Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 30. desember 2007 — 354. tölublað — 7. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Nefnt eftir hlaupahesti Hestamannafé- lagið Dreyri á Akranesi heldur upp á sextíu ára afmælið sitt. TÍMAMÓT 10 + SKEMMTILEG HVERFI Í BERLÍN, HÖNNUNARHÓTEL Í LONDON, FERÐALÖG FYRIR FÁTÆKLINGA OG MALLORCA AÐ VETRARLAGI [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JANÚAR 2008 HÆÐIR HIMALAYA-FJALLA MYNDLISTARMAÐURINN TOLLI FERÐAST UM NEPAL HIPP OG KÚL ARGENTÍNA TÍSKUHVERFIÐ PALERMO Í BÚENOS AÍRES MIÐAUSTURLENSKUR DRAUMUR Í MARRAKESH ÞÚSUND & EIN NÓTT Sunnudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 42% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 65% Fylgir þú mér! Af hverju? Blanda úr mörgum myndböndum en sagan týnd, segir í gagnrýni á Jesú Krist súperstjörnu. MENNING 25 BRUGGIÐ BURT Lögregluþjónar og slökkviliðsmenn hjálpuðust í gærdag að við að dæla rúmlega 500 lítrum af bruggi, sem fundust í bruggverksmiðju í heimahúsi við Laugaveg, á ker svo auðveldara yrði að koma magninu í burtu. Loka þurfti hluta Laugavegar um tíma á meðan flutningarnir stóðu yfir. Sjá síðu 4 Sigur og tap hjá Fram Fram vann í karlaflokki í N1 deildarbikarnum en tapaði í kvennaflokki. Hugsanlega þarf að spila karla- leikinn aftur. ÍÞRÓTTIR 32 VEÐUR Boeing 757 þotu Icelandair var í gærkvöld snúið frá Keflavík og látin lenda á Reykjavíkurflug- velli vegna veðurs. Vélin var að koma frá Moskvu og innanborðs voru um 200 Rússar sem hyggjast verja áramótunum á Íslandi. Þá valt jeppi út af Vesturlands- vegi sunnan Hvalfjarðarganga um kvöldmatarleytið. Mikil hálka var á veginum og vindur. Enginn meiddist. Samhæfingarstöðin í Skógar- hlíð var virkjuð klukkan fjögur í nótt vegna slæmrar veðurspár og björgunarsveitir settar í viðbragðs stöðu. - sh Samhæfðar aðgerðir í nótt: Veður hamlaði flugi og akstri FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI LÖGREGLUMÁL „Hnífurinn var lang- ur, með tréskafti og með gödd- um,“ segir fimmtán ára afgreiðslu- stúlka í 11/11 verslun á Grensás vegi, sem varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu um níuleytið í gærkvöldi að maður ógnaði henni með hnífi og rændi peningum úr afgreiðslukassan- um. Af lýsingu stúlkunnar að ráða var um mjög ógnvænlegt vopn að ræða. „Hann var með svarta húfu fyrir andlitinu þannig það sást ekkert í hann en hann sá út um göt sem voru fyrir augunum,“ segir hún um útlit ræningjans. Stúlkan var skiljanlega nokkuð skelkuð eftir atburðinn en þegar blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við hana voru aðeins um 20 mínút- ur liðnar frá því ránið var framið. Linda Valbergsdóttir, móðir stúlkunnar, kom við til að líta eftir dóttur sinni. „Svona áfall kemur oft eftir á hjá svona ungu fólki,“ sagði hún og strauk dóttur sinni. „Ég held að menn sem svona gera velti því ekki fyrir sér hvað þeir eru að gera öðru fólki,“ bætti hún við. Barbara Howard, verslunar- stjóri á staðnum, segir manninn ekki hafa komist undan með mikla peninga. „Þetta hefur verið svona sirka tíuþúsund kall,“ sagði hún og bætti við að á svona stundum ætti ekki að líta á peninga sem aðalatriðið heldur það að allir hafi sloppið án meiðsla. Þrjár afgreiðslustúlkur voru á staðnum þegar Fréttablaðið kom á vettvang, allar ungar að árum. Stúlkan sem ræninginn ógnaði var þó sú yngsta sem var á vakt. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var fjöldi lögreglumanna að leita að ræningjanum í nágrenni verslunarinnar og tæknideild lög- reglu var að störfum. - kdk Ógnaði fimmtán ára stúlku með veiðihnífi „Ég held að menn sem svona gera velti því ekki fyrir sér hvað þeir eru að gera öðru fólki,“ segir móðir fimmtán ára stúlku eftir að vopnaður ræningi ógnaði dóttur hennar í verslun í gærkvöldi. Hann hafði um tíu þúsund krónur á brott. RÉTT EFTIR RÁNIÐ Verslunarstjórinn huggar skelkaða afgreiðslustúlkuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁRIÐ 2007 Í MYNDUM Við hver áramót er tími til að líta um öxl og rifja upp hvað gott var gert, og hvað betur hefði mátt fara. FERÐALÖG Í MIÐJU FRÉTTABLAÐSINS Í DAG Meðal efnis er ferð myndlistarmannsins Tolla um Him- alayafjöll, Murano-hótelið í Marrakesh, tískuhverfið Palermo í Argentínu og skemmtilegustu götur Berlínar- borgar. 16-21 Keppir við Madonnu Mynd Ólafs Jóhann- essonar keppir við frumraun Madonnu í leikstjórastólnum á kvikmyndahátíðinni í Berlín. FÓLK 38 ORKUMÁL Vatnamælingar Íslands verða á nýju ári færðar undan Orkustofnun í sambúð við Veðurstofu Íslands. Þetta er meðal síðustu ákvarðana sem teknar voru í embættistíð Þorkels Helga- sonar sem orkumálastjóra, en af því embætti lætur hann nú um áramótin. Í viðtali við Fréttablaðið segir hann meðal annars, að í frum- varpi að lögum um hitaveitur sem nú sé í smíðum vænti hann þess að hitaveitur verði settar undir hliðstætt aðhald í verðlagningu og nú er með sérleyfisþætti raforku- geirans. Á slíkt kerfisbundið aðhald hafi skort. - aa / sjá síðu 12 Breytingar hjá Orkustofnun: Vatnamælingar til Veðurstofu ÞORKELL HELGASON FÓLK „Þetta er ákaflega skemmti- legt og spennandi verkefni,“ segir flugvirkinn Jón S. Braga- son sem undanfarna 6-8 mánuði hefur unnið að því að innrétta flugvél sem „fljúgandi spilavíti“ fyrir bandaríska spilavíta- og hóteleigandann Sheldon Adelson, einn ríkasta mann heims. „Ég er með fyrirtæki í Dubai sem sérhæfir sig í ýmsum verk- efnum fyrir flugfélög og einka- aðila. Ég kynntist Adelson fyrir einu og hálfu ári síðan þegar hann var að leita að flugvélum. Hann keypti tvær notaðar af kon- ungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu og bað mig svo um að innrétta þær, aðra sem nokkurs konar VIP-vél og hina sem spilavíti. Það liggur gríðarlega mikil vinna að baki verkinu enda er vélunum bókstaflega slátrað og þær nán- ast hannaðar upp á nýtt.“ Jón seg- ist ekki vita annað en að um sé að ræða fyrsta fljúgandi spilavíti heims en vélin kostar fullbúin litlar 200-300 milljónir íslenskra króna. - sók / sjá síðu 38 Íslendingur vinnur fyrir sjötta ríkasta mann heims: Innréttar fljúgandi spilavíti VIÐVÖRUN! Í dag verður suðaust- an stormur og sumstaðar ofsaveður víða um land. Hvassast vestan til fyrir hádegi en austan til síðar í dag. Mikil rigning sunnan til en úrkomu- lítið á Norðausturlandi. Hiti 4-10 stig, mildast síðdegis. VEÐUR 4      BRETLAND Sífellt fleiri börn undir fjórtán ára aldri eru lögð inn á spítala vegna áfengisnotkunar í Bretlandi, að því er fram kemur á vef dagblaðsins Daily Mail, sem vitnar í tölur heilbrigðisyfirvalda. Á síðustu þremur árum hafa tæplega 4.400 börn verið með- höndluð á bráðamóttöku, eða þurft á annarri læknisþjónustu að halda á sjúkrahúsum vegna áfeng- isneyslu. Sum barnanna voru með lifrarskemmdir sem sjást nær aldrei í fólki undir miðjum aldri. Sífellt fleiri börn eru send í meðferð. Nýleg rannsókn leiddi í ljós að stúlkur 11 til 13 ára drekka næstum tvöfalt meira nú en fyrir sjö árum. - bj Áfengisvandi í Bretlandi: Börn á spítala vegna drykkju DRYKKJA Dæmi eru um að börn séu með lifrarskemmdir sem sjaldnast sjást í fólki undir miðjum aldri. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.