Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 16
Sími: 33700 A NOTTU og degi er vaka a vegi labriel « HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guöbjörn Guðjónsson heildverslun, Kornagarði 5 Simi 85677 Miðvikudagur 1. apríl 1981 Hætta á heilsutjóni starfsmanna í Kísiliðjunni?: „Ályktanir byggðar á 3ja ára gamalli úttekt” — Síðan hafa verið gerðar umtalsverðar úrbætur á mörgum sviðum,” segir framkvæmdastjórinn HEI — „Ég var nú fyrst að fá þessa skýrslu i hendur fyrir nokkrum minútum og vil þess- vegna sem minnst segja um efnisatriði hennar”, svaraði Ilákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Kisiliðjunnar. En Timinn leitaði til hans vegna mikiilar skýrslu frá Heilbrigðis- eftirlit rikisins hefur sent fjölmiölum um mengun umhverfis og á vinnustöðum. 1 skýrslunni er m.a. haldið fram, að allir vinnustaðir Kisil- gúrverksmiðjunnar séu veru- lega heilsuspillandi vegna kisil- rykmengunar er ógni heilbrigði starfsmanna, þannig að ekki verði lengur við unað. Bent er á, að há sjúkleikatiðni meðal starfsmanna og einkenni frá öndunarfærum veki athygli, þótthvorki hafi verið sannað né afsannað að þar sé um kisilveiki að ræða. t>á er tekið fram, að þetta sé eina verksmiðja Johns Manville samsteypunnar sem ekki uppfylli mengunarvarnir á vinnustöðum. Hákon sagðist gagnrýna þau vinnubrögð er Heilbrigðiseftir- litið hafi viðhaft, þar sem mestu virðist hafa varðað að koma þessu á framfæri i fjölmiðlum. Eftir þvi sem hann hafi komist næst hafi þær ályktanir aö vinnustaðurinn sé heilsu- spillandi, verið byggðar á úttekt sem gerð var íyrir um þrem árum. Siðan hafi hinsvegar verið gerðar umtalsverðar úr- bætur á mörgum sviðum, sérstaklega á allri vinnuaðstööu þar sem pökkun fer fram, pok- um hafi verið breytt og allir flutningar fari nú fram á yfir- breiddum vörubrettum i stað lausra sekkja eins og áður tiökaðist. Ennþá furðulegra sé að vera nú að draga ályktanir af og blása út þriggja ára gamlar niðurstöður, i ljósi þess að i mai næstkomandi séu fyrirhugaðar mælingar á mengun i verk- smiðjunni, sem leiði i ljós hvað áunnist hefur og hvað þarf að gera betur. Otgáfa þessarar skýrslu nú virtist þvi ekki sist stafa af ein- hverskonar sárindum Hrafns V. Friðrikssonar, yfirlæknis, vegna þess að hafa misst hin yfirstjórn „innri mengunar- mála” úr höndum sér til Vinnu- eftirlits rikisins. „Það hittist bara svona á, að það urðum við sem lentum i þvi að vera notaðir Framhald á bls. 19. „Heidurðu hann hafi ekki tekiö á rás.yfir flúðirnar og slitið úr sér, þessi nagli. Nógu kosta veiðileyfin nú mikiö, hjá þeim hérna I hafn- arstjórn Reykjavikur, til þess að fiskurinn ætti að geta tekiö örlögum sinum nokkuð möglunarlaust, eöa hvaö finnst ykkur?”. Timamynd: Róbert. Skóverksmiðjan Iðunn: Viðræður við Tékka um stóran framleiðslusamning — gæti hugsanlega orðið frágangur verksmiðjunnar á 40-60 þús. pörum af skóm AB —- Viðræður á milli Sam- bandsins og útflutningsdeildar Tékkóslóvakiu um aö skóverk- smiöjan Iðunn taki að sér að ganga frá og fullsauma herraskó, framleidda i Tékkóslóvakiu cru nú á byrjunarstigi. Aö sögn Rikharðs Þórólfssonar verksmiðjustjóra Iðunnar, þá er litið hægt að segja um mál þetta á þessu stigi. Viöræður eru allar á byrjunarstigi. Sagði Rikharö að það sem nú þegar hefði gerst i málinu, væri aö maður hefði komiðhingað til lands, frá Tékkó- slóvakiu, og farið fram á það við forráðamenn Iðunnar að þeir gerðu athugun á þvi hvort skó- verksmiðjan gæti tekið aö sér það verkefni aö setja saman fyrir Tékkana vissa tegund herraskó- fatnaðar, fyrir Amerikumarkað. Þessir skór væru að öðru leyti framleiddir i Tékkóslóvakiu. Inn- flutningsdeild Sambandsins hafði milligöngu um komu þessa manns til landsins, er; Tékkarnir höfðu fengið þær upplýsingar i gegn um sendiráð Tékkóslóvakiu að hér á landi væri skóverksmiðja sem ekki heföi úr allt of mörgum verkefnum að moöa. Manni þessum leist ágætlega á aðstæöur i verksmiðjunni fyrir norðan, og eftir veru sina þar þá sendi hann verksmiðjunni sýnis- horn af skóm, til þess að gera til- raun með, og sú tilraun hefur nú þegar verið gerð og send út til Tékkóslóvakiu. Sagði Rikharð að Tékkarnir hefðu verið ánægðir meö þessa tilraun. En Rikharð sagði að verðið væri alveg órædd- ur þáttur ennþá, og sagðist hann ekki vera ýkja bjartsýnn á að úr samningum yrði, þvi vinnuafl hérlendis væri mun dýrara en i Tékkóslóvakiu, og hefði það i för með sér að hærra verð yröi sett upp hér en væntanlegt verð i Tékkóslóvakiu yrði. Iðunn hefur nú pantað 1000 skó- pör til reynslu og hyggst setja þau á innanlandsmarkað. Sagði Rik- harö aö þetta yrðu svartir og væntanlega brúnir herraskór, vandaoir með leðursóla. Sagði hann aö skór þessir væru afskap- lega fallegir, enda væru Tékkar i fremstu röð skóframleiðenda i heiminum. Ef af yrði, þá gæti hér orðið um frágang á 40.000 til 60.000 pörum af skóm á ársgrundvelli. Þetta gæti skapað nokkrum mönnum i skóverksmiðju Iðunn- ar vinnu, en kæmi aðeins sem við- bótarverkefni við önnur verkefni verksmiðjunnar. Áfengi og tóbak hækkar AM — Frá og með deginum i dag gengur i gildi 6% hækkun á áfengi og tobaki og er hér um að ræða verðhækkun, sem er jöfn visitöluhækkun er varð á launum þann 1. mars s.l. að þvi er segir i frétt frá fjár- málaráðuneytinu. Segir i fréttinni að rikis- stjórnin telji þessar ráðstaf- anir nauðsynlegar meö hliö- sjón af afstöðu Áfengisvarna- ráðs og WHO, aö áfengi hækki jafnmikið og almenn laun. Þá hafa orðið hækkanir á inn- kaupsverði margra tegunda að undanförnu. Sem dæmi um verð má nefna að isl. brennivin kostar nú kr. 138, Wisky 192, Vodka 192 (innfl),rauðvin 35.55 og 70 kr og martini 71 kr. Pakki af sigarettum mun nú kosta 14.20 kr. Björgvin Guðmundsson næsti framkvæmdastjóri BÚR: „Hefur komið tii tals” Kás — „Þetta hefur aðeins komið til tals, en er ekki á þvi stigi að hægt sé að segja frá þvi. Þetta er þvi ekki rétt frétt i Morgunblaðinu”, sagði Björgvin Guðmundsson, skrif- stofustjóri viðskiptaráðu- neytisins og annar borgarfull- trúi Alþýðuflokksins, i samtali við Timann i gær, þegar borin var undir hann frétt úr Morgunblaðinu i gær, þar sem segiraðafráðiðsé að Björgvin taki við starfi Marteins Jónas- sonar, sem annar fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavikur, en hann mun hafa afráðiðaðláta afstörfum hjá fyrirtækinu n.k,. haust þegar hann verður 65 ára. „Þetta er alveg nýtilkomið með að Marteinn vilji hætta næsta haust, og það hefur engin ákvörðun verið tekin hvað gerist eftir það”, sagði Björgvin Guðmundsson, en hann er m.a. formaður út- gerðarráös BOR. Björgvin var spurður að þvi að lokum hvort það væri rétt að hann hætti öllum afskiptum af borgarmálefnum, en hann situr bæði i borgarráði og borgarstjórn auk annarra nefnda á vegum borgarinnar, ef honum byðist að taka við stöðu annars framkvæmda- stjóra BUR. „Það þyrfti ekki að vera. Það er sérhlutur, sem taka yrði afstöðu til ef til þess kæmi”, sagði Björgvin. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.