Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 1. aprfl, 1981. Inngangur Eins og kunnugt er, hafa á kjörtimabilinu átt sér stað mikl- ar umræður i skipulagsnefnd, borgarráöi og borgarstjórn um þá endurskoðun aðalskipulags Reykjavikur, sem samþykkt var i borgarstjórn vorið 1977. Aöaltilefni þessara umræðna var greinargerð frá Borgar- skipulagi Reykjavikur frá þvi i janúar 1980, sem bar heitið „Umsögn Borgarskipulags Reykjavikur um staðfestingu á aðalskipulagi Reykjavikur 1975-1995.” 1 niðurstööum greinargerðar- innar sagði meðal annars: „Hæpnar og breyttar forsend- ur valda þvi, að staðfesting Skipulagsstjórnar rikisins á endurskoðuðu aðalskipulagi geturekki á nokkurn hátt greitt fyrir þeirri skipulagsvinnu, sem framundan er, hvorki hvað snertir ný býggingarsvæði né endurskipulagningu eldri byggðar, en gæti fremur orðið skipulagsvinnunni fjötur um fót”. Athuganir og ábendingar Borgarskipulags Reykjavikur leiddu siðan til þess, að Borgar- stjórn Reykjavikur samþykkti fyrir rúmu ári siðan að endur- meta ákveðna þætti aðalskipu- lagsins, sem samþykkt var i fylgdu i kjölfar umsagnar Borg- arskipulags Reykjavikur á sin- um tima. Ég vil hins vegar gera nokkrum þeim efnisatriðum skil, sem varða framtiðar- byggöarsvæði Reykvikinga, sem borgarstjórn Reykjavikur ákvað aö endurmeta fyrir um það bil ári siöan eins og að framan greinir. Ég vek sérstaka athygli á þvi, að borgarstjórn samþykkti að- eins að endurmeta þennan af- markaða þátt aðalskipulagsins. Byggingarland ekki i eigu borgarinnar Margumrædd endurskoðun aðalskipulags 1977 gerði ráð fyrir fyrsta áfanga framtiðar- byggðar (15000 manna byggð) á Keldnaholti. Verulegur hluti þess svæðis er hins vegar alls ekki i eigu borgarinnar, heldur Tilraunastöövarinnar á Keld- um. (um 150 ha). Samningsumleitanir við rikis- valdiö um kaup eða makaskipti á löndum þeim, er aðalskipu- lagið náði til höfðu staðið allt frá árinu 1970. Ekkert hafði þokast i sam- komulagsátt. Sannast sagna voru samning- ar strand þegar nýi meirihlut- inn tók við i Reykjavik. Málið var þeim mun alvar- Gylfi Guöjónsson, arkitekt. Timamynd: G.E Hvers vegna var nauðsynlegt að endurskoða þann þátt aðalskipulagsins frá 1977, sem lýtur að framtíðarbyggð Reykvíkinga? i uppbyggingu en þau svæði, sem hingað til hafa verið til um- ræðu. Nýjar hugmyndir um vatnsverndunarmörk Ljóst er af þróun vatnsöflun- armála fyrir Reykjavik, að þess er skammt að biða, að álit- leg byggingarsvæði i nágrenni Reykjavikur losni undan vatns- vernd. Sérfræðingar héldu þvi fram við skipulagsyfirvöld, að aflétta mætti núerandi vatns- verndunarmörkum á vissum svæðum þegar i stað. Aðrir voru varkárari og töluðu um 5 ár i þvi sambandi. Allt bar þetta þó að þeim sama brunni, að nýir og hagkvæmari byggðaþróunar- möguleikar fyrir Reykjavik gætu opnast i náinni framtiö, landsvæði sem nær liggja þeim hverfum sem nú eru i uppbygg- ingu. Niðurlag Ég hef hér að framan rakið megin ástæður þess, að endur- mat framtiðarbyggðar á Úlf- arsfellssvæði var óumflýjanlegt að mati meirihluta skipulags- nefndar. ENDURMAT VAR ÓUMPLÝJANLEGT — segir Gylfi Guðjónsson, axkitekt, fulltrúi 1 Skipulagsnefnd Reykjavíkur borgarstjórn vorið 1977. Hér var um að ræða framtiðarbyggðar- svæði Reykvikinga sem fyrir- hugað var á svonefndu Úlfars- fellssvæði. Einhver kann að spyrja hvers vegna umrædd staðfesting hafi ekki fyrir löngu verið um garð gengin. Endurskoðun aðal- skipulagsins var tiltölulega á- greiningslitið samþykkt i borg- arstjórn i april 1977. Þegar nýr meirihluti tók við stjórn Reykjavikur sumarið 1978, hafði endurskoðað aðal- skipulag Reykjavikur enn ekki hlotið staðfestingu Félagsmála- ráöuneytis. Þáverandi meiri- hluti hafði þó haft rúmt ár eöa þrettán mánuöi til þess að ganga frá skipulagstillögunum og fá þær lögformlega staðfest- ar. Astæða þess var sú, að ýmis- legt vantaðiupp á, að skipulags- gögnin væru þannig úr garði gerð, að skipulagsstjórn gæti endanlega f jallað um þau. Bæði skorti þar á efnisatriði og formsatriði, sem ekki verða rakin hér. Þannig var staöan, þegar ný skipulagsnefnd tók að fjalla um skipulagsmálefni borgarinnar sumarið 1978, eftir 13 mánaða aðgeröarleysi þáverandi meiri- hluta i staðfestingarmálum að- alskipulagsins, en þá vantaði Skipulagsstjórn rikisins enn gögn vegna staöfestingar. Ég fer ekki hér út i það karp, hártoganir og deilur, sem legra, þar sem hér var um að ræða fyrstu áfanga framtiðar- byggðar bæði i ibúðar- og at- vinnustarfsemi, sem nægja skyldu Reykvikingum næstu 5- 10 árin. Við skipulagsgerð á Keldna- holti hafði nánast ekkert sam- ráð verið haft við landeigendur, og ég hef fyrir satt, að margir borgarfulltrúar vissu heldur ekki, hvernig i pottinn var búið, þegar þeir samþykktu i borgar- stjórn að hefja deiliskipulag á Keldnalandi. Auk þess lá land Gufunes- stöövarinnar, sem einnig er rik- iseign, innan aðalskipulagsins (um 80 ha.). Varöandi það land lágu heldur ekki fyrir neinir samningar um að borgin yfirtæki landið. Engar formlegar viðræður höföu farið fram um flutning Gufunesstöövarinnar, en laus- lega áætlað mun kostnaður við flutning tækja og bygginga einna nema 2-4 milljörðum gamalla króna á núgildandi verðlagi. 50.000-manna byggð á Clfarsfellssvæði fékkst ekki staðist Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á siðari árum hefur töluvert boriö á flutningum fólks frá Reykjavik til ná- grannasveitarfélaga i húsnæð- isleit. 1 nágrannasveitarfélögunum hefur fólk haft aðgang aö svo- nefndum sérbýlishúsalóðum, en i Reykjavik hefur um 70% ibúða á undanförnum árum verið skipulagðar i fjölbýli. Það liggur þvi i augum uppi, að nauðsynlegt er að bjóða upp á verulega hærra hlutfall lóða undir sérbýlishús og freista á þann hátt sess að stemma stigu umræddri þróun. Athuganir Borgarskipulags Reykjavikur leiddu hins vegar i ljós, að samkvæmt aðalskipu- lagi Úlfarsfellssvæðis voru á- ætlanir um blokkabyggingar mjög ráðandi. 50.000-manna byggð mun að áliti Borgarskipulags þar tæp- lega rúmast nema að verulegu leyti i þéttu fjölbýli. Þessi staðreynd er siðan i hrópandi ósamræmi við þá stefnumörkun aðalskipulagsins aðauka skuli hlutdeild einbýlis- og raðhúsabyggðar miðað við Breiðholtshverfin. Fyrirhugaður þéttleiki byggð- ar hefði þvi óhjákvæmilega haft i för með sér áframhaldandi og jafnvel vaxandi fólksflótta frá Reykjavik til nágrannasveitar- félaga. Nýjar ibúaspár fyrir Reykjavik Nýjar ibúaspár frá Borgar- skipulagi og Framkvæmda- stofnun gáfu visbendingu um mun hægari byggðaþróun i Reykjavik en þær spár, sem lágu til grundvallar umræddu aðalskipulagi. Hér var um að ræða breytta skipulagsfor- sendu. Meirihluti borgarstjórn- ar vildi skoða framtiðarbygg- ingasvæði i Reykjavik i ljósi þessara upplýsinga. Mismunur á eldri og nýrri spám, nemur um 15.000-20.000 manns á næstu 20 árum, en láta mun nærri, að svipaður fjöldi búi nú i Breið- holtsbyggð. Það skakkaði þvi hvorki meira né minna en heilu Breiðholti. Það er þvi mikið hagsmuna- mál Reykjavikur að framtiðar- kostir i byggðarþróun borgar- innar, á næstu árum geti tekið við hægari uppbyggingu ný- byggingarinnar. Þessi sjónarmið höfðu ekki komið til skoðunar við gerð að- alskipulagsins frá 1977, en skipta verulegu máli varðandi þjónustugráðu i væntanlegum i- búðahverfum. Kaup Reynisvatns- lands Nýlega var gengið frá kaup- um borgarinnar á hluta af landi jarðarinnar Reynisvatns. Nú- verandi meirihluti vildi athuga, hvort þessir landvinningar opni ekki nýja möguleika fyrir þróun byggðar i borginni, jafnvel kosti, sem væru hagkvæmari en Benda má á ýmis önnur atriði, sem mæltu með endur- mati fyrri áætlana um framtið- arbyggð. Ljóst er til að mynda, að mengun og sprengihætta frá A- burðarverksmiðjunni i Gufunesi er gifurleg. Það er þvi ekki nema eðlilegt, að skipulagsyfirvöld vilji skoða nánar skipulag ibúðarbyggðar i næsta nágrenni verksmiðjunnar eins og aðalskipulagiö frá 1977 gerði ráð fyrir. Sjálfstæðismenn i borgar- stjórn voru andvigir margum- ræddu endurmati. Þeir hafa enga ástæðu séð til þess að gera efnisatriðum málsins nein skil, en telja sig gegna hagsmunum Reykjavikinga betur með þvi að klifa sifellt á órökstuddum full- yrðingum um glundroða, að- gerðarleysi og ósamkomulag núverandi meirihluta i pólitisk- um, en litt málefnalegum stil. Aðalskipulag er áætlun, sem i eðli sinu er sifelldum breyting- um undirorpin. Hún er hvorki á- reiðanlegri né óvissari en þær forsendur, sem hún byggir á, enda gerir löggjafinn ráö fyrir reglulegri endurskoðun aðal- skipulagsáætlana á 5 ára fresti. Það kann þvi ekki góðri lukku að stýra, þegar aðalskipulag verður persónulegt metnaðar- mál ákveðinna stjórnmála- manna, sem ekki eru fúsir til ’ þess að skoða málið á ný út frá breyttum forsendum með hags- muni borgaranna fyrir augum. Tilraunastöðin að Keldum. Aburðarverksmiðjan 1 Gufunesi. Timamynd: Tryggvi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.