Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 2
2 MiBvikudagur 1. aprfl, 1981 Hestamenn óánægöir með hugmyndir um skipulag Austursvæða: Hóta að stofna nýjan „grænan” stj órnmálaflokk — nái skipulagshugmyndir Borgarskipulags fram að ganga Kás — ,,Við hestamenn teljum að hestamennska i núverandi mynd i Reykjavik leggist af nái hugmyndir Borgarskipulags Reykjavikur fram aö ganga”, sagði Valdimar Jóhannesson formaður sérstakrar skipuiags- nefndar sem Hestamannafélag- ið Fákur hefur komið á fót og hefur nú lagt fram hugmyndir um skipan hestamennsku á Víðivöllum og i nágrenni, á blaðamannafundi sem Fákur boðaöi til • Telja hestamenn illilega þrengt að sér samkvæmt þeim skipulagstillögum sem settar hafa verið saman á Borgar- skipulagi og verið samþykktar i Skipulagsnefnd, og sem verða til afgreiðslu á fundi borgarráðs i dag. „Samkvæmt skipulaginu stendur til að upp risi i Selásn- um 850 ibúða byggð til viðbótar þeirri byggð, sem þar er nú að risa og atvinnustarfsemi, sem á að nýta um 20% landsins. Þessi byggð ásamt með tengdum um- ferðarmannvirkjum og um- feröarmannvirkjum, sem koma munu i óbeinum tengslum við byggðina eins og hinn mikli fyrirhugaði Ofanbyggðavegur, mun að dómi allra reykviskra hestamanna, sem hafa tjáð sig um málið, stóreyðileggja svæði það, sem kallað hefur verið framtiðarsvæði reykviskra hestamanna utan i Selásnum, þar sem heitir á Viðivöllum og i Viðidal”, segirí frétt frá Hesta- mannafélaginu Fáki. Nefndi Gisli B. Björnsson, sem sæti á i fyrrnefndri skipu- lagsnefnd Fáks, að samkvæmt hugmyndum Borgarskipulags ætti að byggja upp ibúðar- og at- vinnuhverfi og vegi i 40-50 metra fjarlægð frá þeirri að- stöðu sem hestamenn hafa nú á Viðivöllum og i Viðidal. ,,Að okkar mati er hér um að ræða of stóra byggð, of nálægt okkur, auk þess sem skipulag umferðarmannvirkja er mjög óhagstætt”, sagði Valdimar Jó- hannesson. Sem mótsvar við hugmyndum Borgarskipulags hefur skipu- lagsnefnd B'áks sett fram tillög- ur um skipan hestamennsku á Viðivöllum og nágrenni, sem ,m.a. ganga út á það að hesta- menn fái undir starfsemi sina, bróðurpart þess lands sem Reykjavikurborg keypti á sið- asta ári af Gunnari Jenssyni i Selás, undir ibúðabyggð. Þar hyggjast hestamenn reisa reið- höll auk ýmissa annarra mann- virkja sem eru nauðsynlegir fylgihlutir hestamennskunnar ef vel á að vera. Hafa hestamenn kynnt borgaryfirvöldum og skipulags- yfirvöldum hugmyndir sinar, en ekki hlotið þar nægilegan skiln- ing, að þeirra mati, og minnstan skilning hjá þeim sem halda á pennunum, þ.e. skipuleggjend- unum. Nú eru um 1100 félagsmenn i Hestamannafélaginu Fáki. Samkvæmt nýlegri könnun sem samstarfsnefnd Æskulýðsráðs og Fræðsluráðs Reykjavikur hefur látið gera kemur fram að 20% unglinga i höfuðborginni stunda hestamennsku reglu- lega. Samanlagt telja hesta- menn að um 7-10 þús. Reykvik- ingar tengist hestamennsku á einn eða annan hátt, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, sem er þriðji maðurinn i fyrrnefndri skipulagsnefnd Fáks. Valdimar Jóhannesson og Gisli B. Björnsson sögðu á fundi með blaðamönnum i gær að ef borgaryfirvöld héldu fast við hugmyndir sinar, án þess að taka tillit til skipulagshug- mynda hestamanna, þá gæti það leitt til þess að stuðnings- menn núverandi borgar- stjórnarmeirihluta i hópi hesta- manna gerðu upp hug sinn á ný þegartilkosningadrægiá næsta ári. Gisli B. Björnsson sagði að rétt svar i þessu efni væri ekki endilega pólitisk kúvending i átt til sjálfstæðismanna, sem greinilega ætluðu að notfæra sér þetta mál sér til hagsbóta, held- ur væri eins liklegt að óánægðir hestamenn ásamt fleirum stofn- uðu nýjan „grænan” stjórn- málaflokk, sem hefði fyrst og fremst umhverfisvernd á stefnuskrá sinni, fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Glit hf. meö nýjung á markaðinn VERÐBÓLGUPILLUR KYNNTAR „Þar sem sérstakri aukinni og endurbættri verðstöðvun lýkur eftir áðeins mánaðartima hefur Glit hf. talið nauðsynlegt að bregðast skjótt við, til að forða þjóðinni frá verðbólguvoðanum. Við kynnum þvi hér með nýjar Verðbólgupillur, sem við erum að senda á markaðinn. Um leið kynnum við um þessar mundir tvær nýjar framleiðslulinur, sem nefnast Steinblóm og Sælkeralin- an. Verðbólgupillurnar eru fram- leiddar eftir sérstakri fyrirsögn lyfsalans á Dalvik og siðan niður- taidar I sælkerakrúsir. Eiginleik- ar þeirra eru margvislegir og öðl- ast menn við neyslu þeirra hæfi- leika til að stöðva verðlag með öllu og vera á sama tima opnir i báða enda. Hráefnið er að uppistöðu þing- eyskt loft og Austfjarðaþoka, en aukaefni,svo sem Glúkósi, eggja- hvituefni og vitamin, eru flutt inn af innflutningsdeild Sambands- ins, frá Co-op á Norðurlöndum, meö skipum Sambandsins og verður i framtiðinni skipað upp við viðlegukant Sambandsins við Elliðavog en á Akureyri verður notast við korngeymslur K.E.A. Við neyslu verða menn ákaflega samvinnuþýðir og rétt er að geta þess að stóriðja á þessu sviði er ekki áætluð á Blönduósi, meö orku frá Blönduvirkjun. Til að allir njóti sin bjóðum viö sildarsmakk i leiðinni og vonum að þið getið komið og séð hina fjölbreyttu Sælkeralinu og Stein- blóm, þar sem islensk blóm eru brennd i steinleir.” Fréttatilkynning frá Glit hf. Geð sjúkir horn- rekur í kerfinu segir Geölæknafélag íslands H.E.J. — Vegna þeirrar umræöu/ sem farið hef- ur fram um að taka þann hluta Geðdeildar Borgarspíta lans sem staðsettur er i Hvíta- bandinu til annarra nota, vill Geðlæknafélag Islands taka fram eftirfarandi, m.a.: Þjónustu við geösjúka er enn mjög ábotavant. Húsnæði þarf að auka og bæta fyrir dagvistarsjúklinga, enn vantar deild fyrir geðveika unglinga og auka þarf endurhæfingarmöguleika og einnig þarf að auka göngudeildarþjónustu. I húsi Hvítabandsins rekur deildin nú dagmeöferð, dagvistun og göngudeild. Með tilliti til þessa vill Geð- I læknafélagið mótmælá öllum I tilraunum til að draga úr þjón- ustu við sjúklinga, sem enn j búa við svo skarðan hlut, að j þeir eru taldnir hornrekur i j kerfinu. Verðbólgupillurnar eru afskaplega gómsætar, en ekki er vitaö hvort sætleiki þeirra er þingeyska loftinu eða Austfjarðaþokunni að þakka. Timamynd — Kóbert Þjálfun flugmanna Illfram- (Jr sýningu Taliu á Erpinghambúðunum. MS sýnir Erpingham- búðirnar KU — Talia, leiklistarsvið Menntaskólans við Sund, sýnir þessa dagana leikritið Erping- hambúðirnar eftir Joe Orton. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson, en leiktjöld eru eftir Helga Asmundsson. Höfundur leikritsins, Joe Ort- on, var Breti, fæddur 1933. Hann ætíaði að gerast leikari en sneri sér fljótt að leikritunog sló hann i skemmta herra Sloane” á árinu 1964. Siðan hafa leikrit hans verið grfðarlega vinsæl i Bretlandi, en hann lést 1967. Erpinghambúöir- nar er fyrsta leikrit Ortons, sem sýnt er á Islandi. kvæmanleg án góðs samstarfs AM — 1 fyrradag sendi stjórn FIA bréf til Flugleiða, þar sem bent er á að hinar nýju tilfærsl- ur flugmanna á milli véla, sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu, séu illfram- kvæmanlegar eða ófram- kvæmanlegar, án góðs sam- starfs við FIA. Bent er þó á i bréfinu að góðum sáttum megi ná, verði að málum staðið eins Leikrit hans eru skopádeilur, þar sem Orton rðBÖst af óvðBginni grimmd og miskunnarlausu háði oggildandisamningar FIA gera ráð fyrir. Gylfi Magnússon, stjórnar- neinn þessar nýjar stöður oprðar Eins á flest það, sem heilagast þykir i maður i FÍA, sagði okkur i nú háttab, m þjóðfélaginu, og flettir ofan af fyrradag að samtimis þvi sem þjálfun nýrr heimsku og skinhelgi af skarp- r sent til Flugleiða, vélarnar, yr skyggni og djörfung. til félagsi frá Flugleiðum borist leg, ef ekki k Næsta sýning á Erpinghambúð- ns, sem svar við fyrra starf við F' unum er á föstudagskvöld og bréfi FtA , frá þvi fvrir viku. 1 fljúga þeim hefst kl. 21 bréfinu árétta Flugleiöir fyrri afstöðu um að standa skuli að ráðningunum á allan hátt eins og þegar hefur verið boðað. Gylfi sagði að i nýjustu vinnu- skrá Flugleiða sé gert ráð fyrir að þeir menn sem færast skulu yfir á Boeing 727 byrji á þjálfunarnámskeiði á morgun, 1. april. Enn er hins vegar ekki vitað til að rætt hafi verið v.ið lanna, eftir að mannahaldi ei lylfi og á ai 1A menn, sem lum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.