Tíminn - 04.03.1981, Side 16

Tíminn - 04.03.1981, Side 16
Sími: 33700 A NÖTTU OGTeGI ER VAKAÁ VEGI Þriöjudagur 3. mars 1981 ssí » —abriel <4J HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guðbjörn Guðjónsson heildverslun, Kornagarði 5 Simi 85677 Háskólaráð afgreiðir tillögu á morgun um: Prófessorsem- bættí bundið nafni dr. Kristjáns JSG —Heimspekideild Háskóla islands hefur lagt fram tillögu i háskólaráði um aö stofnað verði nýtt prófessorsembætti við Há- skólann, sem eingöngu verði bundið nafni dr. Kristjáns Eld- járn. Kristján yrði þvi sá eini sem gegndi embættinu. Þessi tillaga hefur hlotið góðar við- tökur i' háskólaráði, en ekki ver- ið afgreidd enn. Gert er ráð fyrir að hún verði tekin til af- greiðslu á fundi ráðsins á morg- un. Að sögn Alans Boucher, for- seta heimspekideildar, yrði prófessorsembætti dr. Kristjáns, rannsóknarembætti. Þvi fylgdi hvorki kennsluskylda né réttindi og skyldur til stjórnunarstarfa. Hann kvað það vera i samráði við Kristján sjálfan sem tillagan væri gerð. t greinargerð með tillögu heimspekideildar segir að dr. Kristján Eldjárn sé viðkunnur fræðimaður í sérgrein sinni, fornleifafræði, en auk þess sé hann vel menntaður i fleiri greinum, einkum sögu tslands og almennri sögu. Hann vinni nú að ýmsum fræðilegum verkefn- um, og megi mikils vænta af störfum hans, þegar hann hafi verið leystur frá annasömu embætti. Heimspekideild vilji votta dr. Kristjáni virðingu með stofnun prófessorsembættisins. Guðmundur Magnússon, há- skólarektor, kvaðst i gær telja allar hkur á að tillaga heim- spekideildar yrði samþykkt á morgun. Aöstoöarlæknirinn á Selfossi hefur ekki tekiö sérsamningi rekstrarstjórnarinnar: Réðu annarleg sjónarmið fullyrðingu Brynleifs? AB — „Það er rétt eftir Daniel Danielssyni haft, að ég hef ekki skrifaö undir þann sérsamning sem rekstrarstjórn Sjúkrahúss Suðurlands bauð mér,” sagði Guðjón Sigurkarlsson læknir við Sjúkrahús Selfoss i viðtali við Timann i gær, en eins og kunnugt er þá hélt Brynleifur Steingrims- son héraðslæknir á Selfossi þvi fram i viðtali við Timann fyrir helgi, að Guðjón hefði tekið áður- nefndum samningi. Guðjón var að þvi spurður hvað hann héldi að lægi á bak við þessa fullyrðingu Brynleifs, sem greini- lega á ekki við rök að styðjast. „Rekstrarstjórnin veit að ég hef ekki tekið þessum samningi. Eina skýringin sem mér kemur i hug, er að þetta sé sagt til þess að einangra Daníel f þessu máli.” Guðjón sagði jafnframt aö hann ætlaði sér ekki að taka samningn- um eins og hann væri. Það væru mörg atriði f þessum samningi sem þyrfti að athuga betur. Fyrst og fremst væru það atriði sem vörðuðu breytingar á verksviði, en ekki breytingar á kjörum. Sagðist Guðjón þó hafa tjáð rekstrarstjórninni að hann væri fús til endurskoðunar á sér- samningnum þegar þar aö kæmi. Guðjón var að þvi spuröur hvernig hann liti á auglýsingu rekstrarstjórnarinnar, þar sem staða yfirlæknisins var auglýst laus til umsóknar, en aðrar ekki. „Mér finnst slik auglýsing óeðlileg. Að minu mati ættu allir starfsmenn Sjúkrahúss Selfoss að flytjast yfir á nýja sjúkrahúsið.” Sjóprófum vegna Heimaeyjarslyssins lokiö: Tryggingafélagið bannaði ekki aðstoð varðskips — Varðsklpin björgunar- og hjálparskip, en skoUakornið ekki bara til að taka menn i iandhelgi, segja Eyjamenn HEl — Sjóprófum i Vestmanna- eyjum vegna Heimaeyjar VE er nú lokið. Aðilar þessa máls vilja litið láta eftir sér hafa um niður- stöðu sjóprófanna. Einn þeirra sagði þó, aðþaðhafi verið upplýst að ekkert bann hafi komið frá tryggingarfélagi Heimaeyjar um aö leitað væri aðstoðar varðskips. Það hafi verið ákvörðun skip- stjóra Heimaeyjar. Það hafi auk þess verið samdóma álit allra skipstjórnarmanna sem komu fyrir réttinn, að Heimaey hafi ekki verið i neinni bráðri hættu þegar aöstoðin var afþökkuð og ekki hafi verið sýnt fram á annað en að viðbrögð skipstjórnar- manna hafi verið eðlileg. t raun mætti segja að slysið hafi fyrst og fremst veriö afleiðing óveðursins sem skall á snögglega er áttin breyttist og skipið fór að reka hratt að landi sem enginn hafi getað séð fyrir. Annar viðmælandi blaðsins tók nokkuð í sama streng. En tók fram að óheppilegar yfirlýsingar einstaklinga innan Landhelgis- Framhald á 15 siðu Stjórn Blaðamannafélags Islands: Lýsir eindregnum stuðn- ingi við blaðamenn DB Stjórn Blaöamannafélags tslands lýsir eindrcgnum stuðn- ingi við þá tvo blaðamenn Dag- blaösins, Atla Stcinarsson og - Ómar Valdimarsson, sem neit- að hafa að gefa upp heimildir fyrir frétt á bakslðu blaðsins 31. janiiar sl., þar sem fjallað var um svofellt Kötlufellsmál. Stjórn Bt litur svo á, að það séu augljósir hagsmunir blaða- manna, jafnt sem skylda þeirra viö heimildamenn sina, að skýra ekki frá þeim. Ef út af þessu væri brugöið myndi það veröa til að stórskerða mögu- leika blaðamanna til fréttaöfl- unar og verða þannig stjórnar- skrárvernduðu ritfrelsi fjötur um fót. Þaö er þvi ekki að ástæðulausu, að i siðareglum Blaöamannafélags tslands er skýrt tekið fram, aö blaöamanni beri að viröa nauösynlegan trúnað við heimildarmenn sina. Þessu til stuðnings vill stjórn B1 skirskota til ummæla ólafs Jóhannessonar ráöherra og ...I siðareglum Blaðamannafélagsins er skýrt tekiö fram að blaðamanni beri að virða nauðsynlegan trúnað viö heimildamenn sina" segir i ályktun sem stjórnarfundur Bt samþykkti i gær. Timamynd Róbert fyrrum lagaprófessors, i Úlf- ljóti, tfmariti laganema við Háskóla tslands unv þetta efni frá 1969, þar sem segir orðrétt: „Það er augljóst, að prentlög- in byggja á þeirri reglu, að höf- undi ritsmlða i dagblöðum, vikublöðum, og timaritum sé óskylt að nafngreina sig. Nafn- leyndin er að visu ekki heimiluö sérstaklega berum orðum en hún leiðir af ábyrgðarkerfinu. Um það segir m.a. svo i grein- argerð frumvarpsins til laga um prentrétt: „Ábyrgðarkerfi þessu er ætlað að slá vörð um prentfrelsið, með þvi að sporna við eftirgrennslunyfirvalda, um það, hvernir kunni að eiga hlut- deild i þvi', sem ritað er, að ná með skjótum og virkum hætti til þess, sem sekastur, og loks sér- staklega að vernda nafnleynd höfundar og heimildarmanns.” Auk þess veröur nafnleyndar- réttur höfundar dreginn af þvi, að i lögunum er nafngreiningar- skylda lögð berum orðum á út- gefanda, ritstjóra og prentara, en ekki minnst á höfunda.”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.