Tíminn - 04.03.1981, Page 6

Tíminn - 04.03.1981, Page 6
6 iiliiililiii Miðvikudagur 4. mars, 1981. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: SteingrímurGIslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friðrik Indriðason, Frlöa Björnsdóttir (Heimilis-TIm- inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrlmsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og augtýsingar: Slðumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300.. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö I lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Lærdómar Þegar hin svo nefndu febrúarlög rikisstjórnar (Jeirs Hallgrimssonar tóku gildi snemma árs 1978 urðu mestu ólæti sem um getur i sögu islenskrar verkalýðshreyfingar á siðari áratugum. Efnt var til verfallsaðgerða, haldið uppi ólöglegum þvingunar- aðgerðum i skjóli launþegasamtakanna og ein hrikalegasta óhróðursherferð stjórnmálasögunnar hófst. Meðal ráðherra i rikisstjórn Geirs Hallgrimsson- ar voru þeir dr. Gunnar Thoroddsen núverandi for- sætisráðherra og Ólafur Jóhannesson núverandi utanrikisráðherra. Og þeir fóru auðvitað ekki var- hluta af skömmum og niði pólitiskra andstæðinga rikisstjórnarinnar þegar leið að kosningunum 1978. Nú stendur rikisstjórn Gunnars Thoroddsen að efnahagsaðgerðum sem á allan hátt eru sambæri- legar og samrýmanlegar við aðgerðirnar i febrúar- lögunum 1978. Aðgerðirnar nú hafa sama markmið og febrúarlögin: að draga úr verðbólgu og tryggja kaupmátt með þvi m.a. að draga úr krónutölu- þenslunni hvort sem er i launum eða i öðrum þátt- um efnahagslifsins. En nú verða vist engin ólæti á vinnumarkaðinum. Reynslan hefur kennt forystumönnum launþega- samtakanna dýrmæta lexiu. Og þeir hafa reynst menn til að meðtaka dóm reynslunnar. Þeir viður- kenna nú i verki mistökin miklu sem þeir gerðu i flokkspólitisku skyni árið 1978. Að visu er Ásmund- ur Stefánsson nýr á stóli forseta A.S.Í., en flestir bjuggust reyndar við að hann léti skynsemi ráða gerðum sinum. En aðrir eru lika menn að meiri, og má i þeim hópi einkum nefna þá Kristján Thorlacius, leiðtoga opinberra starfsmanna, og Guðmund J. Guðmundsson alþýðuforingja. Guðmundur J. Guðmundsson hófst til þing- mannstignar eftir upphlaupin og útflutningsbannið 1978. Nú vex hann i augum alþjóðar er hann nýtir þingmannsumboð sitt til þess að bæta fyrir mistök- in frá 1978. En það kveður við annan og nýjan tón hjá fleirum en dáðrökkum og djörfum foringjum almúgans. Þvi miður verður ekki annað séð en sumir aðrir menn læri lexiuna afturá bak og öfugt. Þegar forystu- menn launþegasamtakanna læra af mistökum sin- um og viðurkenna þau, gleyma þessir aðrir menn flestu þvi góða og gagnlega sem þeir áður höfðu á takteinum. Fremstir i þessu óhappaliði eru skriffinnar Morgunblaðsins. Nú hlaupa þeir upp og ætla að ær- ast yfir þvi að foringjar verkalýðshreyfingarinnar og leiðtogar Alþýðubnadalagsins i stjórnarliðinu hafa bætt fyrir mistök sin. Morgunblaðið hefur al- gerlega gleymt allri ábyrgðartilfinningu og skiln- ingi á þörfum og hagsmunum þjóðarinnar. Þetta er harður dómur, en þvi miður á hann rétt á sér. Árið 1978 gerði Morgunblaðið skilmerkilega grein fyrir þvi hve mikilvægt það var fyrir allan al- menning að febrúarlögunum yrði vel tekið og fram- kvæmd þeirra tækist til fullnustu. Þá varaði Morgunblaðið við misbeitingu verkalýðs- hreyfingarinnar og samtaka opinberra starfs- manna, og blaðið benti á þá staðreynd að þessi samtök voru notuð sem tæki i kosningabaráttu þá- verandi stjórnarandstöðu. Vegna úlfúðarinnar i garð Gunnars Thoroddsen og rikisstjórnarinnar hefur Morgunblaðið nú tapað áttunum. Það er álika sorglegt og lærdómar laun- þegaforystunnar eru gleðiefni. JS Þórarmn Þórarinsson: Erleiit yfirlit Stofna Persaflóaríki sérstakt bandalag? Andstaöa gegn hugmynd um vestrænan her þar Saud al-Faisal utanrikisráðherra Saudi-Arablu HARÐAR umræður urðu I neðri málstofu brezka þingsins síðastliðið mánudagskvöld, þegar Margaret Thatcher for- sætisráðherra skýrði frá för sinni til Bandarikjanna og við- ræðum hennar og Reagans for- seta. Þessar viðræður fóru fram síðari hluta siðustu viku. Mjög er látið af þvi, að þau hafi verið sammála um öll atriði nema eitt, afstöðuna til borgara- styrjaldarinnar I E1 Salvador. Opinberlega hefur ekki verið skýrt frá þvi hvers eðlis þessi ágreiningur þeirra var, en taliö liklegt, að Thatcher hafi lagt sérstaka áherzlu á, að borgara- styrjöldin stafi meira af rang- látum þjöðfélagsháttum en ihlutun utan frá. Við það þyrfti lausn deilunnar að miðast. t umræöunum i brezka þing- inu, sem áður er vikið að, var aðallega deilt á Thatcher fyrir að hafa i viðræðum við Reagan, lýst fylgi si'nu við hugmyndina um stofnun fjölþjóðahers, sem annaðist friðargæzlu við Persa- flóa. Hugmyndin að slikum fjöl- þjóðaher er bandarisk að upp- runa. Samkvæmt henni eiga vestræn riki, sem eiga hags- muna að gæta vegna olíufram- leiðslunnar við Persaflóa, að mynda sérstakan her, sem komi i veg fýrir, aö Sovétrikin geti náð yfirráðum þar. Andstæðingar Thatcher sóttu svo hart að henni, að hún sá þann kost vænstan að draga nokkuð i land. Enn heföi engin ákvörðun verið tekin um slikan her. Máliö væri á athugunar- stigi og kæmist ef til vill ekki lengra, þótt stofnun sliks herliðs gæti veriö æskileg. TVÆR ástæður eru einkum færðar gegn stofnun sliks her- liðs og vega báðar þungt á metunum. önnur ástæðan er sú, að þjóðimar við Persaflóa hafa ekki óskað eftir slikum her, og virðast hugmynd þessari frá- hverf. A fundi rikja Múhameðs- trúarmanná, sem nýlega var haldinn i Saudi-Arabiu, létu for- ustumenn Saudi-Arabiu óspart i ljós, að rikin við Persaflóa ættu aö forðast að bindast risa- veldunum. Þessi riki ættu að vera óháð og leysa sjálf vanda- málin á þessu svæði. Hin ástæðan, sem mælir gegn vestrænum fjölþjóðaher við Persaflóa, er sú, að innri hættan er meiri i þessum rikjum en hættan af hernaðarlegri ihlutun Rússa. t þeim geta gerzt hvenær sem er svipaöir atburðir og i Iran. Það myndi auka þessa hættu, ef valdhafarnir létu Evrópurikj- unum eða Bandarikjunum her- stöðvar i té. Það myndi minna á gömlu ný- lendustefnuna, en verri grýla er ekki til i þessum löndum. Sennilega gætu kommúnistar i þessum löndum ekki fengið betra áróðursefni en vestrænar herstöðvar á Arabiuskaganum. Fátt væri liklegra til að ryöja einhverjum Khomeini eða kommúnistaleiðtoga brautina til valda i þessum löndum, án þess að rússneski herinn kæmi nokkuð við sögu. LEIÐTOGAR Saudi-Arabiu beita sér lika fyrir annarri lausn. Hún er sú, að rikin á Arabiu-skaganum, sem liggja að Persaflóa, myndi með sér eins konar varnarbandalag og komi sér upp nokkrum her. Fjármagn skortir þau ekki. Þau riki, sem hér er um að ræða, auk Saudi-Arabiu, eru Kuwait, Bahrain, Qatar, Oman og Arabfsku furstadæmin. Hugmyndin um þetta banda- lag mun upphaflega hafa fæðzt á fundi Arabarikja, sem haldinn var I Amman i Jórdaniu siðastl. haust, en var svo nánar rædd á fundi rikja Múhameðstrúar- manna i Taif i Saudi-Arabiu i janúar. I byrjun febrúar hittust svo utanrikisráðherrar þessara sex rikja I Riad, höfuðborg Saudi- Arabiu, og mun þar hafa verið ákveöið að endanlega yröi geng- ið frá stofnun bandalagsins á fundi, sem verður haldinn i Oman 28. marz. Saudi-Arabia hefur nú her, sem telur um 60 þús. manns, en hin rikin hafar samanlagt álika fjölmennan her. Þetta er eins og er ekki mikill herstyrkur, en með þvi að búa hann fullkomn- ustu vopnum og fjölga i honum, gæti hann orðið býsna sterkur. Eins og áður segir, skortir ekki fjármagnið sökum oliuauðlegð- ar þessara landa. Hlutverk þessa hers yrði ekki aðeins aö verjast Rússum, ef til kæmi. Hættan gæti frekar staf- að frá trak eöa tran, ef leiðtogar þar hygðu á útþenslustefnu. Bandalaginu er ætlað meira verkefni en að efla sameiginleg- ar hervarnir. Það á að efla sam- starf þeirra um margvisleg framfaramál, sem dragi úr byltingarhættu innan frá. Þaö á m.a. að hafa frumkvæöi um áætlanir, sem miða að þvi, að nýir atvinnuvegir verði komnir til sögu I þessum löndum, þegar olian þrýtur. Ef til vill er þessi bandalags- hugmynd vænlegasta leiðin til að tryggja frið við Persaflóa. A uppdrættinum sjást rikin sex.sem hyggjast mynda bandalag

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.