Tíminn - 04.03.1981, Page 1

Tíminn - 04.03.1981, Page 1
Síöumúla 15 Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 Kvöldsímar 86387 & 86392 Steingrímur Hermannsson, samgönguráöherra óskaði eftir þvi við stjórn Flugleiða að aðalfundur félagsins yrði boðaður þegar í stað: „Fundur boðaður á næstu dögum” — sagði Orn 0. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða AB — Steingrimur Hermannsson samgönguráöherra hefur óskaö eftir þvi viö stjórn Flugleiða, að aðalfundur félagsins verði boð- aður án tafar. Steingrimur sagði i viðtali við blaðamann Timans i gær, að ljóst væri að halda þyrfti þennan fund sem allra fyrst. Rikisstjórnin heföi staðið i þeirri trú, aðhún fengi fulltrúa sina inn i stjórn félagsins á hluthafafundin- um, en þegar það hefði brugðist, þá kæmi ekkert annað til greina, en að fundurinn yrði haldinn fljót- lega. Eins og oftsinnis hefur komið fram, þá þarf að boða aðalfund Flugleiða með fjögurra vikna fyrirvara, og gæti hann þvi ekki orðið fyrr en i byrjun april- mánaöar, ef hann væri boðaður nú strax. Samgönguráðherra sagði að örn Ó. Johnson stjórnarformaður Flugleiða hefði lofað sér að ganga strax i þetta mál. Timinn hafði samband við örn Ö. Johnson i gær og spurði hann hvort aðalfundur Flugleiða hefði nú þegar verið boðaður. „Það er verið að vinna i þessu máli. Það eru ýmis atriði sem ganga þarf frá, áður en fundurinn verður boðaður, t.d. þarf að út- vega húsnæði o.fl. Það verður al- veg á næstu dögum sem gengið verður frá fundarboöuninni.” örn var að þvi spuröur hvort þörfin fyrir afganginum af rikis- ábyrgðinni væri farin að segja þungt til sin. „Ekki er það nú eins og er, en það verður tilfinnanlega þörf fyr- ir hluta þessa fjármagns nú á næstunni.” Sækjast Loftleiða- flugmenn eftir F.Í.A.- stöðum? AB — Illgjarnar tungur hafa að undanförnu leitt að þvi likur að ekki sé með öllu heiðarlegt markmiö á bak við inntökuóskir Loftleiðaflugmanna i Félag is- lenskra atvinnuflugmanna, þvi nú munu brátt losna all margar stöður á þeim leiðum sem F.Í.A. flugmenn fljúga á. Timinn sneri sér til Kristjáns Egilssonar for- manns F.l.A. ,og spurði hann hvaða skoöun hann heföi á þess- um orðrómi. „Ekki er mér kunnugt um að þetta atriöi geti spilað inn i þessa inntökuósk þeirra. Það er rétt að allmargar stöður á leið- um F.l.A. losna bráðlega, en enn er ekki ljóst hvaða stöður þetta verða. 6g vona að það sem stendur að baki þessara inntökubeiðna Loftleiðaflug- manna í F.t.A. sé einungis það, að þeir séu okkur sammála um það að við stöndum betur sam- einaðir, en sundraðir.” Kristján sagði einnig að sér myndi koma það afar mikið á óvart ef inntökubeiðnum þess- ara flugmanna yrði hafnaö af F.t.A. þvi þessir menn full- nægðu öllum skilyrðum, . og hann persónulega væri hlynntur inntöku þeirra. Unga fólkið gerir sér ekki siður dagamun en hið eldra þessa dagana. Þeirri skemmtun er þó kannski ekki varið þannig að éta á sig gat af saltkjöti og baunuiu eins og margir geröu á sprengidaginn i gær heldur voru þessar tvær laglegu dömur á leið á grimuball i Mýrarhúsaskóla. Timamynd Róbert. Ef til kjarnorkustyrj- aldar kemur, gripa Al- mannavarnir til tólf ára gamals lista yfir húsnæði það á islandi, sem veitt getur vernd gegn geislavirkni. Þar er áætlað að ibúar landsins, þeir sem ekki farast i byrjun, dveljist i hálfan mánuð. Lengra nær málið ekki. Engar áætlanir um matvæla- dreifingu, eða annað sem snertir afkomu fólks i skýlunum: ekki einu sinni til á landinu menn sem kunna með geiger-tel jara AI- mannavarna að fara. Sjá blaðsiðu 3. Opinberar stofnanir: Frínúmer á Suðurnesjum JSG —I sambandi við fyrirhug- aða skrefatalningu á simtölum, hefur verið rætt um að simtöl við opinberar stofnanir verði ókeypis. Nú hefur verið ákveðið að gera tilraun með slik „fri- númer” á Suðurnesjum. Þessi númer munu væntanlega hefj- ast á tveimur núilum, og verða hjá lögreglu, slökkviliöi, og nokkrum fleiri þjónustustofnun- um rikis- og sveitarfélaga. Það var Steingrimur Her- mannsson sem skýrði frá þessu á Alþingi i gær. Steingrimur kvað æskilegt ef hægt væri að samræma simavörslu vegna slikrar þjónustu fyrir landiö allt. Skrefatalningin: Hafin á öllu landinu samtímis í júlí — Engin talning á kvöldin og um helgar JSG — „Simamálastjóri hefur sett fram þá hugmynd að talning- una megi taka af á kvöldin, eftir kl. 19, og um helgar, eftir kl. 3 á laugardögum. Ég hef þegar sam- þykkt að þessi háttur verði hafður á,” sagði Steingrimur Hermanns- son, samgönguráöherra, i um- ræðum á Alþingi i gær um fyrir- hugaða talningu skrefa i innan- bæjarsamtölum. Samgönguráðherra lét þessi orö falla i svari við fyrirspurn frá Birgi tsleifi Gunnarssyni og Friðriki Sóphussyni. Ráðherra las ennfremur upp bréf frá Jóni A. Skúlasyni um skrefatalningar- málið, en þar kom m.a. fram að fyrirhugað er að búnaður til taln- ingar verði settur upp i öllum simstöðvum landsins, og skrefatalning hafin á öllu land- inu samtimis i júli næsta sumar. Ekki er enn ákveöið hvað langur timi veröur fyrir hvert skref i innanbæjarsimtölum, en athugun hefur leitt i ljós að meðalsimatalalengd er nú um 2.6 minútur. Hefur simamálastjóri lagt til að skreflengdin verði að minnsta kosti 6 minútur og jafn- vel 8 minútur. Vestur-Þjóðverjar sem tóku upp skrefatalningu i fyrra, hafa 8 minútur, en Sviar, sem hyggjast taka hana upp á næstaári, hafa 6 minútur. Samfara skrefatalningunni er ætlunin að breyta gjaldskrá Pósts og sima, og jafnvel skref- lengd i öllum langlinusamtölum einnig. Hefur komið til tals aö gjald fyrir hvert skref lækki úr 35 aurum i 33 aura, en að skref- iengd aukist um 2-3 sekúnd- ur, en engar ákvarðanir hafa verið teknar ennþá um þessi at- riði. Steingrimur Hermannsson lagði á það áherslu að alls ekki væri hugmyndin að auka tekjur Póst og sima meö.skrefatalning- unni, heldur eingöngu að jafna meö henni simakostnað lands- manna. Fjölmargir þingmenn tóku til máls i umræðunum um skrefa- talninguna, og töldu flestir aö málið hefði verið blásiö allt of mikið upp geröur úlfaldi úr mý- flugu, eins og einn þingmanna komst að orði. Birgir tsleifur taldi þá um tæknilega umdeilanlega ráðstöfun að ræða. Fram kom hjá Steingrimi Her- mannssyni að til tals hefur komið að sérstakar ráðstafanir verði geröar vegna elli og örorkulif- eyrisþega við skrefatalninguna, annað hvort aö þeir fái helmingi fleiri friskref en aörir, eöa aö þeir fái sérstaka viðbót úr trygging- um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.