef leikmenn láta skyn- semina ráða og verða ekki upp i skýjunum. A-Þjóðverjar sitja nú og naga sig sjálfsagt i handarbökin yfir þvi að hafa komið hingað til Is- lands og tapað fyrir litla Islandi, landslið. sem ekki hafði tapað landsleik frá þvi i mai á siðasta ári og leikið nokkra tugi lands- leikja, unnið m.a. Svia með niu marka mun og rótburstað Sviss- lendinga. Dómararnir á sunnudaginn voru þeir sömu og dæmdu leikinn á föstudaginn, Sviarnir Lars Johanson og Kjell Eliasson og voru þeir frekar hliðhollir Þjóð- verjunum. Þjóðverjarnir fengu fjögur vitaköst en Island ekkert og flest vafaatriði dæmd Þjóð- verjum I hag. Að venju létu áhorfendur sig ekki vanta á leikinn troðfylltu Laugardalshöllina og hvöttu landann óspart og eiga þeir ekki minnstan þátt i þvi hvernig leikurinn fór. Mörk Islands: Páll Björg- vinsson 6, Bjarni 4, Páll O. og Sig- urður 2 hvor, Ólafur H. Steindór Axel og Stefán 1 hver. Mörk Þjóöverja: Dreibrodt 6 (3), Pester og Wahl 3 hvor, Rost, Schmid og Doering 1 hver. röp-.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.