Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 2
2 30. desember 2007 SUNNUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Kópavogsbær hefur
kært Einingarverksmiðjuna Borg
í Kársnesi fyrir að hafa unnið
skemmdarverk á eigum bæjarins
og fyrir að reka steypustöð án
starfsleyfis.
„Af aðstæðum að dæma hefur
efni vísvitandi verið rutt með
vinnuvélum yfir veg og girðingar
við baklóð Einingarverksmiðjunn-
ar Borgar og hamlað umferð um
veginn. Af þessu hefur hlotist
verulegt tjón á girðingum og
öðrum mannvirkjum á staðnum,“
segir í kæru Kópavogsbæjar til
lögreglu.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
hefur jafnframt skorað á heil-
brigðisfulltrúa að bregðast við
„ólöglegri“ framleiðslu, sölu og
dreifingu Borgar á steinsteypu án
þess að hafa starfsleyfi fyrir
steypustöð.
Kópavogsbær segir forsvars-
menn Borgar ekki hafa sinnt kröf-
um um úrbætur og krefst opin-
berrar lögreglurannsóknar á
meintum skemmdarverkum og
brotum fyrirtækisins með rekstri
steypustöðvar.
„Nú þegar hefur fyrirtækið
notað svæði utan lóðar án heim-
ilda undir starfsemina og valdið
eignaspjöllum,“ segir í kæru bæj-
arstjóra sem kveður margar
kvartanir hafa borist frá íbúum
vegna mengunar og ónæðis frá
Borg. Aðstaða fyrirtækisins að
Bakkabraut henti ekki undir starf-
semina. Listakonan Mireya Samp-
er sem býr í næsta húsi hefur
kvartað bæði til bæjaryfirvalda
og til heilbrigðiseftirlits. Sement
flæði um allt.
„Þessi umgengni Borgar hefur
með ekki einungis heilsufarslega
spillingu að gera, heldur liggja
hér líka listaverk nánast undir
skemmdum,“ segir Mireya í bréfi
til bæjaryfirvalda.
Þórhallur Barði Kárason, einn
eigenda Borgar, segist ekki hafa
heyrt af kæru Kópavogsbæjar til
lögreglunnar. „Við teljum okkur
hafa leyfi fyrir bæði einingaverk-
smiðju og steypustöð en þar ligg-
ur ágreiningurinn sem okkar lög-
fræðingur og heilbrigðiseftirlitið
eru að reyna að leysa,“ segir
hann.
Varðandi kvartanir nágrannanna
segist Þórhallur sjálfur ekki mundu
vilja búa við hlið verksmiðjunnar.
Þegar Borg hafi komið á staðinn
hafi hins vegar engir íbúar verið
þar enda sé svæðið skilgreint sem
iðnaðarsvæði.
„Það segir sig sjálft að ef þú
setur þig niður þrjá metra frá
grófum iðnaði þá verður truflun
frá honum. Það passar því auðvit-
að ekki að hafa íbúðarhúsnæði
hér,“ segir Þórhallur sem boðar
lausn málsins: „Við reiknum með
að flytja steypustöðina upp á
Hólmsheiði þegar við fáum lóð
þar næsta sumar.“ gar@frettabladid.is
Lögreglan rannsakar
steypustöð í Kópavogi
Kópavogsbær kærir fyrirtækið Borg fyrir skemmdarverk og að reka steypustöð
án leyfis í Kársnesi. Nágrannakonan Mireya Samper segir listaverk í hættu. Við
höfum starfsleyfi og svæðið er fyrir iðnað en ekki íbúðir, segir eigandi Borgar.
GUNNAR I.
BIRGISSON
MIREYA
SAMPER
ATHAFNASVÆÐI BORGAR Bærinn segir steypustöð Borgar við Bakkabraut í Kópavogi
án nauðsynlegra leyfa og návígið sé mikið við íbúana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMFÉLAGSMÁL Ógrynni af pökkum
eru enn ósótt á pósthúsum á höf-
uðborgarsvæðinu að sögn Ágústu
Hrundar Steinarsdóttur, markaðs-
stjóra Íslandspósts. Í pósthúsinu í
Síðumúla eru allir rekkar fullir.
„Við erum svo sem ekki að
spyrja af hverju fólk tefjist við að
ná í pakkana sína,“ segir Herdís
Skarphéðinsdóttir, pósthússtjóri á
pósthúsinu í Síðumúla, „en það
getur verið vegna þess að fólk er
einhvers staðar í fríi og kemst
ekki á pósthúsið. Svo eru það hinir
sem panta af netinu og þurfa því
að borga fyrir pakkann og ef hann
tefst hafa þeir kannski ráðstafað
peningunum öðruvísi. Svo vill það
brenna við að fólk sé úti að versla
þegar bílstjórinn er að renna að
hlaði hjá því með pakkana og þá
fara þeir aftur á pósthúsið.“
Hún brýnir fyrir fólki að nota
vefinn til að stytta sér sporin. „Þar
er til dæmis hægt að tilkynna um
nýtt heimilisfang svo fólk þurfi
ekki að fara á pósthúsið í gamla
hverfinu. Þar getur fólk einnig
glöggvað sig á því hvar afgreiðslu-
staðirnir eru en sameining nokk-
urra pósthúsa hefur kannski rugl-
að suma þó að við höfum auglýst
breytingarnar vel.“
Einnig er hægt að búa til kort á
vefnum og búa þannig um hnútana
að sendandinn þurfi aldrei að fara
höndum um þau áður en þau fara
til viðtakanda. - jse
Mikið annríki á pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu:
Enn eru margir pakkar ósóttir
HERDÍS SKARPHÉÐINSDÓTTIR PÓSTHÚSSTJÓRI Pósthúsið í Síðumúla fylltist af pökk-
um fyrir jól eins og verða vill og enn eru fjölmargir pakkar ósóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglan var kölluð
út vegna umferðarslyss sem varð
á Grindavíkurvegi móts við Þor-
björn í gærkvöldi.
Ökumaður hafði misst stjórn á
bíl sínum og talið að hann hafi
oltið eina veltu.
Var bílstjórinn fluttur á Land-
spítalann í Fossvogi en meiðsl
hans reyndust ekki alvarleg. Tveir
farþegar voru í bílnum og voru
þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja til skoðunar en fengu
að fara heim að henni lokinni.
Á slysstað notaði lögreglan
nýjan búnað eða svokölluð díóðu-
ljós en þau nýtast vel til að vara
aðra ökumenn við hættu sem getur
skapast á slysstað. Þegar lögregla
ætlaði að fara kom í ljós að óprútt-
inn vegfarandi hafði stolið einu
ljósanna. Lögreglan biður þann
sem tók ljósið að koma því til skila
enda sé það gagnslaust þeim sem
ekki eigi hleðslutösku. - kdk
Bíll fór út af við Þorbjörn:
Stolið af lög-
reglu á slystað
VINNUMARKAÐUR Verktakafyrir-
tækið Jarðvélar hefur enn ekki
gert upp við á þriðja tug fyrrum
starfsmanna sem hafa ekki fengið
greidd laun fyrir nóvember, og
eru launin nú í löginnheimtu.
Verkalýðsfélagið Efling rekur
mál stórs hluta mannanna, og
segir Ágúst Þorláksson, verkefn-
isstjóri hjá Eflingu, að ekkert hafi
heyrst sem bendi til þess að
Jarðvélar hyggist greiða
um samin laun.
Eins og greint hefur verið frá
hafa Jarðvélar sagt sig frá verki
við tvöföldun Reykjanesbrautar,
og hafa misst vélar og tæki til
lánadrottna.
Ekki náðist í forsvarsmenn
Jarðvéla í gær. - bj
Jarðvélar enn ekki greitt laun:
Kröfur komnar
í löginnheimtu
FRAMKVÆMDIR Jarðvélar hafa nú sagt
sig frá verki við tvöföldun Reykjanes-
brautar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Stjórnarflokkarnir
tveir auka fylgi sitt um þrjú
prósentustig hvor frá því í
þingkosningum í maí samkvæmt
nýjum þjóðarpúlsi Gallups, sem
Ríkisútvarpið sagði frá í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
nú með rösklega 40 prósenta
fylgi, en Samfylkingin með rúm
30 prósent. Alls sögðust 77
prósent styðja stjórnina.
Fylgi Vinstri grænna mælist
rúmlega 15 prósent. Framsóknar-
flokkurinn er með 9 prósenta
fylgi og fylgi Frjálslynda
flokksins mælist um 4,5 prósent.
Tæpt prósent sagðist myndu
kjósa Íslandshreyfinguna. - bj
Fylgi flokka lítið breytt:
Um 77 prósent
styðja stjórnina
UMFERÐ „Ástandið á akstursleiðum Strætó bs.
er orðið það alvarlegt að við erum í vandræð-
um með að fylgja tímatöflum,“ segir Einar
Kristjánsson, sviðsstjóri þjónustusviðs Strætó,
í bréfi til Kópavogsbæjar.
Einar segir verktaka Strætó í Kópavogi, Teit
ehf., í verulegum vandræðum vegna óeðlilegs
slits á vögnunum sem rekja megi beint til
hraðahindrana. Strætó vilji viðræður við
Kópavog um hönnun „strætóvænlegra“
hindrana sem geti í senn tryggt umferðarör-
yggi, komið í veg fyrir tjón á vögnunum og
gert fyrirtækinu kleift að veita góða þjónustu
með raunhæfri áætlun.
Að sögn Einars hafa vagnar sem eiga að hafa
átta mínútur í biðtíma í Hamraborg aðeins
tvær til fjórar mínútur á milli ferða. Hraða-
hindranirnar geri að verkum að hægja þurfi
óeðlilega mikið á vögnunum. Að lokum þurfi að
setja inn aukavagna með tilheyrandi auka-
kostnaði.
Einar nefnir sem dæmi að vagn 28 milli
Hamraborgar og Vatnsenda aki 54 sinnum á 50
mínútum yfir hraðahindrun. Á níu tíma vakt
vagnstjóra geri það 486 ferðir yfir hraðahindr-
un. Dæmi séu um 504 hraðahindranir á vakt.
„Sumar hraðahindranir eru þannig hannaðar
að vagninn slær niður í þær með þeim afleið-
ingum að olíuleki kemur á sjálfskiptingu og
gírkassa og tjónið verður stundum meira en
það,“ segir Einar í bréfinu til bæjaryfirvalda.
- gar
Strætó vill ræða við Kópavogsbæ um hraðahindranirnar á götum bæjarins:
Hossast yfir 500 hraðahindranir á vakt
Í KÓPAVOGI Vagnstjórar í Kópavogi aka sumir meira en
500 sinnum yfir hraðahindranir á hverri vakt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ræningjarnir enn ófundnir
Lögreglan í Danmörku leitar enn ræn-
ingja sem rændu peningasendingu á
föstudag, sem og þjófum sem stálu
úr banka á fimmtudag. Lögreglan leit-
aði í húsi í Árósum í gær, og fann föt
sem talið er að geti tengst þjófnaðin-
um úr bankanum.
DANMÖRK
Margrét Lára, var þetta þér
þungbær heiður?
Ja, nógu þung er þessi stytta alla-
vegana.
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin
íþróttamaður ársins á föstudag, og tók
við fremur stórvöxnum verðlaunagrip af
því tilefni.
LÖGREGLUMÁL Nýrri lögreglustöð
lögreglu höfuðborgarsvæðisins
hefur enn ekki verið valinn
staður, að því er fram kemur á
vef Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra.
Hann segir það næsta stórverk-
efni á borði sínu að finna nýrri
lögreglustöð stað á höfuðborgar-
svæðinu, og vinna í því að hafist
verði handa við að reisa hana.
Eins og greint var frá í
Fréttablaðinu í febrúar síðastliðn-
um sækjast Reykjavíkurborg,
Kópavogsbær og Hafnarfjarðar-
bær eftir því að stöðin verði
staðsett í sínum byggðarlögum.
Stefnt er að því að stöðin verði
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu
og í tengslum við helstu umferðar-
æðar. - bj
Ráðherra um lögreglustöð:
Ekki enn verið
valinn staður
STÖÐIN Ráðgert er að reisa 15 þúsund
fermetra lögreglustöð. Stöðin við Hverf-
isgötu er um 7 þúsund fermetrar.
FRAKKLAND, AP Maður á sextugs-
aldri sem talið var að hefði framið
sjálfsvíg fyrir tveimur árum
hefur verið handtekinn af frönsku
lögreglunni.
Maðurinn skildi bílinn sinn eftir
á klettabrún við Ermarsund og
sjálfsvígsbréf til konu sinnar og
þriggja sona. Í fyrstu var talið að
maðurinn hefði látist en það síðar
dregið í efa þegar í ljós komu
miklar spilaskuldir og að maður-
inn hafði sótt um landvistarleyfi í
Alsír skömmu fyrir hvarfið.
Lögreglan fann hann eftir að
hann gaf upp rétt nafn sitt þegar
hann sótti um starf við að selja
póstkort í verslun í París.
- sdg
Fannst tveimur árum síðar:
Frakki setti eig-
in dauða á svið
SPURNING DAGSINS