Tíminn - 01.04.1981, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 80300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392
Starfsemi Háskólans lömuð
Stundakennarar í verkfalli
AB — „Samtök stundakennara
viðH.t. lýsa yfir verkfalli frá og
með 1. april 1981,” hljóðaði til-
laga sú sem lá fyrir fundi sam-
takanna i gærkveldi og var hún
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta.
Fjölmenni var á fundinum,
eða um 80 manns. Helgi Þor-
láksson byrjaði á þvi að rekja
gang mála og skýrði kröfur
stundakennara. Það kom fram i
máli Helga að stjórn samtak-
anna liti svo á að ráðuneytið
hefði með þvi að hafna frekari
samningaviðræðum við stunda-
kennara einhliða rofið samn-
inga, og þvi væru stundakenn-
arar lausir alla mála.
Sagði Helgi jafnframt að
ráðuneytin hefðu i viöræðum
þeim sem fariðhafa fram, reynt
að draga athyglina frá aðal-
Stjórn Samtaka stundakennara
viðH.í.áður en fundurinn i gær-
kveldi hófst. Frá vinstri: Dóra
Bjarnason, Sigriður Krist-
mundsdóttir, Knud Erik H.
Pedersen formaður, Peter
Ridgewell og Helgi Þorláksson.
Timamynd — Róbert
atriðunum og beina henni aö
hreinum formsatriöum. Lauk
Helgi máli sinu meö þvi aö
leggja til verkíallsboðun frá og
með deginum i dag.
Dóra Bjarnason las þvi næst
upp fjölda ályktana frá ýmsum
félagasamtökum innan H.I., svo
og frá stúdentaráöi og væru þær
allar á einn veg, þ.e. aö stúd-
entar lýstu yfir eindregnum
stuðningi sinum viö mjög svo
hóflegar og sanngjarnar kröfur
stundakennara. i þessum álykt-
unum kom jafnlramt fram að
stúdentar hafa i hyggju að sýna
stuðning sinn i verki með þvi að
boða til allsherjarverkfalls
stúdenta 7. april, og munu þá
jafnvel ekki mæta i timum hjá
föstum kennurunt H.i.
Þvi næst las Dóra upp áður-
nefnda tillögu og spunnust um
hana miklar umræður. Að
umræðunum loknum var til-
lagan um verkfalliö borin undir
atkvæði og lyktaði atkvæða-
greiðslunni þannig að verkfalls-
boðun frá og með deginum i dag
var samþykkt með 62 at-
kvæðum, 2 voru á mó'ti og 9 sátu
hjá.
Framhald á bls. 12
Meirihlutinn i
borgarráði ihugar
breytingar á aðal-
skipulagstillögum:
Meira tillit
tekið til
golf- og
hesta-
rnanna
Kás — Samkvæmt heimildum
Timans, munu borgarráðsfulltrú-
ar meirihlutans i Reykjavík hafa
náð samkomulagi um vissar
breytingar á þeirri skipulagstil-
lögu, scm nú er þar til afgreiðslu,
hvað varðar ný byggingarsvæði.
Munu þessar breytingar koma til
móts við hugmyndir golf- og
hestamanna, sem hafa verið
nokkuð óánægðir með sinn hlut
samkvæmt skipulagstillögunum.
1 fyrsta lagi mun afráðið að
golfvöllurinn i Grafarholti verði á
engan hátt skertur i komandi
framtið. 1 annan stað mun ætlun-
in að veita hestamönnum meira
land i Viðidal, þannig að þeir fái
um fimmtung þess svæðis sem
ætlaður var til bygginga i Selásn-
um. Að auki mun ætlunin að
breyta legu vegar sem liggja á úr
Breiöholti yfir á Ofanbyggðar-
veg, til hagræðis fyrir hesta-
menn.
briðja aðalbreytingin mun lúta
að þvi, að stækka iðnaðarsvæðið i
Borgarmýri, þannig að það nái
alveg austur að Gufunesvegi og
þáá kostnað stofnanasvæðis, sem
minnkar að sama skapi.
Tillögur i þessa átt munu
væntanlega verða lagðar fyrir
fund borgarráðs nk. föstudag.
Banatilræðið vekur
hneykslun og reiði
HV — ,,Ég held að hneykslun og
reiði séu þau orð sem best geta
lýst viðbrögðum almennings hér i
Bandarikjunum við tilræðinu við
Reagan i gær”, sagði Tryggvi
Þormóðsson, sem búsettur er i
Kaliforniu, i viðtali við Timann i
gær, „enda er fólk orðið ákaflega
þreytt á atburðum af þessu tagi.
Fólk spyr sjálft sig að því núna,
hvort ekki verði tekið fram fyrir
hendurnar á forsetanum og
reynta að koma á einhvers konar
byssueftirliti, þrátt fyrir þá frægu
skoðun hans að það sé fólk sem
drepur en ekki byssur.”
1 gærkvöld voru allir þeir sem
urðu fyrir skotum í árásinni á
Reagan, Bandarikjaforseta á
batavegi og allir taldir úr lifs-
hættu, nema Brady, blaðafulltrúi
forsetans, sem særðist alvarleg-
ast. Ottast var að byssukúlan sem
hann fékk i höfuðið hefði valdið
heilaskemmdum, sem jafnvel
yllu fötlun ef hann lifði af.
,,bað segir sig sjálft að blöðin
eru full af fréttum af þessum at-
burði”, sagði Tryggvi ennfremur
i gær, „meðal annars segir Los
Angeles Times i leiðara i dag:
„Reagan hafði rétt skýrt verka-
lýðsleiðtogum frá þvi að sin
mesta martröð væri að þingið
færi að fikta i skatta-áætlunum
hans, en mesta martröð þjóðar-
innar beið fyrir utan. Læknar
segja að heilsa forsetans sé góð,
en heilsa þjóðarinnar ekki.”
Framhald á bls. 19.
Verður áframhald á olíuviðskiptum við BNOC?
„Ef lægra og raunhæfara
verö yrði í boði”
JSG — „Ég mun eiga fund með
forsvarsmönnum BNOC á næst-
unni, þar sem áframhaldandi við-
skiptamöguleikar verða ræddir.
Byggist það að verulegu leyti á
niðurstöðu þeirra viöræðna, svo
og framhaldsviðræðna i byrjun
maí n.k. hvort um áframhaldandi
viðskipti verður að ræða. Æski-
legt væri að svo yrði, en þó á þann
veg, að okkur íslendingum stæði
til boða lægri og raunhæfari verð,
en núgildandi samningur við
BNOC kveður á um.”
Þannig svaraði Tómas Arna-
son, viðskiptaráðherra, fyrir-
spurn Ólafs Þ. Þórðarsonar á Al-
þingi i gær, um hvort ætlunin væri
að haida áfram viðskiptum, sem
hafin voru á siðasta ári við breska
oliufélagið BNOC.
Ólafur spurði ennfremur hvort
hágnaður hefði orðið af oliuvið-
skiptunum við Breta og svaraði
Tómas þvi til að svo hefði þvi
miður ekki orðið i peningalegum
skilningi, „heldur hallast töluvert
á i þeim efnum”, eins og hann
sagði orðrétt. Astæðan er sú að
verð á Rotterdammaðrkaði hefur
reynst stöðugt á siðasta hálfa ári,
og fallið nokkuð niður fyrir verð á
oliunni frá BNOC. Alls voru keypt
60 þúsund tonn af gasoliu frá
félaginu árið 1980, en i ár verða
keypt 80 þúsund tonn. Einnig
verða keypt 20 þúsund tonn af
svartoliu á þessu ári.
Ef litið er til þess öryggis sem
af bresku samningunum leiddi,
sagði Tómas Arnason hins vegar
i svari sinu, hvað varðar styrkari
samningsstöðu, öruggari að-
drætti, og tryggingu fyrir jöfnun á
verðsveiflum, þá mætti tvimæla-
laust telja hag af samningunum.
APEX fargjöld
i gildi
1. mai n.k.
Kaup-
manna-
höfn,
báðar
leiðir
kr. 2539.-
FRI — Svokölluð APEX far-
gjöld taka gildi hjá Flugleið-
um þann 1. mai n.k. en þau
voru áöur i gildi hjá félaginu i
des. s.l. og reyndust þá vinsæl
og voru þá kýnnt sem jólafar-
gjöid.
Farþegar sem ferðast á
APEX gjöldum greiða lægri
fargjöld, en eru hinsvegar
háðir mjög ströngum reglum
um kaup á farmiðum og um
brottfarar- og komudaga.
Sem dæmi um verð, miðað
við gengi nú, til mismunandi
staöa má nefna eftirfarandi:
Til Kaupmannahafnar kr.
2.539,-
Til'osló kr. 2.316,-
TilStokkhólms kr. 2.896.-
TilGlasgow kr. 1.892,-
TilLondon kr. 2.189.-
TilNewYork , kr. 3.830.-
TilChicago kr. 4.096.-
Þetta verð er miðaö við báð-
ar leiöir, en flugvallarskattur
er ekki innifalinn.
Farþegar sem ferðast á
APEX fargjöldum feröast ein-
göngu með dagflugi.