Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 1. aprll, 1981 7 Er Rósmundur á Hóli ritari andstæðinga Blönduvirkjunar? Rósmundur G. Ingvarsson skrifaði i Timann heilmikla grein 11. marz s.l. Tilefnið virð- ist vera smágrein er ég lét frá mér fara vegna greinar Páls Péturssonar um Blönduvirkjun. Ég vil þakka Rósmundi fyrir þá athygli er hann hefur veitt þessari grein þó smá væri. Virð- ist mér að greinarstúfurinn hafi raskað hugarró Rósmundar óþarflega mikið. Ljóst er að hann hefur skilið greinina betur en hann sjálfur getur sætt sig við og þá gripið til pennans i ör- væntingu sinni i von um að geta slegið ryki i augu lesenda blaðs- ins. Pólitiskur frami Rósmundar Greinarhöfundur veltir fyrir sér hvað liggi til grundvallar að menn taki upp á þvi að skrifa i blöð, og kemst hann helst að þeirri niðurstöðu að það sé gert i þeim tilgangi að auka pólitiskan frama viðkomandi. Ekki ætla ég að leggja dóm á þessa niður- stöðu Rósmundar, en mikið hljóta þeir menn sem búnir eru aðskrifa margarstórar greinar bæði fyrir sig og aðra að vera komnir langt á þeirri frama- braut, og er þá kærkomið að fá umboð frá þeim sem ekki þurfa á þessari aðferð að halda. Margar eru leiðirnar Ég er sammála Rósmundi að hugmynd Páls, um að verja þessum frægu 22 millj. i órannsakaða stiflugarða er það fráleit, aðþaðer hægt að benda á ótal leiðir sem mundu ávaxta þetta fé betur. (Hvað skyldi t.d. vera hægt að kaupa margfaldar jarðir fyrir þetta fé?) Þó vaxtaaukareikningurinn væri alls ekki besta leiðin, þá benti hún mjög vel á hvað hug- mynd alþingismannsins var ólikleg til samkomulags, enda kannski ekki til þess ætluð. Benda vil ég Rósmundi á, að ég lagðiekki til i grein minni, að skuttogurunum yrði hent þegar búið væri að kaupa þá, eins og hann virðist gera ráð fyrir i sin- um hugleiðingum. Peningar óþarfir? Rósmundur segir i grein sinni að ekki þurfi peninga til að kaupa skuttogara, vegna þess að rikið ábyrgist 80% og Fram- kvæmdastofnun skaffi 20% af kaupverðinu. Það kann vel að vera að þetta sé rétt hjá Rós- mundi, en ég hélt kannski að þetta væru peningar eigi að sið- ur. Það verður fleirum en Hóls- bóndanum að lita svo á, að ekk- ert þurfi að spara ef rikið borg- ar og er þvi óþarfi að undrast, þóaðþeirhinirsömusjái ekkert athugavert við að verja 22 milljörðum g.króna i aukna stiflugarða við fyrirhugað miðlunarlón Blönduvirkjunar. Ekki er mér ljóst hvaðan Rós- mundur hefur það, að ég vilji umfram allt láta eyðileggja sem mest af landi nágranna Valgaröur Hilmarsson, Fremsta-Gili minna. Það virðist vera nokkuð sama hvað stendur i þeim greinum sem þessi blessaður maður les, hann bara fær út nákvæmlega það sem hann vill að þar standi ef hann heldur að það geti komið sér vel siðar i hans málflutningi. Allra hagur „Ekki verður séð að sveit V.H. hafi neinn hag af Blöndu- virkjun” segir Rósmundur, en áður hefur hann látið i ljós þá skoðun sina, að engum komi þessi mál við nema eigendum landsins. Ég vil benda Rósmundi á, að fyrirhugað er að Blönduvirkjun geti framleitt allt að 177 m.w. af rafmagni, og það er þess vegna sem talað er um að virkja Blöndu, en ekki eingöngu til að sökkva afréttarlandi, eins og hann virðist halda. Þetta raf- magn hef ég álitið að yrði notað af þjóðinni til framfara og upp- .byggingu atvinnulifs i landinu og spara með þvi innflutning á erlendum orkugjafa, og ég reikna með að við Rósmundur og sveitungar okkar munum njóta góðs af ekki siður en aðrir. Raunhæfir samningar forsenda virkjunar Viö semerum i þeim hópi sem teljast raunverulegir áhuga- menn um Blönduvirkjun, höfum alltaf lagt áherslu á að samið verði um það tjón er landeig- endur verða óumdeilanlega fyr- ir, og það væri forsenda þess, að af virkjun gæti orðið, og undir þessa skoðun taka, að ég hygg, langflestir sem vilja raunveru- lega lausn þessa máls. En þvi er ekki að leyna að til eru nokkrir þeir menn sem ým-st kalla sig andstæðinga virkjunarinnar eða þá að þeir séu miklir stuðnings- menn hennar, en þeir vilji bara ekki virkja eins og sérfræð- ingarnir leggja til heldur ein- hvern veginn öðruvisi og fer það varla framhjá neinum að þeir grípa hvert tækifæri sem þeim gefst sem hugsanlega gæti kom- ið í veg fyrir að samningar ná- íst, og þar með spillt þvi að virkjunin komist i framkvæmd á næstu árum. Þessir ágætu menn viður- kenna samt að Blanda verði virkjuð einhverntimann, en virðast bara vilja láta börnun- um sinum eftir að leysa vand- ann, sem þeir telja svo stóran. Það ber að hafa i huga að ekki er vist að betra verði að semja um þessa hluti seinna og er þvi mikilvægt, að samningsaðilar komi sér sem fyrst saman um þá lausn sem báðir aðilar geti sætt sig við. A ég þá við, að eign- araðilar landsins fái bætt það tjón er þeir verða fyrir, jafn- framtþviað virkjunarkosturinn verði ekki gerður það óhagstæð- ur að hann verði ekki lengur i röð þeirra sem hagkvæmastir teljast. Þetta er takmark sem ég trúi að við viljum sem flest ná, og treysti ég samningsaðilum til að ná þessu takmarki i tæka tið, svo við sjáum Blönduvirkjun risa sem næstu stórvirkjun íslendinga, og trúi ég þvi að við Rósmundur getum þá skilað af- komendum okkar landinu betra en við tókum við þvi af okkar forfeðrum, enda i samræmi við þær framfarir sem verið hafa á flestum sviðum, en enginn vill stöðva æskilegar framfarir. Hvers vegna Blöndu virkjun? Ekki verður hjá þvi komist að rekja nokkuð hvers vegna svo mikil áhersla er lögð á virkjun Blöndu, þar sem Rósmundi virðist ekki vera ljós tilgangur þess. Blönduvirkjun er talin vera einn af hagkvæmustu virkjun- Framhald á bls. 12 Amnesty International Samviskufangar marsmánaðar Amnesty International hefur valið eftirtalda fanga sam- viskufanga marsmánaðar, með afsökunarbeiðnum vegna tafar sem á hefur orðið. Saida Botan ELMI frá Sóma- liu, sem er þriggja barna móðir, hefur verið i varðhaldi siðan 1978 og dvalist i „Mogadishu Central Prison”. Saida Botam ELMI er eigin- kona fyrrverandi hæstaréttar- dómara. Rikisstjórnin hefur ekki birt neinar yfirlýsingar vegna töku hennar, (nöfn fanga eru venjulega ekki birt) en trú- lega er henni haldið i fangelsi vegna flótta eiginmanns hennar til Eðiopiu stuttu áður. Þar gekk hann i lið með stjórnar- andstæöingum „Somali Sal- vation Front” (SOSAF) og hefur komið fram i útvarpi þeirra „Radio Kulmis”. Rikis- stjórn Sómaliu hefur ekki komið fram með neinar sannanir um að Saida Botan ELMI starfi leynilega með SOSAF og er aug- ljóst að hún heldur ELMI i fang- elsi til þess aö neyða eiginmann hennar til aö hætta að starfa með SOSAF. Amnesty veit að hún átti von á barni þegar hún var tekin til fanga 1978 og varð að þola fósturlát og hefur verið á spitala nokkrum sinnum vegna illrar meðferðar. Vinsamlegast skrifið og biðjið um að Saida Botam ALMI verði látin laus, til: His Exellency Major General Siyad Barre, President of the Somali Demo- cratic Republic, President’s Office, Mogadishu, Somalia. Angel CUADRA Landrovefrá Kúbu, ljóðskáld og lögfræö- ingur, fæddur i Havana árið 1931. Honum er haldið i Bonicto fangelsi, sem er alræmt fangelsi i Santiago de Cuba. Fyrsta ljóðabók Angela CUADRA Landrove kom út stuttu eftir kúbönsku bylting- una. Hann var i fyrstu stuðn- ingsmaöur Fidel Castro forseta, en upp úr 1960 byrjaði hann að gagnrýnastjórn landsins. Hann var handtekinn i april 1967, en þá var hann lögfræði- legur ráðgjafi hljómlistar- manna, leikara og rithöfunda á Kúbu. Hann var dæmdur i 15 ára fangelsi i mai sama ár og sakaður um andspyrnu gegn rikisstjórninni. Angela CUADRA Landrove var látinn laus, skilorðsbundiö, vegna góðrar hegðunar, i desember 1976, eftir að hafa af- plánað tvo þriðju hluta dómsins. 1 marsmánuði 1977 var mál hans tekið upp aftur án nokk- urra skýringa, en Amnesty heldur að þaö hafi verið vegna bókar eftir hann, sem gefin var út erlendis á þvi ári. Honum er haldið i Boniato fangelsi, þar sem farið er mjög illa með fanga almennt, svo að sumir fóru i hungurverkfall i mótmælaskyni. Fjölskylda og vinir Angela CUADRAS hafa mjög miklar áhyggjur vegna öryggis og heilsufars hans, þar sem aöbún- aður er sagöur vera mjög slæmur i fangelsinu. Samkvæmt nýrri refsilöggjöf sem sett var i nóvember 1979, er i hæsta lagi hægt að dæma menn i 10 ára fangelsi fyrir brot eins og Angel CUADRA var dæmdur fyrir, en hann hefur nú verið 13 ár i fangelsi. Samkvæmt stjórnarskrá Kúbu er það aug- ljóst að þetta atriði i refsilög- gjöfinni á að virka aftur i tim- ann. Angel CUADRA áfrýjaði málinu til hæstaréttar áriö 1980 með þessum rökum en hæsti- réttur visaði málinu frá. Vinsamlegast skrifið og biðjið um að Angel Cuadra Landrove verði látinn laus, til: S.E. Comandante en Jefe, Fidel Castro Ruz, Presidente del Con- sejo de Estado y del Consejo de Ministros, La Habana, Cuba. Willibal Rum frá Indónesiu er 30 ára gamall fyrrverandi bæjarstarfsmaður. Hann var handtekinn i febrúar 1975 i Serui héraði I Irian Jaya i Indónesiu. Willybal Rum og fimm aðrir voru handteknir eftir aö þeir höfðu undirritaö og dreift skjali sem kallað var „Serui declara- tion” þar sem krafist var sjálf- stæðis Irian Jaya. Einn af þeim, Charles Mirino, dó stuttu eftir handtökuna, hinir, Willybal Rum, Anton Tewa, Sam Satia, Petrus Moaboay og Piet Pedai, voru dregnir fyrir rétt I mars 1977, ákæröir fyrir samsæri gegn rikinu. Þeir voru dæmdir i 5 til 8 ára fangelsi. Willybal Rum fékk 8 ára dóm. Allir þessir fangar voru valdir sem samviskufangar af Amnesty International. Arið 1962 afhentu Hollend- ingar Indónesiu Irian Jaya, sem er vestasti hluti eyjarinnar Nýju Gineu. Indónesiumenn samþykktu að ibúar héraðsins skyldu greiða atkvæði um að sameinast Indónesiu. Samein- ingin átti sér stað árið 1969 eftir kosningar, sem gagnrýndar voru um allan heim. Margir ibúar Irian Jaya hafa verið handteknir, sem setja má i samband viö sameininguna, einnig þeir sem undirrituöu „Serui declaration”. Willybal Rum og félagar hans voru strax settir i rikisfangelsið i Jayapura. Hann og Anton Tewa voru fluttir i Kalisosok fangelsi i Surabaya á Jövu. Tveir af þessum fimm hafa veriö látnir lausir, en Willibal Rum á að sitja inni til ársins 1983. Yfirvöld i Indónesiu tilkynntu áriö 1979 að pólitiskir fangar skyldu náðaðir meö sömu skil- yrðum og aðrir fangar. Willybal Rum hefur ekki verið náðaður. Vinsam.egast skrifiö og biðjið um að Willybal Rum verði látinn laus, til: President Suharto, Istana Negara, Jalan Veteran, Jakarta, Indonesia, og til: Major General Mujono S.H., Departemen Kehakiman, Jalan Taman Pyambon 2, Jakarta, Indonesia.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.