Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 6
6 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Heigason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik Indriðason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tím- inn), Ileiður Ilelgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir), Ljósmynd- ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siðumúia 15, Reykjavik. Simi: 86300., Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392.— Verð i lausa- söiu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Hurð nærrí hælum Heimsbyggðin var i fyrra dag enn einu sinni minnt harkalega á það hversu ófyrirséð atvik og hreinar tilviljanir virðast geta breytt rás viðburða og framvindu. Eitt slys, ein mistök geta á svip- stundu umsnúið viðhorfum með viðtækustu afleið- ingum. tslendingar hafa, ekki siður en aðrar þjóð- ir, langa reynslu af þvi hvernig náttúruhamfarir geta gerbreytt t.d. ástandi efnahags- og atvinnu- mála og þannig haft m.a. viðtæk áhrif á stjórn- málalif þjóðarinnar. í fyrra dag var heimsbyggðin minnt á það, hverju óskiljanlegt athæfi einstaklings, einn glæp- ur eða geðveiki eins manns getur, þegar illa fer, brotist inn i framvindu flóknustu og viðtækustu málefna og jafnvel haft ómælanleg áhrif á lif mill- jóna manna, sem á einu vetfangi eru gerðar að skelfingu lostnum áhorfendum, sem hvorki fá rönd við reist né geta gert sér grein fyrir þvi sem fram vindur. Mannkynssagan geymir mörg dæmi þessa, og er ekki hægt að telja þau, enda þótt þau séu jafnan viti til varnaðar. Mikið bál getur kviknað af litlu tundri, og þegar viðsjár hafa magnast getur ófrið- ur þjóða i millum brotist út af þvi sem virðist litið beint tilefni. ✓ Meðal flestra rikja og einkum stórþjóðanna er mikil áhersla lögð á öryggi allra þeirra sem við stjórnvöl sitja. Þrátt fyrir það er viðurkennt að aldrei verði svo kirfilega um mál búið að ekki verði eftir sem áður raunverulega varnarleysi fyrir brjálæðingum með skotvopn i höndum, og það er lika viðurkennt að heilt þjóðfélag verði aldrei með öllu hreinsað af öllum vopnabúnaði, — fremur en ýmsu öðru þvi sem til óheilla og óskapa horfir. Þetta viðurkenndu talsmenn öryggisstofnana Bandarikjanna i fyrra kvöld þegar á þá var gengið um öryggi Bandarikjaforseta, eftir að tilræði hafði verið gert við Ronald Reagan. ,,Við verðum aldrei fljótari en byssukúlan”, sagði einn þeirra. Það er ekki ofsagt að heimurinn stóð á öndinni þegar fréttin um tilræðið við Bandarikjaforseta barst um heimsbyggðina. Ástand alþjóðamála er þegar með þeim hætti um þessar mundir að litið má til að hrinda af stað meiri skriðu og óskaplegri en menn geta reyndar gert sér i hugarlund. Og hvað sem um Bandarikjaforseta núverandi verður sagt er hann sjálfur, bæði stöðu sinnar vegna og persónulega, alger og milliliðalaus úrslitaaðili um framvindu alþjóðamála. Það er þannig t.d. viður- kennt i Bandarikjunum að persónuleg áhrif hans séu slik á allan almenning, og traust það sem menn hafa á honum til góðs eða ills eftir atvikum, að ekki séu i sjónmáli aðrir menn til að taka sæti hans með góðu móti á svipstundu. Auðvitað óska allir sæmilega heilbrigðir menn þessum manni fulls bata og fullrar heilsu á ný. En þvi er ekki að leyna að eftir situr uggur og óhugur i mönnum viða um lönd. Það skall enn hurð nærri hælum. JS Miðvikudagur 1. aprfl, 1981'. Kjartan Jónasson: Erleiit yfirlit ! 20 ár liðin frá Svinaflóaárásinni 17. apríl: Verður haldið upp á afmælið? Sandinistar leggja mikla áherslu á uppbyggingu hers sins. Hótanir Ronalds Reagans Bandarikjaforseta um að hefja jafnvel nýtt Vietnam strið i E1 Salvador hafa fengið mjög mis- munandi undirtektir og sums staðar að minnsta kosti orðið til þess að beina spjótum mót- mælaaðgerða að Bandarikjun- um i stað Sovétrikjanna áður vegna aðgeröa þeirra i Afghanistan. t Bandarikjunum og Mið-Amerlku hefur afstaöa Bandarikjaforseta aftur á móti orðið til að hleypa kjarki i hægrisinna og svo kann að fara að þótt Reagan hafist litt að sjálfur verði nærvera hans á forsetastóli i Bandarikjunum til þess að allt fari i bál og brand i Mið-Ameriku. Sautjánda april næstkomandi verða liðin 20 ár frá hinni mis- heppnuðu Svfnaflóaárás á Kúbu þar sem kúbanskir útlagar voru að verki, dyggilega studdir af bandarisku leyniþjónustunni CIA. Kúbanskir útlagar æfa ennþá vopnaburð i Bandarikj- unum og herma fréttir að þeir hafi færst mjög i aukana með kjöri Reagans i forsetaembætti. Kúbönsku útlagarnir eru þó ekki lengur einir um hituna þvi nú þjálfa útlagar frá Nicara- gua við hlið þeirra og hyggjast siðan hefja skæruhernað gegn stjórn Sandinista i heimalandi sinu. Þessir útlagar eru raunar allir úr fyrrum þjóðvarðliði Somozas, einræðisherrans sem Sandinistar steyptu af stóli. Bæði kúbanskir og Nicara- guanskir útlagar segja að harð- linustefna Reagans gagnvart kommúnistahættunni hafi hert i þeim stálið og þeir eigi nú að minnsta kosti von á siðferðis- legum stuðningi frá Banda- rikjastjórn. Ein samtök kúbanskra út- laga, Alpha 66, sem eru nokkuð sér á báti segjast hafa staðið fyrir 30 skemmdarverkum á Kúbu á siðustu sex mánuðum og hið siðasta hafi skemmt vatns- raforkustöð i Regla, skammt frá Havana, en þar létust sex manns i sprengingu sem kú- bönsk yfirvöld hafa ekki gefið upp orsakir fyrir. Astandið i E1 Salvador hefur verið mjög slæmt að undan- förnu eins og komið hefur fram i fréttum en þar er þó eins konar vopnahlé eins og stendur. 1 Nicaragua eru Sandinistar við stjórn og enn of snemmt að segja til um hvernig þeim farn- ast. Ljóster að þeim hefur tekist aö halda verðbólgu I skefjum en þeir hafa ekki enn staöið við lof- orð um borgaralega eða hálf- borgaralega stjórn og vist er að þeir verja miklum fjármunum i uppbyggingu hers sins. Nokkuð er um hryðjuverk i landinu og svo virðist sem flótti kaupsýslu- manna úr landi sé hafinn. Guatemala gæti hæglega orð- ið næsta Mið-Amerikurikið þar sem upp úr sýður en þar er ein- ræðisherrann og hershöfðinginn Romeo Lucas Garéia við stjórn- völinn. Um hægristefnu hans má hafa það til marks að hann Mótmæli I Frankfurt gegn uppnefndi Carter fyrrverandi Bandarikjaforseta „Fidel-Cart- er”. Garcia fagnaði mjög kjöri Reagans og stóð fyrir flugelda- sýningu i höfuðborg sinni. Tals- verð hætta er nú talin á að hann túlki afstöðu Reagans svo að honum sé óhætt að uppræta vinstri-róttæklinga i landi sinu. Stjórnvöld i Costa Rica eru á hinn bóginn tekin að óttast Sandinista i Nicaragua sem þau studdu hvað ötulast áður og seldu þeim meðal annars vopn. Fullvist er að vænn skammtur þeirra vopnasendinga hafa siö- an ratað til vinstriskæruliða i E1 Salvador. Það sem borgara- legum stjórnvöldum I Costa Rica stendur mestur uggur af er hernaðaruppbyggíngin í Nicaragua, ekki sist ef til þess kæmi að fullur ófriður brytist út i flestum löndum Mið-Afriku. Sjálfsagt er góð og gild ástaéða fyrir Ronald Reagan að taka fullt tillit til þeirra varnaðar- orða að afskipti Bandarikjanna, ekki sist hernaðarleg, af gangi mála i Mið-Ameríku, eru tvi- eggjað vopn. Það er ávallt hætta við of stefnu Reagans i E1 Salvador. miklum einföldunum þegar reynt er I stuttu máli að greina frá samskiptum Bandarikjanna og Mið-Amerlku. Þó verður vart komist hjá þvi að draga þá ályktun af þessari sögu að bandarisk stjórnvöld hafa nær ávallt stutt spilltar stjórnir hers og eignastétta gegn blá- snauðum almúganum. Þegar svo þjóðir þessara landa taka að berjast fyrir félags- og efna- hagslegum umbótum verður þeim siðast fyrir að leita sér vina i Bandarfkjunum. Ekki verður heldur komist hjá þvi að skoða ástandið i Mið- Ameríku út frá ástandi heims- pólitíkurinnar og þá blasir J)að við mönnum að sendi Reagan bandariskt herlið til E1 Salvador munu kannski ekki liða nema tvö dægur uns sovéskur her verður kominn inn I Pólland nema Sovétmenn sjái sér betur henta að treysta stjórnvöldum i Póllandi fyrir innanlands- vandanum og nota sér afskipti Bandarikjanna i E1 Salvador i pólitisku áróðursskyni eins og Bandaríkjamenn pislarför þeirra til Afghanistan. Liklega hefur stefna Carters i málum Mið-Ameriku verið skynsamlegri en sú sem Reagan hefur gefið i skyn að hann muni fylgja. Talsverð umskipti i Mið- Ameriku eru óumflýjanleg og takist Bandarikjamönnum einu sinni að styöja þann málstaö - sem þau gefa sig út fyrir aö standa i forsvari fyrir I Evrópu, að þessu sinni I Mið-Ameriku, er ekki að vita nema vinstri-rót- tæklingarnir sjái að sér á nokkr- um árum. Kúbanskir útlagar á heræfingu i Bandarikjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.